fbpx

prjóniprjón

Hönnun
Núna væri ég til í að vera flink að prjóna.
Því mig langar að prjóna svona fallega utan um ljósið mitt.
kósý og fallegt.
Held að svona hvítt prjónað ljós væri fullkomið með bleiku rafmagnssnúrunni minni.
Sniðugt að kaupa bara hræódýrann skerm í Ikea og prjóna utanum.
Þessi ljós eru frá Casamania og kosta um 25þúsund.
Eins og þið hafið kannski margar tekið eftir, þá hafa áherslurnar breyst örlítið hér á síðunni,
ástæðan er sú að ég hef ekki mikinn áhuga að skrifa ennþá um tísku:)
Ég fæ svo lítið útúr því ennþá og get ekki gert neitt nema ég hafi gaman af því….
En ég er ennþá algjör sökker fyrir öllu sem tengist heimilinu og hönnun og mun því geta skemmt ykkur sem deilið því áhugamáli með mér:)
-S

AOI kotsuhiori

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Rósa Þórunn

    16. November 2010

    Sniðug hugmynd, ætti ekki að vera mikið mál að prjóna þetta á hringprjón.
    Annars finnst mér hönnunarbloggin skemmtilegust :)

  2. V

    16. November 2010

    það er hvortsemer nóg af tískubloggum, gaman að skoða hönnun og heimilishugmyndir hér og skemmtilegast að hafa þetta allt í bland ;)

  3. Anonymous

    16. November 2010

    Skemmtilegar nýjar áherslur! Miklu meira spennó en endalausar myndir af klunnalegum tískuskóm sem allir aðrir eru með…
    En ég hef einu sinni klippt ermar af ullarpeysu og sett utan um tvo (minni) skerma á lampa, kannski þú gætir fundið grófprjónaðan trefil í rauða krossinum og saumað hann utan um skerm?
    Kv.
    Hildur

  4. Anna Margrét

    16. November 2010

    Ég vel hýbílablogg yfir tískublogg alla daga ársins!
    Finnst þau svo skemmtileg. En auðvitað er líka gaman að fá inn á milli tískufærslur en þá um eitthvað sértsakt eða eitthvað sem vekur upp umræður, frekar en óendanlegar dásemdarrigningu yfir einhverjum hælum/buxum/jökkum/nærbuxnaskrauti.
    Já nærbuxnaskraut. Las einu sinni um það á tískubloggi. Úff, tók viku pásu af tiskublogglestri eftir það og endurheimti heilann minn….

  5. Anonymous

    16. November 2010

    Enda ekki gaman að blogga um tísku þegar maður býr á þessu skeri og EKKERT er til í búðunum!! Fleiri heimilisblogg vúvú ;)

    -KT

  6. Þórdís

    16. November 2010

    Ég er alveg sammála, mér finnst miklu skemmtilegra að sjá skemmtilegar hugmyndir fyrir heimilið, eitthvað sem ég get nýtt sjálf hérna heima því ég fer alltaf á pínu bömmer þegar ég skoða tískublogg því ég hef ekki efni á öllum þessum fínu fötum, samt skoða ég þau á hverjum degi :P

  7. Svart á hvítu

    16. November 2010

    jeij, núna get ég hætt að halda að ég missi alla mína lesendur:) En frábært að heyra þetta..
    En já sammála með þetta, tískuáhugi minn fór mjög dvínandi eftir að ég flutti til Íslands.. föt hér eru alltof dýr til að mér detti í hug að kaupa þau!:/

    Hildur, góð hugmynd með trefilinn.. ætla að hafa augun opin:)
    Og Anna Margrét! Nærbuxnaskraut? hahaha.. einmitt það sem ég hef verið að leita að svo lengi:)
    En skil þetta með að endurheimta heiann sinn, þarf oft að gera það eftir of mörg tískublogg. En finnst ég hinsvegar læra meira þegar ég skrifa um hönnun. (enda það sem ég er að læra:)

    knús á ykkur
    Svana

  8. Anonymous

    16. November 2010

    Mér finnst mjög skemmtilegt að lesa um heimili og hönnun.

    Ég hef gaman að sumum tískubloggum, sérstaklega þegar um er að ræða fallegar flíkur og/eða spennandi hönnuði.

    Ég er þó tvístígandi í ást minni á tískubloggum því það fer alveg svakalega fyrir brjóstið á mér hvernig konur eru hlutgerðar í tískuauglýsingunum, settar í stellingar sem hafa augljóslega klámtilvísanir, sjaldan sýndar sem gerendur og allar þessar endalausu kynlífstilvísanir.

    Afsakið langlokuna ég er bara orðin ótrúlega þreytt á þessarri einhæfu mynd sem er að finna af konum í tískuaulýsingum og þáttum.

    -Erla