4 Skilaboð
-
Wow hvað ég skil þig, ég er búin að vera í rúma 10 mánuði í minni íbúð og ekki nærri því búin að öllu sem ég ætlaði að gera þegar ég flutti inn. En sem betur fer þetta verkefni sem aldrei lýkur því ég held maður þyrfti að flytja þegar maður er búinn og þá hefst þetta allt uppá nýtt :D
-Valdís
-
Það tók okkur 13 mánuði að gera stofuna svona sæmilega flotta. Nú er það svefnherbergið næst, það er nú meiri Litli Ljóti Andarunginn, greyjið.
Okkur sambýlingunum til varnar þá fluttum við heim til íslands þegar við fengum þessa íbúð og þá áttum við bara föt í ferðatösku og ekki eitt stykki húsgagn. Heyrðu jú! Uglulampann minn sem Einar er hræddur við! ha ha:-)
Þetta tekur tíma…langan tíma! -
Æðislegur typpakallalampinn.
hvar er hægt að fá svona? :)kv. Rut
-
Já það á eflaust einhvern þátt í þessu.. Ég átti engin húsgögn þegar ég flutti aftur heim til Íslands, svo að fæst hérna inni hjá mér var “valið”.. meira bara þegið gefins. :)
En þetta er jú líka bara áhugamálið manns:) Ágætt að hafa einhver verkefni heima svo að manni þurfi nú aldrei að leiðast:)En Rut, ég hef aldrei séð þennan lampa í búðum á Íslandi..Mæli með að prófa ebay?:)
-Svana
Skrifa Innlegg