fbpx

Heima hjá Elin Kling!

Heimili
Nýlega er Elin Kling á allra vörum, hún er nýbúin að hanna fatalínu fyrir H&M og núna í Mars kemur út í fyrsta sinn hennar eigið tískutímarit, StyleBy.
Hún er aðeins 27 ára gömul og býr með kærasta sínum Gustaf, 31 árs í Stokkhólmi.
Hér eru nýútgefnar myndir af flotta heimilinu þeirra.
Njótið.

Endalaust af tískubókum
Elin safnar skóm.. surprise
Hans J.Wegner stólar keyptir á Ebay, -heppna hún. Eldhúsborðið er fyrsta húsgagnið þeirra saman frá Room, kertastjaki Swedish Tenn og rússneskar dúkkur frá Martin Margiela!
Sófaborð eftir Aldo Tura, 1970

Snilldarhugmynd til að geyma tímarit!

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Venus in fur

    3. March 2011

    Vá en BJÚTÍFUL heimili. Fýla dýrið á gólfinu og hvernig þau leyfa bókum og plötum bara að njóta sína.

  2. birna h

    4. March 2011

    æ þetta er ekki minn stíll, finnst heimilið kalt og ópersónulegt en það er gott að við erum ekki eins :)

  3. Anonymous

    4. March 2011

    Vá hvað mér finnst þetta fallegt heimili !!!

    – Bára

  4. SigrúnVíkings

    4. March 2011

    Fallegt og persónulegt heimili! er alveg að elska stofuna þeirra og lampana við rúmið:)

  5. Hildur

    4. March 2011

    Vá klikkað flott! Enda ekki við öðru að búast frá Elin Kling!

  6. Anonymous

    5. March 2011

    Þetta er klikk flott!! Það er samt eitthvað við allar bækurnar og plöturnar sem mér finnst of rótaralegt.

    -KT

  7. Gerdur

    6. March 2011

    Kling er alveg með hlutina á hreinu!

  8. Dossa G

    6. March 2011

    Flott líka sófaborðið/innskotsborðin! Svo eru lamparnir við rúmin og rússadúkkurnar bara næs :)

  9. Dagmar

    6. March 2011

    Geggjað flott heimili og fallegt fólk líka, snilld að hafa gínu þarna ínn í herbergi, hentugt að geta valið “átfittið” kvöldið áður og látið það bíða á gínunni ;)