fbpx

TRENDNÝTT

ÞAÐ VAR FJÖLMENNT Í OPNUNARHÓFI HJÁ RAKEL TÓMAS – SJÁÐU MYNDIRNAR!

FÓLK

Listakonan og hönnuðurinn Rakel Tomas opnaði á dögunum listasýninguna VATN í fallegu verslunarrými á Laugavegi 27, þar sem sýndar eru glæsilegar teikningar sem eru afrakstur dvalar Rakelar á Bali fyrr í vetur. Það var fjölmennt á opnuninni enda hefur Rakel vakið verðskuldaða athygli fyrir list sína undanfarið og fylgjast fjölmargir með þessari hæfileikaríku konu m.a. á Instagram @rakeltomas. Fyrir áhugasama sem enn eiga eftir að kíkja við hjá Rakel þá gefst tækifæri til þess fram til 26. maí en um er að ræða sölusýningu þar sem bæði eru til sölu upprunaleg verk ásamt árituðum eftirprentunum í takmörkuðu upplagi.

Kíkjum á stemminguna úr opnunarhófinu – myndirnar tók ljósmyndarinn Elísabet Blöndal.

Ljósmyndari :  Elísabet Blöndal

Sýningin verður opin til 26. maí alla daga milli kl 11:00 – 19:00. Ekki láta þig vanta á þessa glæsilegu sýningu – við mælum með!

// TRENDNÝTT

FATASALA DAGSINS

Skrifa Innlegg