fbpx

RAKEL TOMAS – VATN

HOMELIST

Rakel Tomas listakona opnar glæsilega sýningu í dag.

Sýningin ber nafnið VATN opnar í dag á Laugavegi 27 kl 17:30
Sýningin verður opin til 26. maí alla daga milli kl 11:00 – 19:00

Rakel er ung og eldklár listakona, grafískur hönnuður og snillingur.
Ég elska að fylgjast með henni á Instagram þar sem hún sýnir okkur hvernig listin hennar verður til, magnað að fá að horfa á í beinni og sjá andlitin, listaverkin fæðast á borðinu hjá henni.  Rakel er líka frábær innblástur fyrir ungu kynslóðina sem hefur áhuga á listum og að teikna.
Þið finnið hana HÉR http://https://www.instagram.com/p/BwkjiBnASWJ/

Af hverju býrðu til list? 
Ég get eiginlega ekki ímyndað mér að gera það ekki, ég veit í alvöru ekki hvað eg myndi gera ef t.d. eitthvað kæmi fyrir sjónina mína eða hendurnar mínar, ætli ég myndi ekki finna leið til að móta myndirnar mínar með höndunum eða mála með tánum.
Ég er ótrúlega heppin að það sem ég vinn við er eitthvað sem ég myndi gera hvort sem er þó svo enginn myndi kaupa myndirnar mínar eða jafnvel sjá þær, það gerir svo ótrúlega mikið fyrir mig bara að búa þær til. En auðvitað er miklu skemmtilegra að deila þeim með fólki, fá álit og vonandi getur fólk tengt við þær.

Af hverju vatn?
Innblásturinn á bak við þessa sýningu kemur í rauninni frá tilfinningunni að vera í kafi.
Þegar ég var á Bali lærði ég bæði á brimbretti og prófaði köfun þar sem maður kafar án köfunarbúnaðs þannig því lengur sem maður getur haldið niðrí sér andanum því betra. Það er eitthvað við þetta þyngdarleysi og tímaleysi sem fylgir því að vera í kafi. Það hægist á hjartslættinum og það er eins og tíminn stoppi í smá stund meðan maður heldur niðrí sér andanum. Húð verður allt öðruvísi viðkomu og maður upplifir hitabreytingar í vatninu næstum eins og snertingu. Svo á brimbrettinu ráða öldurnar ferðinni og þegar maður dettur er það eina sem maður getur gert er að leyfa þeim að fara yfir sig, henda sér til þangað til maður kemst aftur upp til að anda. Ég sakna þess hrikalega að vera í sjónum og er mjög spennt að komast aftur til Bali eða á nýja staði þar sem ég get haldið áfram að surfa, þangað til verða sundlaugarnar að duga, en það er líka yndislegt, það er bara eitthvað við vatn sem er svo róandi.
Innblástur?
Annars reyni ég að hugsa ekki of mikið um innblástur eða áhrif á meðan ég vinn myndirnar, ég sé þetta þannig að mitt hlutverk er að skoða sem mest, fara á söfn, lesa, ferðast, upplifa nýja hluti og leyfa svo líkamanum og undirmeðvitundinni að vinna úr upplýsingunum og koma þeim á blað. Í þessari sýningu er vatnið það sem bindur allar myndirnar saman, en ég er mjög spennt að sjá hvað mér finnst um myndirnar þegar aðeins lengri tími er liðinn. Mér finnst mjög gaman að fara í gegnum myndirnar mínar og setja þær í samhengi við það sem var að gerast í lífinu mínu á þeim tímapunkti. Það er alveg klárlega tenging þarna á milli og ég get næstum lesið í gegnum allt sem var í gangi með því að skoða myndirnar.STÓRA gluggamálið
Ég var í stökustu vandræðum með hvernig ég ætti að hanna útstillingarnar í gluggunum á sýningarrýminu. Ég geri það oft að leita til fylgjenda minna á instagram þegar ég er föst eða á erfitt með að taka ákvörðun, ég vinn mjög mikið ein, þannig það er gott að geta kastað hugmyndum fram og til baka og fengið álit í gegnum instagram. Fylgjendur fengu að fylgjast mjög náið með þessu verkefni, kjósa um hönnun og koma með hugmyndir og það má segja að við höfum leyst stóra gluggamálið í sameiningu.

Sýning sem ég mæli klárlega með.  Sjálf held ég að ég sé að safna Rakel :)  Ég elska það sem hún er að gera.

 

TIL HAMINGJU RAKEL

LoveLove
AndreAInstagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

GLEÐILEGT SUMAR - SUMARGJÖF

Skrifa Innlegg