fbpx

*mæli með

Hitt og þetta
Þegar að ég bjó í Hollandi þá var ein lítil falin búð í miðbænum sem ég kíkti oft í.
Ekki bara vegna þess að þar voru seldir fallegir hlutir frá öllum heimshornum, heldur vegna þess að ég elskaði tónlistina sem var spiluð þar.
En þrátt fyrir að þeir seldu geisladiskana sem voru spilaðir þá kom ég mér aldrei í það að kaupa einn.
Ég var því sérstaklega glöð þegar ég átti leið í Kaffitár í Keflavík um helgina (já Keflavík:)
Og þar eru þessir diskar til sölu!
Ég var ekki lengi að blikka ljúfa afa minn að kaupa einn fyrir mig og einn fyrir sig, og hefur þessi diskur verið spilað non-stop síðan ég yfirgaf Keflavík.
Ég fékk mér Ítalíu, en get ekki beðið eftir að eignast fleiri í safnið.
Það er úr mörgum diskum að velja og allir eru þeir mjög góðir.
Þetta er svona kósý stemming, matarboð, kaffihúsastemming, rómó kvöld með kæró og so on.
Love it.
Ég er alveg sannfærð að þessir diskar séu seldir á fleiri stöðum.
En merkið heitir Putumayo WORLD MUSIC
“Guaranteed to make you feel good”
jebb jebb mikið til í því:)
-S

BRRr...

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Guðfinna

    17. October 2010

    Já þessir diskar eru mjög góðir, ég á þrjá.. hlusta endalaust á þá.
    Þeir eru seldir í Pier, búðinni sem er í turninum hjá Smáralindinni ;) Eða voru það allavega fyrir ári, getur tékkað þar.

  2. begga

    17. October 2010

    æðislegir diskar :) þeir fást víða, fleiri kaffitár búðum, og Pier, sá þá þar í síðustu viku :)

  3. Anonymous

    18. October 2010

    fann þetta á youtube! Ekta dinner tónlist. Takk takk.. ætla að kaupa mér svona! :)

  4. KaffHarpa

    18. October 2010

    This comment has been removed by the author.

  5. harp

    18. October 2010

    Fást á öllum kaffihúsum Kaffitárs veit ég og eru voða fínir flest allir, einn og einn sem slæðist með sem er ekki að gera sig, en það heyrir til undantekninga ;)

  6. Sóley

    2. November 2010

    Líka til í Pier og í Te & Kaffi búðunum. Svo er bara að skoða sig um og finna besta verðið…