fbpx

Annað lúkk: Multi

Ég Mæli MeðFW15LúkkMake Up StoreMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Nú er farið að líða á fimmta árið sem ég hef verið með þessa litlu fínu bloggsíðu mína en næsta sumar mun ég kannski halda loksins uppá smá afmæli. En það verður að segjast eins og er að það verður stundum erfiðara og erfiðara að koma með ný og ný lúkk og reyna að kenna eitthvað nýtt og sniðugt. En ég geri mitt besta og ég vona svo sannarlega að það komist til skila.

Eitt af því sem eflir mig í nýjungagirni er snappið mitt, þar langar mig að reyna að sýna sem mest og sem breiðast af förðunum til að ná að nýta þennan skemmtilega miðil til að kenna. Í gær sýndi ég einfalda og skemmtilega förðun inná snappinu, augnförðun sem ég var ekkert að flækja með hinu og þessu og alls konar. Hún samastendur af einum augnskugga og einu eyedusti. Stundum er það einfalda ekki síður skemmtilegra en það flókna og útkoman er virkilega fín þó ég segi sjálf frá…

Hér er ég með vörur úr nóvember lúkkinu frá Make Up Store í aðalhlutverki…

multi4

Mánudagslúkkið, grátóna smokey með fjólubláu ívafi… Litir sem þessir eru sérstaklega glæsilegir á konum með græn augu og brún augu. Þið sjáið hér að mín verða alveg súkkulaðibrún – engin myndvinnsla breytti augunum bara augnskuggarnir – svo verður græni liturinn alveg vel grænn.

multi5

Hér sjáið þið vörurnar úr línunni sem ég fékk… Þær eru ofboðslega fallegar það verður að segjast eins og er að nýju umbúðirnar frá Make Up Store leyfa vörunum að njóta sín til fulls! Í lúkkið nota ég augnskuggann, eyedustið og glossinn, ég útskýri þetta allt vel hér fyrir neðan svona ef þið misstuð af snappinu.

multi2

  • Ég byrja á því að undirbúa augnlokið með augnskuggaprimer.
  • Set augnskuggann sem heitir Multi yfir allt augnlokið. Nota svo góðan blöndunarbursta til að jafna áferðina og gera smokey áferðina við globus línu augans.
  • Tek lítinn og þéttan smudge bursta og set augnskuggann þétt uppvið rót augnháranna til að fá dýpri og þéttari lit umhverfis augun, svo blanda ég að sjálfsögðu til að afmá ummerki um að ég hafi bætt við augnskuggann. Svo áferðin á augnum verður eins og reykur sem liðast uppá við og deyr út.
  • Ég geri það sama undir augunum, þannig augnskugginn er umhverfis allt augað. Munið svo að blanda líka augnskugganum í kringum augað til að reykáferðin haldist allan hringinn.
  • Næst tek ég eyedustið, ég bleyti uppí því svo það þéttist ég nota Mixing Medium sem fæst því miður ekki hér á landi en þið fáið sambærilega vöru inní Make Up Store í verkið. Ég doppa Eyedustinu sem heitir Lilac yfir mitt augnlokið. Svo nota ég blöndunarbursta til að jafna áferðina. Þannig helst eyedustið þéttast uppvið rót augnháranna og í miðju augnlokinu en blandast svo léttilega saman við svæðið í kring þannig áfram þessi reykáferð haldi sér.
  • Næst setti ég svo bara beint maskara, kláraði húðina og sneri mér að vörunum…
  • Einn af mínum uppáhalds varalitablýöntum er frá Make Up Store, hann heitir Graceful og er alveg þéttur, mattur nude litur. Ég bar hann yfir allar varirnar.
  • Næst tók ég glossið sem er virkilega fallegt og ég vildi að liturinn myndi njóta sín og varirnar fengju þessi þrívíddaráhrif sem liturinn býður uppá með áferðinni sinni. Mér fannast það takast mjög vel en þetta gloss er virkilega töff finnst mér og eflaust líka flott yfir varaliti. Glossið heitir Bellflower.

multi

 

Et Voila….!

Stundum finnst mér mjög skemmtilegt bara að nota engan eyeliner, mér finnst eyeliner alls ekkert möst og bara gaman stundum að prófa að vera án hans. Leyfa frekar augnskuggunum að vera aðal málið og að umgjörð augans fái að vera mjúk og áferðafalleg. Svo er það bara flottur maskari til að skerpa aðeins á umgjörðinni.

Ekki missa af svona skemmtilegum sýnikennslum og fylgist með á snapp… ernahrundrfj

Ef þið gerið ykkur svo ferð inní Make Up Store ekki láta nýju 12 lita augnskuggapallettuna fara framhjá ykkur hún er tryllingslega flott, köld og grátóna alveg eins og ég elska…!

Erna Hrund

Innblástur fyrir brúðkaupsdress

Skrifa Innlegg