fbpx

Rúna Thors

Íslensk hönnun
Nýr kúrs hófst í skólanum í dag. Mjög spennandi! 
Kennarinn er Rúna Thors en hún er nýútskrifuð frá Design Academy Eindhoven frá brautinni Man&Living. Sú braut fókusar mikið á vörur innan heimilisins og er mjög algengt að fólk útskrifist með húsgögn. Rúna tók starfsnám hjá sænsku Front Design (hestalampinn) og einnig hjá Guðrúnu Lilju í Bility.
Hér er smá brot af verkum Rúnu en hægt er að skoða meira HÉR
Tripod family stool, eru kollar sem eru eins og fjölskylda. Allir líkir en hafa þó sinn eigin karakter.
Ruffle stool er kollur sem er steyptur. 
Venjulega er steypu þröngvað í mót og allt gert til að ná yfirborðinu sem sléttustu.
Hér er steypunni leyft að brjótast út úr forminu og út kom þessi skemmtilegi kollur:)
Kertaskraut/stjaki sem Rúna hannaði ásamt Guðrúnu Lilju fyrir Bility. Sem má finna inná mjög mörgum heimilum í dag:)
Mig grunar að þeir sem skoði þessa síðu mína hafi áhuga á hönnun, og því ætla ég að segja ykkur frá áfanganum og ferlinu sem við förum oft í gegnum áður en lokavaran fæðist.
Á morgun eigum við að vera búin að ákveða þorp sem við viljum vinna með næstu 5 vikurnar. Það má vera hvaða þorp sem er í heiminum en auðvitað þarf okkur að þykja það vera áhugavert. 
Ég valdi þorpið Manarola og verð því að vinna með það á næstunni, hugmyndavinna, vinna með efni og módel og svo í lokin eigum við að hanna stól/koll eða bekk… 
Spennó?:) 
Hérna er þorpið mitt.

Draumabaðherbergi

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir

    6. April 2011

    þetta þorp er æðislegt. Hvar er það?

  2. Sússa kúl

    6. April 2011

    Þorpið þitt er gordjöss

  3. Guðrún María

    6. April 2011

    Þetta er eitt krúttlegasta þorp sem ég hef séð! Hlakka til að sjá útkomuna á húsgagninu:) Eða verðum við svo heppin?;)

  4. Anonymous

    6. April 2011

    Virkilega spennandi verkefni:)

    Takk annars fyrir flott blogg, kíki mjög oft!

    kv
    Karen.

  5. SigrúnVíkings

    6. April 2011

    Mjög spennó… og ofur krúttlegt þorp:)Have fun!!

  6. Anonymous

    6. April 2011

    Spennandi verkefni og vel valið þorp! Hef verið þarna í Cinque Terre og það er jafnvel fallgera en á myndunum. Verður gaman að sjá útkomuna!

    Edda María

  7. Svana

    6. April 2011

    Manarola er í norður Ítalíu, eitt af þorpunum 5 í Cinque terre. En á milli þorpanna liggur ein fallegasta gönguleið í heimi.
    Þorpið er algjör krúttsprengja, er alveg dáleidd að skoða myndir á google og flickr! Og mig dauðlangar að komast þangað!
    En ég sé til hvort að lokaútkoman verði sýnd heheh, þá þarf það að heppnast ofurvel:)

  8. Halla

    6. April 2011

    Þetta þorp er svo miklu æðislegra heldur en hægt er að ímynda sér þegar maður skoðar myndir :O) verður að fara þangað einn daginn, og ganga milli þorpanna 5, fullkomið, mig langar aftur bara við að sjá þetta hjá þér :O) gangi þér vel.

  9. Sússa kúl

    8. April 2011

    Bíddu.. god, ég hef komið þangað, er ég algjör api?

  10. hildurj

    8. April 2011

    mega kjút þorp og ekkert smá spennandi verkefni :) :)