fbpx

Spennandi forútsala í JÖR

Annað DressÉg Mæli MeðÍslensk HönnunLífið MittNýtt í FataskápnumTrend

Ég er nú ekki mikið fyrir það að þurfa að þræða útsölurnar þegar þær hefjast á hverju ári. Frekar laumast ég í deildir verslananna þar sem nýju vörurnar eru. Það er þó ein útsala sem ég er fáránlega spennt fyrir og ég verð ein af þeim sem stendur fremst í röðinni á morgun þegar forútsala verslunarinnar JÖR hefst klukkan 18:00 í verslun merkisins  á Laugaveginum.

jör41 jör5-620x413 1012820_10202810808214249_632427470_n jör9-620x413

Þegar dömudeildin opnaði var ég meðal fyrstu viðskiptavinanna og gekk út hamingjusöm með jersey kjól og gullfallega vetrarkápu sem ég er svo ánægð með. Eins og ég talaði um þegar ég sagði ykkur upphaflega frá vörunum sem voru væntanlegar í dömudeildina og þegar ég sýndi ykkur nokkrar þeirra HÉR, þá einkennast þessar vörur af virkilega fallegum saumaskap og glæsilegum frágangi. Ég geng dáldið montin um götur bæjarins í fallegu navy bláu kápunni minni og ég hlakka til að sjá hvað verður í boði á útsölunni.

jörjersey

Hér erum við Tinni á jólaballi í desember. Kjóllinn er svo þæginlegur og mig langar helst í fleiri svona jersey kjóla frá JÖR. Ekki skemmir fyrir að rendurnar á honum láta mig virðast vera miklu hávaxnari en ég er sem ég er alltaf til í:)

Screen-Shot-2013-12-28-at-6.56.36-PM

Eins og þið sjáið er ég búin að nota jersey kjólinn mikið en ég klæddist honum í myndtöku fyrir Völvu DV fyrir árið 2014. Mér fannst kominn tími til að Völvan liti ekki út eins og einhver sígauni heldur væri hún sko alveg með á hreinu hvaða íslenska fatamerki væri vinsælast og ætti bjarta framtíð árið 2014 ;)

mæðgur-620x465Yndislega fallega kápan mín, þessa mun ég eiga í ótal mörg ár það er engin spurning um annað!

Þetta er sumsé forútsalan sem hefst á morgun og stendur frá 18-21. Ef þið eruð spenntar fyrir útsölunni og vörunum í JÖR þá er gott að þið vitið að annað kvöld verður 10% aukaafsláttur af vörunum. Eins og segir í viðburði verslunarinnar á Facebook sem þið sjáið HÉR. Það er sumsé 10% afsláttur af öllum vörum í versluninni bæði dömu og herra, 10% af vörum sem eru ekki á útsölu og svo er 10% aukaafsláttur ofan á útsöluafsláttinn – JEIJJ:)

Ég er mjög spennt að sjá hvað verður á útsölu. Sjáumst á morgun í JÖR!

EH

Allure - tvær forsíður

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Anna

  7. January 2014

  Hvernig myndavél áttu??

  • Reykjavík Fashion Journal

   7. January 2014

   Ég er með Canon EOS M – algjör snilldarvél sem ég þarf einmitt að fara að skrifa aðeins um ;)

   • Anna

    8. January 2014

    Það væri geðveikt!