fbpx

Annað dress: kosningar/afmæli

Annað DressFashionLífið MittLúkkMACmakeupMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í FataskápnumShopStíll

Við vorum boðin í afmælisveislu á Laugardagskvöldið – sjálft kosningakvöldið. Þótt það hafi nú ekki verið planað þannig þá var kosningasjónvarpið auðvitað á og sussað þegar fyrstu tölur komu. Ég tek kosningar mjög hátíðlega og klæði mig upp í tilefni þeirra, mæti á kjörstað og skila inn mínu atkvæði. Ég er orðin nokkuð sjóuð í þessu en mér reiknast til að ég hafi kosið 8 sinnum síðan ég fékk réttinn til að kjósa fyrir tæpum 7 árum síðan ;)

Það vannst nú ekki mikill tími til að taka dressmyndir áður en við fórum í afmælið en ég krafðist þess að Aðalsteinn tæki alla vega nokkrar myndir fyrir mig á símann – svo afsakið gæðin. 5S Iphone-inn slær ekki út Canon 100D vélina í gæðum :)

kosningadress6

Eftir að við kusum vorum við á leið í útskriftarveislu svo ég stökk inní Smáralind og keypti skyrtu fyrir litla frænda minn í Selected. Um leið og ég kom inn í búðina fönguðu buxur sem voru greinilega nýjar – ég fer aðeins of oft í heimsókn þangað – athygli mína. Þar sem ég var á hraðferð var enginn tími til að máta svo ég greip mína stærð (38) og borgaði á kassanum. Ég er ekkert smá ánægð með þær, graffískt print í svörtu og hvítu – sem var svo litaþema kvöldsins…

kosningadress

Dressið:
Buxur: Selected – þessar verða vandræðalega mikið notaðar á næstunni – það er bara þannig!
Toppur: VILA, ég kaupi mér held ég alltof mikið af buxum og einföldum stuttermabolum. Ég á rosalega lítið af fínum bolum en þennan keypti ég eftir miklar umhugsun og er mjög ánægð með valið. Ég þarf engdilega að eignast fleiri svona fína boli til að nota svona fínt við buxur.
Jakki: VILA, það er möst að eiga einn svona. Ég fékk mér fyrst hvítan fyrir sumarið en varð svo fljótlega ástfangin af sniðinu og hvernig kraginn kemur að ég fór strax og keypti mér svarta litinn!
Skór: Vagab0nd – Skór.is. Ég var búin að steingleyma þessum fínu skóm. Ég greip þá með mér þegar ég hljóp útum hurðina enda vorum við alltof sein eins og venjulega. Þæginlegir hælar sem virka við allt. Ég hefði þó viljað vera í nýju sandölunum mínum en þetta ömurlega veður bauð ekki uppá það… :/
Kassi: afmælisgjöfina setti ég í þennan fína kassa sem ég fann í Söstrene Grene – mér finnst stundum gaman að breyta til og gefa gjafir í fallegum kössum sem afmælisbörnin geta þá kannski notað líka sem smámunageymslur. Langmesta úrvalið og besta verðið er klárlega hjá Önnu og Clöru.

kosningadress5

Hér er svo förðun kvöldsins en því miður náði ég ekki að taka betri myndir en þessa. Ég ákvað að gera svart smoky bara á efra augnlokið. Það er eitthvað sem ég geri mikið en mér finnst smoky áferðin bara alltaf flott og stílhrein en stundum finnst mér of mikið að vera með hana allan hringinn. Þá set ég frekar bara lit inní vatnslínuna og sleppi augnskugganum. Hér eru vörur úr nýju Alluring Aquatic í aðahlutverki á augum og vörum – tryllt lína sem þið megið ekki láta fara framhjá ykkur ;)

Ég ákvað svo í skyndi að skella hárinu í tagl – eitthvað sem ég geri örsjaldan en mig langaði aðeins að breyta til.

kosningadress4

Svo langar mig endiega að deila með ykkur tveimur af flottustu veitingunum sem hún vinkona mín bauð uppá. Hér fyrir ofan sjáið þið snickerspopp – sjúklega gott!!

