fbpx

11.11. Afsláttardagur netverslana

Ég Mæli MeðJól 2015JólagjafahugmyndirNetverslanir

Engin greiðsla er þegin fyrir færsluna – hún er ekki kostuð á neinn hátt :)

Hvað er betra en að fletta í gegnum úrvalið hjá girnilegum netverslunum yfir kaffibollanum svona sérstaklega þegar það er stutt í jólin. Nú þegar það eru reglulega Miðnæturopnanir hér og þar, afslættir í búðum í tilefni hátíðarinnar sem er framundan er auðvitað ekki annað hægt en að netverslanir taki sig saman og standi fyrir afsláttardegi í líkingu við Cyber Monday sem þekkist í Ameríkunni. Sá dagur er í dag – 11.11.! Mig langar endilega að deila með ykkur þeim verslunum sem taka þátt, eða alla vega þeim sem ég veit af og deila með ykkur tilboðunum sem eru í dag – alla vega þeim sem ég veit af ;)

Nú er tilvalið fyrir þá sem t.d. nýta sér vefverslanir mikið til að kaupa jólagjafir og þá kannski sérstaklega fyrir þá sem búa útá landi og eiga kannski ekki alltaf kost á að mæta þegar verslanir eru með þessar sérstöku opnanir sínar. Það verður gaman að fylgjast með og sjá hvernig landinn tekur í þessa skemmtilegu nýjung hér á landi.

Hér fyrir neðan finnið þið upplýsingar um vefverslanirnar sem taka þátt…!

Nola.is

Mín yndislega Nola.is er að sjálfsögðu með, þarnar er að finna alveg dásamlegar snyrt og förðunarvörur eins og þær frá Herbivoire, Skyn Iceland, ILIA og að sjálfsögðu Anastasia Beverly Hills. Karin ætlar að bjóða uppá 15% afslátt af öllum vörum inná síðunni og ég þarf einmitt að versla eina jólagjöf hjá henni svo ég ætla að nýta mér daginn til að gera það. Ég hvet ykkur sérstaklega til að skoða náttúrulegu förðunarvörurnar frá ILIA, þær eru alveg dásamlegar og það var að koma hellingur af nýjum og glæsilegum  vörum í úrval!

Screen-Shot-2015-09-25-at-14.02.44

Air.is

Íþróttafatnaður er eitthvað sem margir eiga það til að bæta við í fataskápinn sinn á nýju ári. Afhverju því ekki að byrja aðeins fyr og næla sér í NIKE íþróttafatnað á góðu verði en í dag er 20% afsláttur af öllum vörum. Sjálf er ég að reyna að vera ofsa dugleg í mömmuleikfiminni og mig vantar góðan síðerma æfingabol, þessi greip athygli mína, klassískir og flottur!

589368-010

Skór.is

Maður getur alltaf á sig skóm bætt! Í dag er 20% afsláttur af öllum skóm í versluninni en þar er að finna skó fyrir herra dömur og börn – maður getur bara skóað alla fjölskylduna. Svo er kannski ekki of snemmt að skoða skó fyrir jólin ef þið hyggist kaupa ykkur sérstaklega nýtt par til að klæðast yfir hátíðirnar. Á mínum óskalista eru nýjir Roshe Run skór, ég átti eina og þægilegri strigaskó hef ég aldrei vitað áður en mínir lentu í slysi og þeim var ekki hægt að bjarga – ég sé mikið eftir þeim…

nik511882-096

Petit.is

Uppáhalds barnavöruverslunin mín, hér er ég sjálf búin að kaupa fullt af jólagjöfum enda úr nægu að velja. Það sem ég get alltaf treyst á með hana Linneu mína er að hún velur inn vörur af mikilli kostgæfni svo gæðin eru í fyrirúmi í öllu vöruúrvali. Hjá mér sjálfri er efst á óskalistanum að fá fallegt hálsmen sem er nýtt í búðinni en á hálsmenin er hægt að velja stafi en pælingin er að maður sé með fyrsta staf í nafni barnsins síns um hálsinn. Hvað er dýrmætara en yndislegu börnin okkar. Annars eru ljósaboxin auðvitað tilvalin jólagjöf fyrir hvaða fagurkera sem er…

nýttstrákar

Snúran.is

Ein af allra fallegustu hönnunarverslunum að mínu mati, ég versla mikið í Snúrunni og nýlega festum við kaup á fullt af fallegum fótum frá Pretty Pegs til að skreyta húsgögn heimilisins og við hyggjumst kaupa fleiri. Ég er sjálf með langan óskalista úr búðinni en þessi vasi frá Finnsdóttir er búinn að vera lengi á óskalistanum – verst að við verðandi eiginmaðurinn deilum ekki aðdáun á þessum glæsilega grip! Snúran verður með 15% afslátt af öllum vörum.

