Þessi dúkur er GORDJÖSS.
Hann er kominn mjög ofarlega á mínum langa DIY lista, hann er meirasegja kominn í top 5.
Ég hef oft rekist á svona dúllur í Góða hirðinum, Fríðu Frænku og jú auðvitað ofan í skúffum hjá ömmu:)
Pæling hvort að þetta sé ekki bara góð hugmynd af jólagjöf jafnvel?
Ég veit að hún móðir mín er sjúk í flottan löber.
Þetta ljós er síðan enn ein hugmyndin af DIY með litlum dúllum.
Sumir föndrarar nota veggfóðurslím í svona föndur, en góð vinkona mín sem er alvön svona föndri benti mér á að hægt er að stífa svona dúllur með sykurblöndu.
En þá er sykurinn bræddur í vatni, 1 á móti 1 og betra er að nota sykurmola því að það er meiri sterkja í þeim.
Það væri nú gaman að geta gefið ódýrar heimatilbúnar jólagjafir í ár:)
Skrifa Innlegg