fbpx

Ljúfur næturmaski

Ég Mæli MeðHúðlorealNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég efast nú ekki um það að margar ykkar eru farnar að finna fyrir kulda í húðinni. Kuldinn þurrkar nefninlega upp húðina og þá sérstaklega húð sem er þur fyrir. Kuldinn ertir húðina og stundum, alla vega á þetta við mig, myndast leiðinlegir þurrkublettir í húðinni sem manni bara svíður í! Persónulega virkar ekkert betur fyrir mig en að næra þá húðina vel með olíum og olíuríkum kremum. Ég var því alveg sérstaklega spennt að prófa nýja Nutri Gold næturmaskann frá L’Oreal en Nutri Gold vörurnar eru allar með góðum olíum sem róa húðina, gefa henni raka sem er drjúgur og góður og dregur fram innri glóð húðarinnar!

olíumaski2

Maskinn er notaður þannig að fyrst er borið þunnt lag af kreminu yfir allt andlitið og niður á háls. Nuddið kreminu vel inní húðina þannig það vari alveg inn og bíðið svona smá þar til þið finnið að það er komið vel inní húðina. Takið svo aðeins meira af kreminu og setjið þykkara lag af maskanum yfir andlit og háls og leyfið því að vera á húðinni í 10-15 mínútur og þurrkið það svo af með tökum þvottapoka :)

Húðin verður alveg svakalega mjúk – hún verður bara eins og barnsrass hún verður alveg svakalega mjúk! Olíurnar í maskanum næra húðina svo svakalega vel og gefa húðinni miklu drjúgari raka heldur en mörg önnur rakabindandi efni. Svo húðin fær kærkominn raka í þessum svakalega kulda. Olían róar húðina vel og dregur úr erting og kláða í húðinni af völdum rakataps og kulda. Olíur eru dásamlegar að nota á húðina á veturna. Olíurnar í maskanum eru mjög léttar svo þær eru ekki að fita húðina um of svo allar húðgerðir geta notað þennan dásamlega maska.

olíumaski

Þetta er í fyrsta sinn sem það er fáanlegur maski frá L’Oreal hér á Íslandi og ég tek þessum opnum örmum og er búin að nota hann sem maska sirka 2 sinnum í viku í þrjár vikur núna og er virkielga ánægð með virknina. Svo nota ég það aðeins oftar sem næturkrem og þá set ég bara svona þunnt lag yfir allt andlitið og hálsinn.

Ég sé fyrir mér að krukkan muni endast mér ansi lengi því það sést mjög lítið á henni því það þarf alls ekki mikið af kreminu í hvert sinn. Þó ég segi þykkt lag hér fyrir ofan þá er kremið svo þétt og mikið að það er ekkert of mikið :)

Mæli með þessum fyrir ykkar sem þurfa að gefa húðinni rakabúst og koma henni í enn betra jafnvægi yfir þetta svakalega kuldatímabil. Olían færir húðinni mikla glóð svo hún ljómar að innan. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Nutri Gold varanna og þessi nýja viðbót er fullkomin inní línuna.

Erna Hrund

Kiss & Love

AuguÉg Mæli MeðJól 2015Lífið MittMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniYSL

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég kemst í hátíðarskap þegar hátíðarlínur merkjanna mæta í verslanir… Sem þýðir að ég er búin að vera í hátíðarskapi í þónokkrar vikur núna… ;)

Fyrstu hátíðarvörurnar sem ég fékk sendar eru frá Yves Saint Laurent en þetta er í fyrsta skipti í nokkur ár sem hátíðarlúkk frá merkinu er fáanlegt hér á Íslandi sem er svo sannarlega tilefni til fagnaðar, alla vega í mínum bókum.

Nú þegar mér finnst svona kominn svona ágætis tími til að fara að tala um hátíðina sem er framundan þá er viðeigandi að hefja leikinn með því að gera förðun með þeirri fyrstu sem ég fékk og gera svo alveg útaf við ykkur með fleiri förðunum á næstu dögum/vikum!

Ég færi ykkur Kiss & Love lúkkið mitt fyrir hátðina 2015…

yslhátíð6

Lúkkið er töffaralegt og stílhreint, það inniheldur klassíska hátíðarliti með smá YSL tvisti eins og ég kýs að lýsa línunni og þá sérstaklega naglalökkunum!

yslhátíð2

Hér sjáið þið vörurnar úr línunni sem ég fékk en það eru þó fleiri vörur í henni eins og vörur fyrir varir…

Hér er það Kiss & Love pallettan sem inniheldur augnskugga, kinnalit og varaliti ásamt burstum sem er vel hægt að nota þó ég velji alltaf sjálf að nota RT burstana mína. Reyndar nýtast svampburstar alltaf best þegar maður vill þrýsta þéttum lit umhverfis augun en ég geri það hér í augnkróknum eins og ég skal útskýra betur hér fyrir neðan.

