fbpx

Sunday stroll

66° NORTHLífiðNike

Ég átti virkilega notalegan sunnudag í gær – sá fyrsti í langan tíma þar sem ég var alveg í fríi og ég naut þess svo sannarlega.

xx

Dagurinn byrjaði á brunch á Hverfisgötu 12 ásamt Jennifer og Linneu en okkur í Trendnet var boðið að koma og prófa. Staðurinn er ótrúlega kósý og áttum við mjög nice brunch-stund. Biðin eftir matnum var frekar löng en algjörlega þess virði! Við pöntuðum okkur nokkra rétti af brunchseðlinum til að deila og þeir voru hver öðrum betri.

Eftir brunchinn hitti ég Jórunni vinkonu mína á Laugaveginum og við eyddum deginum í að rölta á milli búða. Það var mjög frískandi að rölta í bænum en veðrið var mjög milt og fallegt. Eftir bæjarröltið hittum við vinkonuhópinn á pizzastaðnum Flatey en þar eru ekta ítalskar, gómsætar súrdeigspizzur. Ég viðurkenni að ég var að fara þangað í annað skipti í vikunni svo ég get ekki annað en mælt með staðnum!

Þessi ljúfi sunnudagur endaði svo að sjálfsögðu á ísbíltúr með vinkonunum.

Úlpa: Drangajökull / 66° North

Skór: Nike Air Force Upstep

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Fusion Fitness Workshop

Skrifa Innlegg