Átta er margnota snagi sem hægt er að nota fyrir skartgripi, sem segultöflu, undir fatnað eða jafnvel sem veggmunstur.
Hönnuður er Ylfa Geirsdóttir en hún er vöruhönnunarnemi á 2.ári í Listaháskóla Íslands.
„Átta á sögu sína að rekja til áttablaðarósarinnar sem talið er vera eitt elsta prjónamynstur sem notað hefur verið í prjónaskap í Evrópu.
Átta hentar hinum ýmsu aðstæðum og er ætlaður að aðlagast hverjum og einum eftir eigin hentisemi. Hægt er að raða saman mörgum einingum af snaganum og þú raðar honum að vild.“
Mér finnst þetta vera æðislegur snagi, en hann fer vonandi í framleiðslu bráðum og verður þá framleiddur líka í hvítu og svörtu!
Skrifa Innlegg