Pallettan lítur út eins og minnisbók og mér finnst lúkkið alveg gera þessa pallettu. Útlitið og umbúðirnar skipta alveg heilmiklu máli í þessum efnum og án þessara svakalega töffaralegu umbúða væru kannski ekki margir spenntir fyrir litunum svo þetta er svona eiginleikinn sem fullkomnar vöruna. Svo er það hinn dásamlegi Touche Éclat penni sem ég nota í lúkkinu líka sem er með þessu flotta varalita lúkki. Svo eru auk þess tvö mjög hátíðleg naglalökk sem eru með metallic sanseraðri áferð. Í naglalökkunum setur YSL sýan töffaralegu áferð yfir klassíska hátíðarliti sem mér finnst mjög skemmtilegt.

yslhátíð3

Augnförðunina fór ég yfir skref fyrir skref inná Snapchat og ég geri hérna fyrir neðan ágæta tilraun til að lýsa henni vel fyrir okkur svo þið getið kannski apað upp eftir uppskriftinni. En förðunin er mjög dramatísk að mínu mati og fer vel konum sem þola þungar farðanir þar sem pælingin er að gera augun enn meira hringlaga en þau eru. Það geri ég með því að setja skygginguna þéttasta inn í globuslínunna og mynda svona boga í globuslínunni. Ég er nefninlega með ágætlega möndulaga augu á meðan augnlokin eru meira hringlótt svo ég fýla að leggja áherslu á að hafa dýptina í globuslínunni.

yslhátíð

Hér fyrir ofan sjáið þið inn í pallettuna en það eru sumsé fjórir augnskuggar en ég nota reyndar bara þrjá þeirra í þessari förðun, alla nema þann sem er svona gultóna. Hann held ég reyndar að væri mjög fallegur highlighter fyrir þær sem eru með aðeins dekkri húðtón en ég, hann mun gefa húðinni mjög fallegan ljóma.

  • Byrjið á því að grunna augnlokið með augnskugga primer, þannig verður yfirborð augnanna enn betra til að vinna á, augnskuggarnir verða þéttari og flottari og förðunin endist lengur. Gefið primernum sirka 30 sem  til að jafna sig áður en þið byrjið að mála.
  • Ég tek fyrst dökka litinn og set bara nóg af honum í eins konar C yfir augnlokið, set sumsé skugga í alla globuslínuna og fer alveg í innri og ytri augnkrók auganna þannig miðjusvæði augnloksins sé það eina sem er ekki með neinum augnskugga. Setjið bara nóg af iltnum og notið svo blöndunarbursta til að dreifa vel úr litnum og mýkja áferðina.
  • Ég endurtók þetta fyrsta skref tvisvar sinnum því ég vildi mjög ýkta skyggingu í globusinn.
  • Næst tók ég silfurlitaða sanseraða augnskuggann og nota hann eins og eins konar grunnlit í miðju aunloksins. Ég set hann sem sagt í miðju augnloksins og blanda létt saman við dökka augnskuggann en reyni að halda honum samt bara í miðju augnloksins.
  • Næst tek ég svo bronslitaða augnskuggann. Hann er virkilega flottur og gerir förðunina mjög hátíðlega. Hann er þéttur í sér og með sterk pigment en með því að bleyta upp í honum (ég nota Fix+ frá MAC) þá verður hann enn sterkari enn þéttari og fær enn meiri glans. Hann set ég í miðjuna yfir ljósa augnskuggann og blanda og mýki útlínurnar svo áferðin verði mjúk yfir aunglokið.
  • Næst setti ég svo hyljara í kringum augnsvæðið og blandaði svo vel saman við húðina til að geta klárað augnförðunina. Ég geymi yfirleitt húðina þar til augun eru alveg tilbúin sérstaklega þegar ég er að vinna með svona dökka liti.
  • Svo tek ég dökka litinn aftur og set vel af honum meðfram neðri augnhárunum og blanda og endurtek þar til liturinn er orðinn mjög dramatískur. Þá tók ég mjög lítinn og fíngerðan bursta og setti augnskuggan alveg uppvið rót neðri augnháranna og lét hann smám saman deyja út. Ég vildi fá svona létta smokey áferð undir augun.
  • Svo tók ég aftur ljósa sanseraða augnskuggann og bleytti upp í honum (aftur með Fix+ frá MAC) og nota svampbursta sem fylgir með til að þrýsta litnum í innri augnkrókana til að fá þétta metallic áferð. Ég er alveg húkkt á því að gera svona í innri augnkrók augnanna – hafið þið tekið eftir því ;)
  • Næst set ég svo eyeliner og nóg af maskara til að gera umgjörð augnanna enn dramatískari.

yslhátíð5

Svo er ómissandi að koma með góða nærmynd af augnförðuninni…

yslhátíð9

En það sést í raun ekki alveg nógu vel hve dramatísk skyggingin er nema þegar ég er með lokuð augun. Mín augu eru nefinlega þannig að þau síga smá yfir augnlokin þegar ég er með opin augu og þess þá heldur að gera skygginguna í globusnum enn dramatískari!

yslhátíð7

Við lúkkið para ég svo minn uppáhalds YSL varalit Rouge Volupté í lit nr. 1 og Lip Plumper varagloss yfir. Þetta er svona þessi varalitur sem ég gríp svo ofboðslega oft í og hann er alveg á mínum all time topp 10 lista yfir uppáhalds varalitina. Ég ætti kannski mögulega að gera eina svoleiðis færslu fyrir háíðirnar, það væri kannski eitthvað.

Þessi förðun er tilvalin fyrir jólahlaðborð, jólatónleika eða bara eitthvað flott tilefni að kvöldi þar sem þið viljið svona extra flotta og hátíðlega augnförðun.

P.S. Til ykkar sem langar í ártiðan YSL varalit þá ættuð þið að kíkja HÉR en þetta verður einu sinni enn fyrir jól!

Erna Hrund 

Líst þér vel á lúkkið – endilega smelltu á like og láttu í þér heyra***

Lökk úr hátíðarlínu OPI fyrir þig?

