Sunday stroll

LífiðNike

Ég átti virkilega notalegan sunnudag í gær – sá fyrsti í langan tíma þar sem ég var alveg í fríi og ég naut þess svo sannarlega.

xx

Dagurinn byrjaði á brunch á Hverfisgötu 12 ásamt Jennifer og Linneu en okkur í Trendnet var boðið að koma og prófa. Staðurinn er ótrúlega kósý og áttum við mjög nice brunch-stund. Biðin eftir matnum var frekar löng en algjörlega þess virði! Við pöntuðum okkur nokkra rétti af brunchseðlinum til að deila og þeir voru hver öðrum betri.

Eftir brunchinn hitti ég Jórunni vinkonu mína á Laugaveginum og við eyddum deginum í að rölta á milli búða. Það var mjög frískandi að rölta í bænum en veðrið var mjög milt og fallegt. Eftir bæjarröltið hittum við vinkonuhópinn á pizzastaðnum Flatey en þar eru ekta ítalskar, gómsætar súrdeigspizzur. Ég viðurkenni að ég var að fara þangað í annað skipti í vikunni svo ég get ekki annað en mælt með staðnum!

Þessi ljúfi sunnudagur endaði svo að sjálfsögðu á ísbíltúr með vinkonunum.

Úlpa: Drangajökull / 66° North

Skór: Nike Air Force Upstep

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

BAKVIÐ TJÖLDIN: LINDEX UNDIRFÖT OPNAR Á MORGUN

LÍFIÐNEW INTÍSKA

Lindex bauð mér í heimsókn í glænýju undirfataverslun Lindex sem opnar á morgun á Laugavegi 7. Í búðinni fæst undirfatnaður, sundfatnaður & snyrtivörur. Úrvalið af nærfötunum er mikið & geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, einnig er hægt að fá mælingu & auðveldar það gríðarlega kaupin – enda er mikilvægt að vera í réttri stærð svo manni líði vel.

Ég kolféll fyrir blúndu toppunum enda hef ég alltaf verið mikið fyrir blúndur… Svo er úrvalið af sundfötunum alveg æðislegt!

Búðin opnar á morgun föstudaginn 19.maí á Laugavegi 7 kl 12:00 – en fyrstu 50 gestirnir fá 5.000 kr gjafakort & næstu 100 fá 3.000 kr gjafakort! Það var ótrúlega gaman að koma & sjá úrvalið & undirbúninginn fyrir opnun..

Takk fyrir mig Lindex & til hamingju með nýja glæsilega búð! Ég mæli eindregið með að þið kíkjið á úrvalið á Laugavegi 7.

x

Fallegur blúndu toppur – ástfangin af þessum. Þessi fékk að koma með mér heim…æðislegur Þessi litur er æðislegur.. og blúndan alltaf í uppáhaldi! Mikið úrval af fallegum sundfötum í nýju undirfatarbúð Lindex.
Summer vibes.
Snyrtivörur fást einnig í Lindex á Laugaveginum..En þær eru allar Cruelty Free & næstum allar Vegan.  Í undirfatabúð Lindex á Laugaveginum fást einnig aukahlutir..
Þjónustuborðið…
Allt að verða tilbúið fyrir opnuna á morgun..

Takk fyrir mig Lindex!

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

TRENDNET SNAPPIÐ: HEIMSÓKN Í 66°NORÐUR

LÍFIÐLOOKTÍSKAUPPÁHALDSWANT

Í dag var ég með Trendnet Snappið en það er “trendnetis”! Á snappinu í dag sýndi ég vörur sem ég fékk að gjöf frá VILA & einnig fór ég á Laugaveginn í nýju 66°Norður búðina að heimsækja kærasta minn í vinnuna. En þar tók ég einnig myndir af vörum sem eru á óskalistanum þaðan.

//Ég verð með Snappið einnig á morgunn! Endilega addið Trendnetis á SnapChat!