finnsdottir_honkabell_grey_vase_samsurium

Hagkaup.is

Halló Hagkaup! Hver elskar ekki Hagkaup – ég elska Hagkaup – ókei ég vinn fyrir Hagkaup en samt ;) Í dag býður þessi stórskemmtilega verslun uppá 20% afslátt af öllum sérvörum og 40% afslátt af öllum reiðhjólum. Inná síðunni kennir ýmissa grasa og hægt að gera stórgóð kaup! Ég mæli með Clarisonic hreinsiburstunum – hrein húð er alltaf tilvalin jólagjöf.

 

Sirkusshop.is

Í þessari verslun fást ýmsar glæsilegar vörur fyrir börn og barnaherbergið. Ég rak augun í að búðin býður uppá vörur frá merkinu Fabelab sem ég var nýlega að uppgötva og býð spennt eftir pakka frá þeim fyrir mína stráka. Búðin býður uppá fallegu sængurverasettin þeirra og margt annað fallegt. Ég er því miður ekki með upplýsingar um afsláttinn sem verður í búðinni en endilega kíkið í heimsókn.

sirkusshop

Júnik.is

Verslunin hefur nú fengið smá yfirhalningu og vefverslunin mun bjóða uppá 20% afslátt af öllum vörum í þennan eina dag! Ég tók smá rúnt um verslunina og rakst á þessa fallegu peysu sem er virkilega klassísk og í mjög fallegum haustlit – er þessi ekki tilvalin í einhverja mjúka jólapakka…?

12231627_10156106077930408_581821968_n

Adidas.is

Aftur getum við komið inná það að við fyllum yfirleitt fataskápana okkar af glæsilegum íþróttafötum og getum nú aftur byrjað fyr því Adidas verður með 25% afslátt af öllum vörum! Ég byrjaði svona aðeins að skoða síðuna, sjá hvað mér leist vel á og ég tók andköf og Manchester hjartað fór að slá hraðar og hraðar, hér á heimilinu er ég nefninlega í minnihluta. Kallinn er Arsenal og föður mínum hefur einnig tekist að smita eldri soninn af Arsenal bakteríunni… – ég ákvað að kyngja þessu en nú er komið annað barn og það má kannski vera Manchester aðdáandi er það ekki… – Tuma langar í þennan hér :)

37856608_xxl

Heimkaup.is

Hér er sko að finna ýmislegt – það er alltað 60% afsláttur af vörum hjá þeim í dag! Ég hef alla vega lengi haft augastað á blandara á síðunni… ég vil nefninlega meina það að ef ég á góðan svona þá muni ég standa mig í stykkinu og gera mér sjálfri góða þeytinga!

11911-c3-mix-go-fer-ablandari

Mjólkurbúið.is

Ég þekki ekki til þess hvaða afsláttur verður hjá Mjólkurbúinu en hér er alla vega að finna ýmsar fallegar vörur fyrir t.d. börn og heimili. Mig langaði alltaf voða mikið í Wheely Bug fyrir Tinna Snæ mér finnst þessir miklu sætari en plast sparkbílar svona fyrst þetta á að vera inná heimilinu…

panda

Eins og þið sjáið þá er sko fulltí boði hjá netverslunum í dag og endilega nýtið ykkur þessi tilboð og gerið jólagjafainnkaup á netinu í ár – afhverju ekki að prófa alla vega!

Góða skemmtun!

Erna Hrund

Annað lúkk: Multi

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Fjóla

    11. November 2015

    Hvernig virkar afslátturinn hjá Petit og hve mikill? Get ekki séð neinn afslátt inni á síðunni a.m.k?