Jól 2015JólagjafahugmyndirneglurOPI

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Jæja nú nálgast hátíðin svo sannarlega! Mér finnst hún þó kannski eiginlega löngu komin því ég er varla búin að pæla í öðru síðustu vikur en hátíðarförðunum, jólagjafahugmyndum og hátíðarlínum eins og þið sjáið í nýjasta Reykjavík Makeup Journal sem er vonandi komið til ykkar eða rétt ókomið ;)

En nú langar mig aðeins að byrja að kynna fyrir ykkur hátíðarlínurnar, þær eru nú flestar komnar í verslanir svo það er ekki seinna en vænna að hefa leikinn! Við ætlum að byrja á nöglunum og byrja á leik – það er svo gaman að gefa og ég er í svo góðu skapi í dag enda útgáfudagurinn sem ég er búin að bíða spennt eftir í dáldinn tíma.

Hér er það hátíðarlínan frá OPI sem ég ætla að byrja að tala aðeins um. Það kemur engin sérstök hátíðarlína svo ég viti frá öðru naglalakkamerki til landsins en OPI línan er glæsileg svo það gerir ekkert til. Línan er miklu fjölbreyttari en oft áður og ég hrósaði merkinu mikið fyrir haustlínuna og ég geri það aftur nú fyrir hátíðarlínuna, það er gaman að sjá að það er aðeins búið að breyta til frá því sem hefur einkennt línurnar síðustu ár. Línan í ár heitir Star Light og er mjög stjörnubjört og fallega ljómandi!

Línan er minni en oft áður sem er líka gott því þá þarf maður ekki að fá alltof mikinn valkvíða ;) Afsakið smá myndirnar…. Það er greinilegt að það verður minni og minni tími á hverjum degi til að taka fallegar myndir í dagsbirtu!

opihátíð4

Cosmo With a Twist

Þessi litur finnst mér æði! Þetta eru svona ofboðslega fallegir litir og glimmer sem saman mynda áferð sem minnir á dáldið vetrarbrautar myndir, eða þannig fíling fæ ég alla vega. Að mínu mati flottasti liturinn í línunni. Elska þennan og mun nota hann mikið – myndin gerir lakkinu ekki nógu marga greiða :/

opihátíð3

Press * for Silver

Hér kemur einn eðal sanseraður litur frá OPI, þeir eru virkilega góðir í þeim að mínu mati því litirnir eru alltaf svo þéttir og flottir, hér er t.d. bara tvær umferðir. Liturinn er klassískur sanseraður nude litur með fallegri metallic eða kannski meira króm áferð.

opihátíð2

Two Wrongs Don’t Make A Meteorite

Mér finnst þetta yfirlakk æði! Elska að það sé blanda af kopar og silfruðum glimmerögnum í því, gefur nöglunum miklu meira líf. Mér finnst líka koma mjög vel út að setja það yfir sanseraða lakkið. Eini gallinn er að það þarf að vanda sig smá til að fá alveg nóg af glimmeri yfir neglurnar – en þolinmæði þrautir vinnur allar!

opihátíð

En ég ætla að gefa tveimur lesendum mini set úr hátíðarlínunni sem inniheldur fjóra fallega liti úr hátíðarlínunni og þar á meðal Press * for Silver litinn sem þið sjáið hér fyrir ofan. Það sem þið þurfið að gera til að taka þátt er að…

1. Deila þessari færslu með því að smella á Like takkann.
2. Skrifa athugasemd undir þessa færslu með nafninu á litnum sem ykkur finnst fallegastur úr hátíðarlínu OPI. Smellið HÉR til að skoða alla litina á heimasíðu merkisins

Munið svo að hafa nafnið ykkar með athugasemdinni svo ég geti fundið ykkur ef þið sjáið ekki þegar ég hef dregið nafnið ykkar út, en ég dreg út í lok vikunnar :)

Erna Hrund

p.s. svona mini set er líka mjög flott jólagjöf ;)

Í vikunni…

Jól 2015JólagjafahugmyndirLífið MittMakeup ArtistReykjavík Makeup JournalTinni & Tumi

Kemur glæsilegt & glænýtt tölublað af Reykjavík Makeup Journal innum lúguna á öllum heimilum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Fyrir ykkur sem búa annars staðar þá verður blaðið að sjálfsögðu aðgengilegt á netinu og ætti að vera hægt að fá það sent frá Hagkaup á meðan upplag leyfir.

Ég get ekki sagt ykkur hvað ég er glöð með að vera búin með þetta tölublað, þetta var mjög krefjandi og allt öðruvísi en þau síðustu þar sem ég vann blaðið alveg sjálf með aðstoð frá yndislegum grafískum hönnuðum sem luma á lausnum við öllu, snilldar yfirmanni sem þykir ég stundum tala alltof mikið og stórskemmtilegum ljósmyndara sem fær mig stundum til að engjast um af hlátri. Blaðið er ekki bara mitt í þetta sinn heldur er það líka jólagjafahandbók Hagkaupa og ég held ég geti með sanni sagt að í ár eru jólagjafavörurnar þær flottustu sem ég man eftir.

En verkefnið var virkilega krefjandi og þá sérstaklega þegar maður er með einn nokkurra vikna í fanginu. Ég er nefninlega ólíkt því sem margir aðrir halda, ekki í fæðingarorlofi. Við tókum þá ákvörðun að ég myndi taka mér 4 vikur í orlof og snúa svo aftur á vinnumarkaðinn en ég vinn sjálfstætt og því erfitt að detta út úr þeim heimi í langan tíma. Svo um leið og þessar 4 vikur voru liðnar hófst ég við að skrifa blaðið.