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga


NÝTT Í SPÚÚTNIK

ATBURÐIRLANGAR ÍNÝTT

10247484_10153219415111204_2499734699327814890_n

AA! er tryllt í nýja hattinn minn úr Spúútnik!

Við í Spúútnik á Laugaveginum opnum með nýjar vörur kl 12:00 í dag – get ekki sagt annað en að vöruúrvalið hafi sjaldan verið jafn flott. Það er mjög mikill 70´s fýlingur í búðinni akkurat núna.

– Kögurjakkar – Vintage Adidas – Kaðlapeysur – Mokkajakkar – Sailor Hattar – Rússkins bomberjakkar – Ethnic kjólar – Gervipelsar – Platform skór – Bakpokar – Bomberjakkar – Rúllukragapeysur – Háar Gallabuxur – Dr. Martens –

Hér er smá sneak peek:

11072554_10152788813035975_526003875_n

11073979_10152788813320975_778627794_n

Þessi gluggi er einstaklega trylltur!11063181_10152788813155975_880480941_n
11015332_10152788813215975_247117017_n

11020331_10152788812890975_1911894888_nEndilega komið og kíkið á fína dótið!

//Irena

 

ÚTSÖLUR

SHOP

Það er vel hægt að gera kjarakaup á útsölum en þær standa sem hæst um þessar mundir. Ég tók púlsinn í miðbænum sem bauð uppá ótal fína kosti.

DSCF1731

Hálfvirði af Alexander Wang veski / Sævar Karl

DSCF1728

McQueen bolur / GK Reykjavik

DSCF1724

Stella McCartney sólgleraugu / GK Reykjavik


DSCF1723

GK Reykjavik

DSCF1682

Croppaður blúndutoppur / Nostalgía

DSCF1681

Maxi pallíettukjóll / Nostalgía

DSCF1679

Fína sett ! / Einvera

DSCF1678 DSCF1676

Kalda bolur / Einvera

DSCF1675

Meira kalda / Einvera

DSCF1672

Þessir passa við allt / Miista / Einvera

Gerum góð kaup á lægra verði! Kannski hjálpa þessar hugmyndir einhverjum.

xx,-EG-.

Spennandi forútsala í JÖR

Annað DressÉg Mæli MeðÍslensk HönnunLífið MittNýtt í FataskápnumTrend

Ég er nú ekki mikið fyrir það að þurfa að þræða útsölurnar þegar þær hefjast á hverju ári. Frekar laumast ég í deildir verslananna þar sem nýju vörurnar eru. Það er þó ein útsala sem ég er fáránlega spennt fyrir og ég verð ein af þeim sem stendur fremst í röðinni á morgun þegar forútsala verslunarinnar JÖR hefst klukkan 18:00 í verslun merkisins  á Laugaveginum.

jör41 jör5-620x413 1012820_10202810808214249_632427470_n jör9-620x413

Þegar dömudeildin opnaði var ég meðal fyrstu viðskiptavinanna og gekk út hamingjusöm með jersey kjól og gullfallega vetrarkápu sem ég er svo ánægð með. Eins og ég talaði um þegar ég sagði ykkur upphaflega frá vörunum sem voru væntanlegar í dömudeildina og þegar ég sýndi ykkur nokkrar þeirra HÉR, þá einkennast þessar vörur af virkilega fallegum saumaskap og glæsilegum frágangi. Ég geng dáldið montin um götur bæjarins í fallegu navy bláu kápunni minni og ég hlakka til að sjá hvað verður í boði á útsölunni.

jörjersey

Hér erum við Tinni á jólaballi í desember. Kjóllinn er svo þæginlegur og mig langar helst í fleiri svona jersey kjóla frá JÖR. Ekki skemmir fyrir að rendurnar á honum láta mig virðast vera miklu hávaxnari en ég er sem ég er alltaf til í:)

Screen-Shot-2013-12-28-at-6.56.36-PM

Eins og þið sjáið er ég búin að nota jersey kjólinn mikið en ég klæddist honum í myndtöku fyrir Völvu DV fyrir árið 2014. Mér fannst kominn tími til að Völvan liti ekki út eins og einhver sígauni heldur væri hún sko alveg með á hreinu hvaða íslenska fatamerki væri vinsælast og ætti bjarta framtíð árið 2014 ;)

mæðgur-620x465Yndislega fallega kápan mín, þessa mun ég eiga í ótal mörg ár það er engin spurning um annað!

