fbpx

Fyrir og eftir

DIY

Þennan flotta koll var hún Ásgerður Þorleifsdóttir að gera upp, hún er heltekinn hönnunar og breytingarfíkill (svona eins og moi) og kaupir hún reglulega gamla hluti og gefur þeim nýtt líf. Mmmm ef það væri bara hægt að vinna við það! Draumur í dós.

FYRIR… Ekki svo pretty og flestir hefðu hent þessum kolli.

Og eftir..Voðalega pretty!

Það er ekki það erfitt að gefa hlutum nýtt líf og ættum við að gera það oftar og forðast sífelldar Ikea-ferðir.

Flest þessa húsgagna sem margir eru að henda geta verið í fullkomnu lagi með smá hjálp, því að í gamla daga voru húsgögnin í töluvert betri gæðum en þau eru í dag, þá voru húsgagnasmiðir sem smíðuðu hvern stól en í dag koma þeir á færiböndum.

Það leikur enginn vafi á því að lífstíllinn sem við lifum flest er mjög óumhverfisvænn. Kaupa Henda Kaupa Henda Kaupa Henda Kaupa.

Við erum að verða meðvitaðri með hverjum deginum um þau slæmu áhrif sem við höfum á jörðina, sem er mjög góð þróun og æ fleiri sem sækja í second hand markaði í stað þess að kaupa nýtt flat pack húsgagn. Því þau hafa jú meiri sál.

Það er viss hæfileiki að geta séð fegurð í einhverju sem er ljótt í flestra augum, en t.d með hjálp internetsins er hægt að sanka að sér endalausum hugmyndum um hvernig hægt er að gera upp illa farna stólinn frá ömmu, eða hallærislegu borðstofustólanna sem foreldar þínir byrjuðu að búa með!

Jæja smá útfyrir efnið, en þið skiljið mig vonandi.

Það er hallærislegt að hugsa ekki um umhverfið:)

enn eitt hvíta heimilið

Skrifa Innlegg