Í blaðinu munið þið finna hátíðarfarðanir og í þetta sinn ákvað ég að farða sjálf eins og þið sjáið hér fyrir neðan. Blaðið snýst þó mest um ilmvötn enda finnst mér þessi árstími tilvalinn til að finna sér nýjan ilm og uppgötva eitthvað skemmtilegt tengt honum því það koma svo margar svona auka vörur með ilmvötnum á þessum árstíma. Ég valdi því 10 merki bjóða uppá ilmvötn sem eru með flotta sögu sem ég heillast af, hannaði útlit í kringum hvert merki sem við tókum svo myndir af inní stúdíói og ég er svakalega ánægð með útkomuna!

En ég plataði hina gullfallegu Jóhönnu til að sitja fyrir í blaðinu og hér sjáið þið móður að störfum…

RMJbakvið

Ég held að þetta sé einhver allra skemmtilegasta mynd sem ég hef séð sem hann Binni ljósmyndari náði inní stúdíói. Glöggir sjá að barnið er bert en hann var hér búinn að kúka yfir sig allan í annað sinn og ég búin að senda mömmu heim að ná í ný föt. Svo hélt mamman að sjálfsögðu áfram að laga einhver smáatriði sem þurftu að vera fullkominn enda haldin þannig áráttu sérstalega tengd eyeliner…! En þessi dagur hefði sko aldrei gengið upp nema ef ég ætti dásamlegt barn sem er svo ljúft og gott og mömmu sem stökk til þegar smá var eftir til að kúra með Tumaling í fanginu svo mamman gæti rúllað deginum upp.

Svona hlutir ganga sko ekki upp nema með aðstoð góðs fólks og ég vona að þið munið taka blaðinu opnum örmum þegar það kemur – þið sem eruð með „engan fjölpóst“ límmiða rífið hann af svo þið missið nú ekki af blaðinu ;)

Ég get ekki sagt það nógu oft en ef ykkur langar að gera eitthvað – gerið það þá! Fyrir tveimur árum síðan kom út hátíðarblað Reykjavík Makeup Journal á netinu, aldrei hefði mér þá órað fyrir að tveimur árum seinna myndi blaðið koma út á prenti, hvað þá í mörgum tugum þúsundum eintaka og hvað þá að því yrði dreift FRÍTT inná öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. En með viljann að verki, óbilandi trú á sjálfri mér og mjög góðri og dýrmætri hjálp og frábæru fólki þá gengur þetta upp!

Draumar eru gerðir til að rætast****

Erna Hrund

Fastar fléttur

HárLífið Mitt

Ég tók upp á því ekki fyrir svo löngu síðan að skella í mig föstum fléttum eftir sturtu. Það er alveg ofboðslega þægilegt og þá einhven vegin flækist hárið mitt ekki fyrir mér og er ekki alltaf í sama venjulega snúðinum sínum eins og ég er vön að gera. Það koma líka alls kyns flækjur í hárið mitt sérstaklega á nóttunni og þegar ég sef með hárið svona þá gerist það bara alls ekki.

Eftir að við komum heim úr Bláa Lóninu í fyrradag setti ég einmitt þessar fléttur í mig og tók  svo myndir í gær einmitt í snjókomunni og þær voru enn svona svakalega fínar.

Ég er alltaf meiri aðdáandi þess að láta fléttuna standa svona upp heldur en að láta hana fara alveg inn í hárið. En þið fáið hana svona upp með því að setja lokkinn sem þið eruð að setja í miðjuna undir hina lokkana en ekki yfir eins og kannski flestir eru vanir. Ég vandi mig bara á að gera þetta svona alltaf of held ég kunni varla lengur að gera hitt, það myndi alla vega flækjast fyrir mér.

fastar3 fastar fastar2

Svo er ég svona aðeins búin að grínast með að þetta sé mín leið til að halda mér ungri og sprækri að dandalast um með fastar fléttur að hætti Önnu og Elsu… það er alltaf gott að luma á smá gríni og hafa húmor fyrir sjálfum sér. Svo ef einhverjum finnst þetta hræðileg hugmynd þá get ég sko sagt ykkur það að þriggja ára sonur minn er yfir sig hrifinn af Frozen mömmu sinni þessa dagana ;)

Mæli með föstum fléttum – svo koma líka svo svakalega flottar krullur í hárið eftir þær!

Erna Hrund

Topp 10 á Tax Free

Ég Mæli MeðLífið MittmakeupNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég ýmist keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Jæja dömur og herrar! Þá er komið að Tax Free dögum í Hagkaup sem standa í þetta sinn til 16. nóvember. Glæsilegir jólakassar fylla Hagkaupsverslanirnar svo það er um að gera að tryggja sér flottustu kassana og byrja bara á jólagjafainnkaupunum á enn betra verði.

Ég setti að sjálfsögðu saman minn klassíska Topp 10 lista sem er á aðeins breiðari fleti núna þar sem já það eru voða mikið af stórum vörum á listanum :)

taxfreenóv15

 

p.s. endilega smellið á myndina til að sjá hana og vörurnar stærri :)

1. Double Exposure pallettan frá Smashbox – Nýja stóra Exposure pallettan er sjúk! Ég er bara búin að stara á hana núna alltof lengi af hrifningu en skuggarnir eru gordjöss. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi augnskugganna frá Smashbox og mér finnst þeir með þeim betri hér á landi. Hér eru 12 augnskuggar sem má síðan alla nota blauta en þannig breytist áferðin og þéttingin í litunum svo í raun eru þetta 24 augnskuggar. Fullkomin jólagjöf fyrir einhverja heppna dömu!