Fyrir neðan eru svo þessar fallegu bollakökur með rósum – ég hef aldrei náð að mastera þessar blessuðu rósir en mér finnst þetta alltaf jafn fallegt. Ég er búin að panta brúðartertuna fyrir stóra daginn og þær munu einmitt einkennast af svona fallegum rósum – ég er vandræðalega ánægð með val á bakarameistaranum sem ég krosslegg fingur að verði ekki flutt erlendis þegar brúðkaupið fer fram :)

kosningadress3

Valdís vinkona sagði okkur að þegar hún hefði séð þessi pappaform að hún hefði bara orðið að eignast þau og bera eitthvað fram í þeim – ég skil hana vel enda kom þetta ótrúlega vel út hjá henni. Auðvitað var hún svo með papparör í stíl:)

Takk fyrir mig Dísa skvísa****

EH

Einfalt & sjúklega gott!

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Ég á mann sem er ótrúlega duglegur að finna uppá nýjum uppskriftum og oftast þá einföldum sem smakkast svo dásamlega vel! Um daginn rakst hann á girnilega uppskrift af smjördeigspizzum ef svo má kalla þær…

gottímatinn3

Fólk sem þekkir mig veit að það er fátt sem ég elska meira en smjördeig ég gæti nánast étið það í öll mál. Eitt af því besta sem ég fæ er hnetusteik pökkuð inní smjördeig – ég vel þá alltaf hornið svo ég fái sem mest af deiginu :) Við ákváðum að prófa þennan einfalda rétt og keyptum 5 stk af frosnum deigplöttum sem fengu að þiðna í sirka 20 mín´

gottímatinn2

Ofan á deigið fór:

Skinka í fínni kantinum – Konfekttómatar – Pekanhnetur – Spínat – Fetaostur með hvítlauk

gottímatinnSnærinn minn var rosalega sáttur við matinn sem hann fékk að smakka smá af – litli kall er mikill matmaður og hefur greinilega erft ástina á smjördeigi frá móður sinni:)

Mæli með – hrikalega fljótlegt og einfalt. Við ætlum alla vega að gera þetta aftur helst þá með ferskum aspas!

EH

Bambo mættar á fleiri staði

Ég Mæli MeðLífið MittTinni & Tumi

Ég sagði í upphafi ársins frá bleyjunum sem við Aðalsteinn völdum eftir miklar pælingar fyrir soninn, Bambo. Á þeim tíma fengust bleyjurnar eingöngu í versluninni Rekstrarlandi í Skeifunni sem er kannski ekki í leiðinni fyrir alla. Alls ekki okkur en ég kaupi bara frekar fleiri pakka í einu og spara mér ferðirnar. Nýlega sá ég þó að þær hafa farið í sölu í verslununum Víði og Fjarðarkaup og varð því að smella inn smá áminningarfærslu um þær hér á síðunni.

Við veljum þessar bleyjur vegna þess að þær eru Svansmerktar og Bambo bleyjurnar eru með FSC merki sem þýðir að fyllingarefnið í framleiðslunni kemur úr sjálfbærum skógi sem þýðir að fleiri tré eru ræktuð en felld. Ég fékk ótrúlega mikið af hvatningu í kjölfar færslunnar um að ég ætti að skipta yfir í taubleyjur. Ég hef því bara því miður ekki tíma til að fást við meiri þvott á heimilinu og þegar maður á son sem skilar að meðal tali 6 kúkableyjum á dag þá finnst mér frábært að það séu til bleyjur sem ég get notað með góðri samvisku gangvart umhverfinu :)

bleyjur3-620x413

HÉR finnið þið upphaflegu færsluna mína um Bambo bleyjurnar – ég hvet ykkur endilega til að kíkja á þær næst þegar krílunum vantar bleyjur. Ég fór bara núna um daginn í Rekstrarland og kippti með mér tveimur pökkum af stærð nr. 4 sem kostar þar 1990kr pakkinn. Ég tel líklegt að verði séu vonandi svipuð í Víði og Fjarðarkaup. Eins langar mig í leiðinni að minna á uppskriftina að heimagerðu blautþurrkunum – snilld fyrir bossana og besti augnfarðahreinsirinn meira um það HÉR.

Eigið góðan laugardag – ég hvet sem flesta til að fara á kjörstað og skila inn sínu atkvæði!

EH

Uppáhalds skórnir mínir í Bianco!