Þetta er sumsé forútsalan sem hefst á morgun og stendur frá 18-21. Ef þið eruð spenntar fyrir útsölunni og vörunum í JÖR þá er gott að þið vitið að annað kvöld verður 10% aukaafsláttur af vörunum. Eins og segir í viðburði verslunarinnar á Facebook sem þið sjáið HÉR. Það er sumsé 10% afsláttur af öllum vörum í versluninni bæði dömu og herra, 10% af vörum sem eru ekki á útsölu og svo er 10% aukaafsláttur ofan á útsöluafsláttinn – JEIJJ:)

Ég er mjög spennt að sjá hvað verður á útsölu. Sjáumst á morgun í JÖR!

EH

Preview – Dömudeild JÖR opnar á morgun

Uncategorized

Eins og lítil smástelpa mætti ég ofurspennt í verslunina JÖR á Laugaveginu í gærkvöldi. Mér hafði verið boðið að kíkja á glænýju dömuflíkurnar sem er verið að setja upp einmitt núna inní versluninni. Ég fékk að að skoða allt sem ég vildi, taka myndir og meirað segja að prófa flíkurnar. Mig langar að deila myndum úr búðinni með ykkur en um leið minna ykkur á smá hóf sem verður haldið annað kvöld til heiðurs opnunar deildarinnar meira HÉR. En fyrir þær ykkar sem eruð búnar að bíða hvað lengst eftir því að dömudeildin opni þá opnar hún klukkan 10:00 í fyrramálið.

Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég sá flíkurnar er hvað þær voru fallega gerðar. Frágangurinn er með því besta sem ég hef séð, virkilega vandaður saumaskapur á saumastofunni í Tyrklandi þar sem flíkurnar eru gerðar. Bæði er dömulínan og undirlínan komin í haus auk nýju merkjanna sem hafa verið valin vandlega inní deildina. Í undirlínunni er meðal annars að finna dásamlega flottar dragtir – það eru eflaust margar konur sem eru spenntar fyrir þeim enda er ekki auðvelt að finna flottar og kvenlegar buxna eða pilsdragtir. En það eru náttúrulega margar konur sem eru í þannig starfi að þær klæðast einmitt drögtum í vinnunni. Ég sé fyrir mér að nú verða lögfræðiskvísur Íslands allar í réttarsal í drögtum frá JÖR – mér finnst það mjög skemmtileg tilhugsun.

Hér sjáið þið brot af flíkunum sem urðu á vegi mínum…

Endilega smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

jör jör5 jör6

 

 

 

 

 

jör8 jör9 jör7jör8 jör9

jör31 jör29 jör41

jör46 jör45 jör44jör52

jör50

Ég stóðst ekki mátið og fékk leyfi til að máta flíkur sem heilluðu mig – hér sjáið þið nokkrar dressmyndir, pósur og það besta speglapósur!

Smellið endilega á myndirnar til að sjá þær stærri.

Ég var búin að leyfa mér það að fá mér eina flík úr dömulínunni – akkurat núna berjast tvær flíkur um það að koma heim með mér og ég á mjög erfitt með að velja á milli þeirra – mögulega getið þið hjálpað mér?

Hvað segið þið – hörkjóllinn eða kápan?

Ég verð að sofa á þessu í nótt og mæta svo eldsnemme mega hress í fyrramálið á Laugaveginn – sjáumst þar.

EH