2. Kiss & Love pallettan frá YSL – Hátíðin frá YSL er mætt í verslanir og ég ætla einmitt að sýna ykkur aðeins meira með þessari núna á næstu dögum. Hér er virkilega falleg palletta – umbúðirnar eru sjúkar og minna á minnisbók – sem inniheldur augnskugga, kinnalit og varaliti. Litirnir finnast mér virkilega fallegir og áferðin er mjúk og flott og þetta er alveg svona klassísk hátíðarpalletta.

3. Auda(city) París pallettan frá Lancome – Ég var að fá þessa fallegu augnskuggapallettu sem Lisa Eldridge hannaði fyrir Lancome. Litirnir eru sérstaklega innblásnir af París og stemmingunni og litunum sem einkennir þessa fallegu frönsku borg. Það er gríðarlegt úrval af litum og alls kyns áferðum í pallettunni og ég hlakka til að prófa mig áfram með hana.

4. Bold Metals hátíðarsett – Settið inniheldur tvo af mínum uppáhalds Bold Metals burstum, Tapered Blush Brush er sá allra besti ég lýsi honum sem Setting Brush Bold Metals línunnar. Svo er líka Oval Shadow sem mér finnst bestur af þessum silfruðu því með honum ber ég skugga yfir allt augnlokið, skyggi eða blanda um augun. Svo er nýr Angled Powder stór púðurbursti sem er skáskorinn sem er bara í þessu setti sem er bara í takmörkuðu upplagi. Það er um að gera að missa sko ekki af þessu :)

5. Face Mist frá Bobbi Brown – Þið sem þekkið mig vitið að ég er algjör sökker fyrir Face Mist og þetta frá Bobbi var ég að fá núna. Ilmurinn er dásamlegur og er svo frískandi fyrir vitin og bara andlegu hliðina, úðinn sjálfur frískar svo uppá húðina og gefur henni fallega áferð.

6. True Match frá L’Oreal – Minn go to farði í dag, elska áferðina, elska endinguna og elska bara að nota hann. Nýja formúlan er bara alveg dásamleg, sú gamla var ekkert í miklu uppáhaldi þannig lagað en þessi er á toppnum.

7. Hátíðarlökkin frá Dior – Ég rak augun í það í Smáralindinni í dag að hátíðarlínan frá Dior er komin í búðir! Mér finnst að sjálfsögðu allt í lúkkinu ómissandi – en ekki hvað! Naglalökkin eru alveg sjúklega flott og ég hlakka mikið til að prófa þau. Ef maður ætlar að kaupa sér eitthvað smá úr hátíðarlínunni þá ætti naglalakkið að vera þar efst á lista. Litirnir eru ofboðslega hátíðlegir og fallegir.

8. Les Sourcils Definis frá Lancome – Einhverjir þægilegustu augabrúnablýantar sem ég hef prófað. Þetta eru örfínir skrúfblýantar sem eru svo góðir og einfaldir í notkun að maður bara teiknar augabrúnina án þess að það sjáist að hún sé teiknuð. Ég er mikið búin að nota þennan uppá síðkastið en hann kom í helling af litum og er alveg sjúklega góður!

9. Volume Million Lashes Feline frá L’Oreal – Elska þennan nýja og glæsilega maskara með sveigðri gúmmígreiðu, kolsvartri formúlu sem inniheldur líka argan olíu. Augnhárin verða hriklega flott með þessum og hann er algjört must try!

10. Master Brow Palette frá Maybelline – Ég er að dýrka þessa pallettu svona þegar ég vil fá góða mótun á augabrúnirnar en ekki of skarpan og mikinn lit, ekki það að það sé ekki hægt ég næ bara að stjórna því betur með pallettunni frekar en svona lituðu þéttu geli. Í pallettunni er létt litað gel, mattur púðurskuggi og svo highlighter sem er líka æðislegur á restina af andlitinu. Pensillinn sem fylgir er líka svaka góður en hann er tvöfaldur og bara vel hægt að nota hann.

Svo svona aukalega og svona nýtt en bara því það eru að koma jól þá leyfði ég þessari dásemd að fylgja með á listanum…

Fyrir hann, Sauvage frá Dior – Þessi dásamlegi ilmur er sá sem kallinn minn notar og algjörlega minn uppáhalds í herradeildinni um þessar mundir. Ég elska ilminn hann er fágaður og elegant en mjög karlmannlegur. Flaskan er alveg svakaleg flott og virðuleg og það skemmir ekki fyrir að Johnny nokkur Depp er andlit ilmsins. Svo er líka til deodorant með sama ilm og saman er þetta mjög vegleg jólagjöf.

Góða skemmtun á Tax Free!

Erna Hrund

Bláa Lónið að kvöldlagi

Blue LagoonHúðLífið Mitt

Ég fékk skemmtilegt boð um daginn frá Bláa Lóninu sem bauð til veislu í lóninu í tilefni þess að það eru 20 ár síðan fyrsta húðvaran frá Blue Lagoon leit dagsins ljós. Fyrsta varan var að sjálfsögðu kísilmaskinn sem er einn af mínum uppáhalds, en auk þess var líka verið að fagna komu nýrrar vöru, Lava Scrub.

