fbpx

Fastar fléttur

HárLífið Mitt

Ég tók upp á því ekki fyrir svo löngu síðan að skella í mig föstum fléttum eftir sturtu. Það er alveg ofboðslega þægilegt og þá einhven vegin flækist hárið mitt ekki fyrir mér og er ekki alltaf í sama venjulega snúðinum sínum eins og ég er vön að gera. Það koma líka alls kyns flækjur í hárið mitt sérstaklega á nóttunni og þegar ég sef með hárið svona þá gerist það bara alls ekki.

Eftir að við komum heim úr Bláa Lóninu í fyrradag setti ég einmitt þessar fléttur í mig og tók  svo myndir í gær einmitt í snjókomunni og þær voru enn svona svakalega fínar.

Ég er alltaf meiri aðdáandi þess að láta fléttuna standa svona upp heldur en að láta hana fara alveg inn í hárið. En þið fáið hana svona upp með því að setja lokkinn sem þið eruð að setja í miðjuna undir hina lokkana en ekki yfir eins og kannski flestir eru vanir. Ég vandi mig bara á að gera þetta svona alltaf of held ég kunni varla lengur að gera hitt, það myndi alla vega flækjast fyrir mér.

fastar3 fastar fastar2

Svo er ég svona aðeins búin að grínast með að þetta sé mín leið til að halda mér ungri og sprækri að dandalast um með fastar fléttur að hætti Önnu og Elsu… það er alltaf gott að luma á smá gríni og hafa húmor fyrir sjálfum sér. Svo ef einhverjum finnst þetta hræðileg hugmynd þá get ég sko sagt ykkur það að þriggja ára sonur minn er yfir sig hrifinn af Frozen mömmu sinni þessa dagana ;)

Mæli með föstum fléttum – svo koma líka svo svakalega flottar krullur í hárið eftir þær!

Erna Hrund

Topp 10 á Tax Free

Skrifa Innlegg