fbpx

Rockaholic

Hitt og þetta
Ég verð bara að mæla með þessari snilld!!
Dry Shampoo, ég nota þetta frá Tigi.
Ég reyni að þvo hárið á mér ekki oftar en svona 2-3 í viku og þá er voða þægilegt að geta gripið í þurrsjampóið mitt inná milli hárþvotta, sérstaklega á morgnanna, korter í vinnu þegar það er hvorki tími né nenna í hárþvott! Æj þið vitið, hárið verður stundum soldið flatt og glansandi og bad hairday er það versta! Þetta gefur hárinu líka “bússt” þannig það lyftist og verður eins og ný þvegið og komið úr lagningu!
Svo er þetta nottlega snilld í ferðalögin og þannig…
-R

PARDUS

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

  1. Anonymous

    4. November 2010

    hvað er þetta að kosta? ;)

  2. Anonymous

    4. November 2010

    Og hvar er hægt að versla þetta hér á Íslandi? Hef lengi leitað af góðu dry shampoo en aldrei fundið..

    Kv. Ella

  3. HILRAG

    4. November 2010

    þetta verð ég að prófa!

    held ég sé að skemma hárið mitt ég þríf það svo oft en finnst það svo ljótt “skítugt”

    hljómar allavega eins og snilld :)

  4. Gerdur

    4. November 2010

    úúú snilld, þetta verð ég að prófa, hvar fæst þessi snilld og hvað kostar þessi elska :)?

  5. Guðrún

    5. November 2010

    Ég hef prófað bæði Tigi og Batiste þurrsjampóið. Tigi kostar í kringum 3.000 krónur á meðan Batiste kostar um 1.300 kall. Svo finnst mér miklu betri lykt af Batiste og þú getur valið um fleiri góðar lyktir. Það er ekki góð lykt af Tigi, mér finnst alltaf eins og ég sé að spreyja flugnaeitri í hárið á mér.

    En að öðru leyti gera þau bæði sama gagn og virka jafn vel. Takk fyrir frábært blogg.

    P.s. það er samt búið að vera einhver galli með brúsana frá Tigi, þeir leka. Ég keypti mér brúsa og eftir tvo daga var hann tómur og allt fjörið búið! Ég sakaði kærastann um að laumast í þurrsjampóið mitt en hann kannaðist ekki við neitt. Þá fór ég og googlaði málið og það er framleiðslugalli í brúsunum, en ef þinn lekur þá áttu að geta farið og fengið nýjan þér að kostnaðarlausu þar sem þú keyptir hann eða hjá Tigi umboðinu.

  6. Svart á hvítu

    5. November 2010

    Ég keypti mitt á hárgreiðslustofunni Solid en þetta ætti að fást að þeim stofum sem selja Tigi vörurnar. En man ekki hvað þetta kostaði, um 3000 býst ég við.
    En ég verð að vera ósammála með að lyktin af þessu sé vond, því mér finnst hún SVO góð, eins og allar vörurnar frá Tigi!:)

    -Rakel

  7. Anonymous

    5. November 2010

    Snilld !! Eg verð eiginlega að prufa þetta :D

    Elska svona blogg :P

    – kv. Bara

  8. Anonymous

    5. November 2010

    Búin að setja svona í Amazon körfuna mína kostar 9 dollara ;) sweet.. !!

    ég á einmitt svona frá Batiste það virkar mjög vel en mig langar að prófa líka Tigi, elska allar vörurnar þeirra.

  9. ÞB

    6. November 2010

    Ég mæli líka með þurrsjampóinu frá James Brown… fæst í Boots fyrir þær ykkar sem eigið erindi á enska grundu :-)

  10. Anonymous

    6. November 2010

    Þetta verður klárlega í töskunni á næstu Hróarskeldu ;)

  11. Anonymous

    6. November 2010

    Úff – mér finnst klósettlykt af þessu… ég keypti mér Batiste lykta mun mun betur… en því miður virkar Tigi betur.

  12. Anonymous

    7. November 2010

    ….world class er að líka að selja svona þurrsjampó er ekki viss hvaða tegund það er, en minnir að það kosti eitthvað í kringum 1500 kr
    =)

  13. ólöf

    9. November 2010

    ég á lítinn brúsa af Batiste sem mér finnst virka og lykta ágætlega..

    hef sjaldan þurft að nota þetta samt, aðallega á ferðalögum..vissi því miður ekki af þessu þegar ég var á Hróarskeldu samt, haha..

    verðið samt að fara varlega í þetta, fer alveg álíka illa með hárið að nota þetta jafn oft og venjulegt sjampó annars..;) betra að nota sem reddingu á slæmum dögum:) algjör snilld samt..mikil redding..

    ég þvæ hárið á fjögurra daga fresti, sem er ágætt..en best er víst á sjö daga fresti hehe, segja hárgreiðslumennirnir;) það var það sem reddaði mest Hróa samt, skrapp í miðri hátíð til Köben að þvo hárið, svo það var ekki það versta..hinsvegar vantaði vel upp á venjulega sturtu inn á milli, hóruþvottur (svokallaður) við kranana ekki alveg að gera sig..haha

    æi. Alltof langt komment. Of ýtarlegt líka..en ég nenni ekki að lagfæra þetta..

  14. Karólína

    12. November 2010

    Örugglega allir hættir að lesa þessa færslu…eeeen ég varð að fá að lauma þessu inn í umræðuna.

    Ég nota barnapúður í hárið á mér í sama tilgangi. Kostar um 500 kr. dúnkurinn og endist endalaust. Er líka lyktarlaust.

    Ef þið gúgglið “baby powder in hair” fáiði upp skrilljón umfjallanir um þetta.