Við kærustuparið skelltum okkur í lónið en við fengum aðgang að öllu svæðinu, líka betri stofunni sem er virkilega flott og algjör lúxus. Við skoðuðum okkur vel um, borðuðum góðan mat, prófuðum maska og slökuðum á – alveg nauðsynlegt í miðjum brúðkaupsundirbúningi já og þegar maður er með tvö börn undir 3 ára inná heimilinu :)

Ég hef sjálf bara farið einu sinni áður í Bláa Lónið og það var fyrir rúmum 10 árum síðan – það hefur svo sannarlega margt breyst og það var alveg einstakt að fá að njóta kyrrðarinnar í lóninu að kvöldi til og horfa upp á stjörnubjartan himininn…

bláalónið10 bláalónið9 bláalónið8 bláalónið7 bláalónið6

Ég fékk að prófa nýja Lava skrúbbinn ofan í lóninu, hann er alveg meiri háttar! Ofboðslega gott að nudda honum yfir húðina og maður finnur alveg hvernig hann virkar. Hlakka til að prófa þennan betur…

bláalónið5 bláalónið4

Þarna er ég svo komin með uppáhalds Algae maskann í andlitið, sá er alveg einstakur og örvar collagen framleiðslu húðarinnar svo hún fær slétta áferð og góða fyllingu.

bláalónið3

Það var yndislegt að vera í lóninu, ég kom alveg endurnærð uppúr því…

bláalónið2

Hér var svo öllum skemmtilegu möskunum blandað saman, Silicia, Algae og Lava – skemmtilegt ekki satt!

bláalónið

Allir gestir fengu svo þetta glæsilega klakabox ef svo má kalla með sér heim. Það inniheldur þrjá skammta af Lava Scrub, Silicia Mud Mask og Algae Mask. Þá má svo setja í frysti og taka bara út einn í einu – ég held að það sé yndislegt ég ætla alla vega að skella alla vega einum af hverjum inní frysti. Þetta er nýjung frá Blue Lagoon og alveg tilvalin jólagjöf!

Takk kærlega fyrir okkur Bláa Lónið – og til hamingju með snyrtivöruárin 20!

Erna Hrund

11.11. Afsláttardagur netverslana

Ég Mæli MeðJól 2015JólagjafahugmyndirNetverslanir

Engin greiðsla er þegin fyrir færsluna – hún er ekki kostuð á neinn hátt :)

Hvað er betra en að fletta í gegnum úrvalið hjá girnilegum netverslunum yfir kaffibollanum svona sérstaklega þegar það er stutt í jólin. Nú þegar það eru reglulega Miðnæturopnanir hér og þar, afslættir í búðum í tilefni hátíðarinnar sem er framundan er auðvitað ekki annað hægt en að netverslanir taki sig saman og standi fyrir afsláttardegi í líkingu við Cyber Monday sem þekkist í Ameríkunni. Sá dagur er í dag – 11.11.! Mig langar endilega að deila með ykkur þeim verslunum sem taka þátt, eða alla vega þeim sem ég veit af og deila með ykkur tilboðunum sem eru í dag – alla vega þeim sem ég veit af ;)

Nú er tilvalið fyrir þá sem t.d. nýta sér vefverslanir mikið til að kaupa jólagjafir og þá kannski sérstaklega fyrir þá sem búa útá landi og eiga kannski ekki alltaf kost á að mæta þegar verslanir eru með þessar sérstöku opnanir sínar. Það verður gaman að fylgjast með og sjá hvernig landinn tekur í þessa skemmtilegu nýjung hér á landi.

Hér fyrir neðan finnið þið upplýsingar um vefverslanirnar sem taka þátt…!

Nola.is

Mín yndislega Nola.is er að sjálfsögðu með, þarnar er að finna alveg dásamlegar snyrt og förðunarvörur eins og þær frá Herbivoire, Skyn Iceland, ILIA og að sjálfsögðu Anastasia Beverly Hills. Karin ætlar að bjóða uppá 15% afslátt af öllum vörum inná síðunni og ég þarf einmitt að versla eina jólagjöf hjá henni svo ég ætla að nýta mér daginn til að gera það. Ég hvet ykkur sérstaklega til að skoða náttúrulegu förðunarvörurnar frá ILIA, þær eru alveg dásamlegar og það var að koma hellingur af nýjum og glæsilegum  vörum í úrval!

Screen-Shot-2015-09-25-at-14.02.44

Air.is

Íþróttafatnaður er eitthvað sem margir eiga það til að bæta við í fataskápinn sinn á nýju ári. Afhverju því ekki að byrja aðeins fyr og næla sér í NIKE íþróttafatnað á góðu verði en í dag er 20% afsláttur af öllum vörum. Sjálf er ég að reyna að vera ofsa dugleg í mömmuleikfiminni og mig vantar góðan síðerma æfingabol, þessi greip athygli mína, klassískir og flottur!

589368-010

Skór.is

Maður getur alltaf á sig skóm bætt! Í dag er 20% afsláttur af öllum skóm í versluninni en þar er að finna skó fyrir herra dömur og börn – maður getur bara skóað alla fjölskylduna. Svo er kannski ekki of snemmt að skoða skó fyrir jólin ef þið hyggist kaupa ykkur sérstaklega nýtt par til að klæðast yfir hátíðirnar. Á mínum óskalista eru nýjir Roshe Run skór, ég átti eina og þægilegri strigaskó hef ég aldrei vitað áður en mínir lentu í slysi og þeim var ekki hægt að bjarga – ég sé mikið eftir þeim…

nik511882-096

Petit.is

Uppáhalds barnavöruverslunin mín, hér er ég sjálf búin að kaupa fullt af jólagjöfum enda úr nægu að velja. Það sem ég get alltaf treyst á með hana Linneu mína er að hún velur inn vörur af mikilli kostgæfni svo gæðin eru í fyrirúmi í öllu vöruúrvali. Hjá mér sjálfri er efst á óskalistanum að fá fallegt hálsmen sem er nýtt í búðinni en á hálsmenin er hægt að velja stafi en pælingin er að maður sé með fyrsta staf í nafni barnsins síns um hálsinn. Hvað er dýrmætara en yndislegu börnin okkar. Annars eru ljósaboxin auðvitað tilvalin jólagjöf fyrir hvaða fagurkera sem er…

