8 Skilaboð
-
Ég fíla eina og eina flík frá henni, en svo finnst mér ansi margar vera undarlegar oft og engan vegin passa inní “safnið” hennar…Hugsa að ég myndi ekki fjárfesta í neinni flík.
Svo á ég rosalega bágt með logo-ið frá henni, heh :)
-
aaahh fíla þessa hönnun ekki:/
-
Æi ekki fyrir mig. En varaliturinn er mjög fallegur á módelinu og hárið er himla fínt líka :-)
En eitt sem ég var að hugsa með svona fatamarkaði. Ég hef oft selt í Kolaportinu í gegnum árin og alltaf verið gaman. En svo stundum sé ég fólk í gömlu fötunum mínum og ég fæ alveg svona skrýtna nostalgíu tilfinningu, eins og að sjá gamlan kærasta með barnakerru á laugarveginum. (já eða eitthvað annað, ég er ekki góð í svona viðlíkingum)
Svo núna meika ég ekki að kaupa föt af öðrum í koló eða á fatamörkuðum því hvað ef þau sjá mig svo í fötunum þeirra og þá verður þetta ennþá skrýtnara. Æi ég var ekki alveg búin að hugsa þetta út en vitið hvað ég meina? Finnst einhverjum öðrum þetta skrýtið? -
Mér finnst einmitt svo gaman á fatamörkuðum og enn skemmtilegra að selja fötin mín, hef haldið markaði/selt á netinu 3x og haft mikla ánægju af:)
Verra þykir mér hvað ég sé hrikalega eftir 2 kjólum sem ég seldi, annar fór þó til frænku minnar, ég er bara eftir að mana mig að biðja um hann aftur haha:)En ég gerði kjarakaup á markaðnum í morgun, kom heim með flottar leggings frá Andreu, 2 boli og kjól og kostaði um 4þús allt saman!:)
Er þó í skóla með fyrrverandi eigandanum,.. vonandi verður það ekki vandró!-Svana
-
finnst þetta allt vera frekar plehh..
-KT
-
Þessi hönnun er alls ekki minn stíll. Sniðin, efnin og allt bara.. Ekki minn tebolli. En svona er fólk misjafnt :) vona að einhver fíli þetta…
já og nafnið, She.. æ finnst það smá svona eins og eitthver kellingaverslun.
-
Mér finnst mjög margt frá þessu merki mjög flott! Ekki kannski bestu myndirnar akkurat hérna. En fullt af flottum prónjavörum eins og hálskrögum, peysum og kápum.
Áfram SHE!! -
Þetta er ekki minn smekkur.
Verst finnst mér hvað myndirnar eru amatörslegar. Eins og einhver hafi smellt af lítilli myndavél og lýst þetta með skrifborðslampa:/
Skrifa Innlegg