nýttstrákar

Snúran.is

Ein af allra fallegustu hönnunarverslunum að mínu mati, ég versla mikið í Snúrunni og nýlega festum við kaup á fullt af fallegum fótum frá Pretty Pegs til að skreyta húsgögn heimilisins og við hyggjumst kaupa fleiri. Ég er sjálf með langan óskalista úr búðinni en þessi vasi frá Finnsdóttir er búinn að vera lengi á óskalistanum – verst að við verðandi eiginmaðurinn deilum ekki aðdáun á þessum glæsilega grip! Snúran verður með 15% afslátt af öllum vörum.

finnsdottir_honkabell_grey_vase_samsurium

Hagkaup.is

Halló Hagkaup! Hver elskar ekki Hagkaup – ég elska Hagkaup – ókei ég vinn fyrir Hagkaup en samt ;) Í dag býður þessi stórskemmtilega verslun uppá 20% afslátt af öllum sérvörum og 40% afslátt af öllum reiðhjólum. Inná síðunni kennir ýmissa grasa og hægt að gera stórgóð kaup! Ég mæli með Clarisonic hreinsiburstunum – hrein húð er alltaf tilvalin jólagjöf.

 

Sirkusshop.is

Í þessari verslun fást ýmsar glæsilegar vörur fyrir börn og barnaherbergið. Ég rak augun í að búðin býður uppá vörur frá merkinu Fabelab sem ég var nýlega að uppgötva og býð spennt eftir pakka frá þeim fyrir mína stráka. Búðin býður uppá fallegu sængurverasettin þeirra og margt annað fallegt. Ég er því miður ekki með upplýsingar um afsláttinn sem verður í búðinni en endilega kíkið í heimsókn.

sirkusshop

Júnik.is

Verslunin hefur nú fengið smá yfirhalningu og vefverslunin mun bjóða uppá 20% afslátt af öllum vörum í þennan eina dag! Ég tók smá rúnt um verslunina og rakst á þessa fallegu peysu sem er virkilega klassísk og í mjög fallegum haustlit – er þessi ekki tilvalin í einhverja mjúka jólapakka…?

12231627_10156106077930408_581821968_n

Adidas.is

Aftur getum við komið inná það að við fyllum yfirleitt fataskápana okkar af glæsilegum íþróttafötum og getum nú aftur byrjað fyr því Adidas verður með 25% afslátt af öllum vörum! Ég byrjaði svona aðeins að skoða síðuna, sjá hvað mér leist vel á og ég tók andköf og Manchester hjartað fór að slá hraðar og hraðar, hér á heimilinu er ég nefninlega í minnihluta. Kallinn er Arsenal og föður mínum hefur einnig tekist að smita eldri soninn af Arsenal bakteríunni… – ég ákvað að kyngja þessu en nú er komið annað barn og það má kannski vera Manchester aðdáandi er það ekki… – Tuma langar í þennan hér :)

37856608_xxl

Heimkaup.is

Hér er sko að finna ýmislegt – það er alltað 60% afsláttur af vörum hjá þeim í dag! Ég hef alla vega lengi haft augastað á blandara á síðunni… ég vil nefninlega meina það að ef ég á góðan svona þá muni ég standa mig í stykkinu og gera mér sjálfri góða þeytinga!

11911-c3-mix-go-fer-ablandari

Mjólkurbúið.is

Ég þekki ekki til þess hvaða afsláttur verður hjá Mjólkurbúinu en hér er alla vega að finna ýmsar fallegar vörur fyrir t.d. börn og heimili. Mig langaði alltaf voða mikið í Wheely Bug fyrir Tinna Snæ mér finnst þessir miklu sætari en plast sparkbílar svona fyrst þetta á að vera inná heimilinu…

panda

Eins og þið sjáið þá er sko fulltí boði hjá netverslunum í dag og endilega nýtið ykkur þessi tilboð og gerið jólagjafainnkaup á netinu í ár – afhverju ekki að prófa alla vega!

Góða skemmtun!

Erna Hrund

Annað lúkk: Multi

Ég Mæli MeðFW15LúkkMake Up StoreMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Nú er farið að líða á fimmta árið sem ég hef verið með þessa litlu fínu bloggsíðu mína en næsta sumar mun ég kannski halda loksins uppá smá afmæli. En það verður að segjast eins og er að það verður stundum erfiðara og erfiðara að koma með ný og ný lúkk og reyna að kenna eitthvað nýtt og sniðugt. En ég geri mitt besta og ég vona svo sannarlega að það komist til skila.

Eitt af því sem eflir mig í nýjungagirni er snappið mitt, þar langar mig að reyna að sýna sem mest og sem breiðast af förðunum til að ná að nýta þennan skemmtilega miðil til að kenna. Í gær sýndi ég einfalda og skemmtilega förðun inná snappinu, augnförðun sem ég var ekkert að flækja með hinu og þessu og alls konar. Hún samastendur af einum augnskugga og einu eyedusti. Stundum er það einfalda ekki síður skemmtilegra en það flókna og útkoman er virkilega fín þó ég segi sjálf frá…

Hér er ég með vörur úr nóvember lúkkinu frá Make Up Store í aðalhlutverki…

multi4

Mánudagslúkkið, grátóna smokey með fjólubláu ívafi… Litir sem þessir eru sérstaklega glæsilegir á konum með græn augu og brún augu. Þið sjáið hér að mín verða alveg súkkulaðibrún – engin myndvinnsla breytti augunum bara augnskuggarnir – svo verður græni liturinn alveg vel grænn.

multi5

Hér sjáið þið vörurnar úr línunni sem ég fékk… Þær eru ofboðslega fallegar það verður að segjast eins og er að nýju umbúðirnar frá Make Up Store leyfa vörunum að njóta sín til fulls! Í lúkkið nota ég augnskuggann, eyedustið og glossinn, ég útskýri þetta allt vel hér fyrir neðan svona ef þið misstuð af snappinu.

multi2

  • Ég byrja á því að undirbúa augnlokið með augnskuggaprimer.
  • Set augnskuggann sem heitir Multi yfir allt augnlokið. Nota svo góðan blöndunarbursta til að jafna áferðina og gera smokey áferðina við globus línu augans.
  • Tek lítinn og þéttan smudge bursta og set augnskuggann þétt uppvið rót augnháranna til að fá dýpri og þéttari lit umhverfis augun, svo blanda ég að sjálfsögðu til að afmá ummerki um að ég hafi bætt við augnskuggann. Svo áferðin á augnum verður eins og reykur sem liðast uppá við og deyr út.
  • Ég geri það sama undir augunum, þannig augnskugginn er umhverfis allt augað. Munið svo að blanda líka augnskugganum í kringum augað til að reykáferðin haldist allan hringinn.
  • Næst tek ég eyedustið, ég bleyti uppí því svo það þéttist ég nota Mixing Medium sem fæst því miður ekki hér á landi en þið fáið sambærilega vöru inní Make Up Store í verkið. Ég doppa Eyedustinu sem heitir Lilac yfir mitt augnlokið. Svo nota ég blöndunarbursta til að jafna áferðina. Þannig helst eyedustið þéttast uppvið rót augnháranna og í miðju augnlokinu en blandast svo léttilega saman við svæðið í kring þannig áfram þessi reykáferð haldi sér.
  • Næst setti ég svo bara beint maskara, kláraði húðina og sneri mér að vörunum…
  • Einn af mínum uppáhalds varalitablýöntum er frá Make Up Store, hann heitir Graceful og er alveg þéttur, mattur nude litur. Ég bar hann yfir allar varirnar.
  • Næst tók ég glossið sem er virkilega fallegt og ég vildi að liturinn myndi njóta sín og varirnar fengju þessi þrívíddaráhrif sem liturinn býður uppá með áferðinni sinni. Mér fannast það takast mjög vel en þetta gloss er virkilega töff finnst mér og eflaust líka flott yfir varaliti. Glossið heitir Bellflower.

multi

 

Et Voila….!

Stundum finnst mér mjög skemmtilegt bara að nota engan eyeliner, mér finnst eyeliner alls ekkert möst og bara gaman stundum að prófa að vera án hans. Leyfa frekar augnskuggunum að vera aðal málið og að umgjörð augans fái að vera mjúk og áferðafalleg. Svo er það bara flottur maskari til að skerpa aðeins á umgjörðinni.

Ekki missa af svona skemmtilegum sýnikennslum og fylgist með á snapp… ernahrundrfj

Ef þið gerið ykkur svo ferð inní Make Up Store ekki láta nýju 12 lita augnskuggapallettuna fara framhjá ykkur hún er tryllingslega flott, köld og grátóna alveg eins og ég elska…!

Erna Hrund

Innblástur fyrir brúðkaupsdress

BrúðkaupInnblásturLífið Mitt

Það er allt á fullu í undirbúningi fyrir stóra daginn sem nálgast stöðugt! Boðskortin eru í bígerð og fara vonandi sem fyrst frá okkur því það er bara alltof stutt í þetta – já það örlar fyrir smá stressi… En ég hef verið svona í smá krísu með hversu miklu ég vil deila með ykkur hér á síðunni, bæði langar mig að halda smá leynd og svo vil ég kannski ekki drekkja ykkur í brúðkaupsfærslum heldur :)

En nú er allt á fullu þegar kemur að brúðardressinu sjálfu sem ein af mínum uppáhalds er að hanna og sauma og ég var rétt í þessu á fá ofboðslega skemmtilegt snapp en efnin eru komin – hversu spennandi!

Mig langaði að því tilefni að deila með ykkur myndunum sem við Andrea köstuðum á milli okkar í upphafi. Inná milli leynast myndirnar sem víð ákváðum að horfa mest til en það er mitt að vita og ykkar að sjá í janúar…

71ed5d6140ea054c4860a9b1f8a38980


eb98ca6a4e05f792e3abde3fbd285289
221ca04f98ecbbf5364911ad4f7d10ca d8a5e8d6b25e634df5fa58f58c63df23

54d5c551070e1abd20e268c4a2f8a529 5afd6d28641b948845cb766b535bd5e9 04d9f77b568ddfb299a5b524c3c6f63b 011a35c6e0158972be67bf29d59c83e5


fda744fe7b3ff5c49ea833a836cad04b 298451893a304a9ebef5d59efc4b9c38

6aa7fcb9b5455667547ff14103b9c461

Hvernig líst ykkur á, eru einhverjar ágiskanir þarna jafnvel… ;)

Þið megið líka endilega láta í ykkur heyra ef þið viljið fá fleiri brúðkaupsfærslur – kannski með því að smella bara á like takkann… þá kannski reyni ég að gera aðeins fleiri.

Erna Hrund