Ég Mæli MeðLífið MittNýtt í FataskápnumSS14StíllTREND

Ég fékk ótrúlega skemmtilega beiðni frá henni Elísabetu sem á skóverslunina Bianco í Kringlunni. Bianco er sú búð sem ég kaupi mér langoftast skó í og mér finnst alltaf eitthvað flott þar.

bianco17

Beiðnin fólst í því að koma í búðina og velja mína uppáhalds skó sem yrði síðan stillt upp með smá skilti með mynd af mér í versluninni. Mér fannst þetta ekki leiðileg beiðni og sló því strax til. Bianco gerir þetta mikið í öðrum löndum og gaman að gera svona á Íslandi með íslenskum bloggara. Mér finnst þetta alla vega koma ótrúlega vel út. Einfalt og skemmtilegt og þið sjáið alveg hvað smekkurinn minn á skóbúnaði skín í gegn!

bianco10

Fallega uppstillt borðið finnst ykkur ekki? Ég lét það í hendur Elísabetar sem er auðvitað miklu betri í því en ég :)

bianco13

Mig langar svo aðeins að sýna ykkur skónna sem ég valdi á borðið og fara aðeins yfir það afhverju ég valdi þessa skó. Ég mátaði alla skónna sem eru á borðinu af því mér fannst mjög mikilvægt að velja líka skó sem væru þægilegir og sem ég sjálf myndi nota og vilja eiga.

bianco8

Þessir eru auðvitað bara trylltir og að verða uppseldir en það eru bara þessi þrjú pör eftir!!! Stærðin mín var t.d. búin en ég vona að þeir komi aftur og þá verð ég snögg til að kaupa þá ;)

bianco9

Hér eru svo sömu skór og ég á lága en bara háir og með sylgju. Táin gerir ótrúlega mikið fyrir skónna og liturinn er ekki það áberandi svo þeir passa við allt.

bianco3

Þessir finnst mér trylltir, þeir voru alveg efst á óskalistanum og voru annað parið sem fór á borðið. Sjúkir og passa við allt! Ég elska þessa lágbotna tísku og ég vona að hún haldi áfram. Ég er búin að ofnota hina flatbotna Bianco skónna mína sem fá núna kannski smá pásu þar sem ég á núna þessa – jeijj!

bianco2

Elska svona snið á skóm mér finnst eitthvað voða heillandi við svona breiðan borða yfir ristinni. Hællinn er frekar lár og breiður svo þeir eru ótrúlega þægilegir að fara í.

bianco5

Þessir fínu pinnahælar sem ég fékk um daginn og sýndi HÉR urðu að sjálfsögðu að vera með – svo elegant og fallegir!

bianco

Eftir að ég mátaði þessa þá langaði mig ekki úr þeim – mýkri og þægilegri skó hef ég bara ekki mátað áður. Þessir eru líka til svartir en mér fannst hvíti liturinn svo fínn og sumarlegur og því valdi ég hann frekar á borðið:)

bianco14

Þessir hælaskór finnst mér alveg sjúkir! Maður verður alltaf að eiga eina svona elegant svarta sem ganga við allt. Það sem mér finnst þó skemmtilegast við þessa er neonguli botninn sem glittir í þegar maður labbar. Aftast á myndinni sjáið þið einmitt aftan á skónna.

bianco15

Ég er voða hrifin af svona týpu af skóm. Þessir eru auðvitað svipaðir og þeir fyrir ofan nema bara með fylltum korkhæl sem mér finnst alltaf voða sumarlegt. Ég á einmitt eina heima voða svipaða sem eru alltaf teknir fram á sumrin.

bianco11

Trendnet myndin eftir Aldísi Páls sómar sér vel á plakatinu sem elskulegi unnustinn minn setti upp fyrir okkur – gott að eiga einn svona snilling heima!

bianco6

En uppáhalds – uppáhalds skórnir eru klárlega þessur sem þið sjáið hér fyrir neðan!! Eins og aðrir bloggarar á Trendnet þá er ég mega hrifin af þessari týpu af sandölum og var því ekki lítið spennt þegar ég heyrði að þeir væru að koma í Bianco á frábæru verði – aðeins 12990kr.

Þessir verða notaðir grimmt í sumar og ef ykkur líst vel á þá hafið þá hraðar hendur því það komu bara nokkur pör en vonandi koma þeir þó aftur :)

bianco12

Hér sjáið þið norska bloggarann Hanne T í sínum – mega flottir. Ég er búin að lakka á mér tásurnar og allt til að vera fín í þessum!

392552-10-1401110286177

Hvet ykkur til að kíkja á uppáhalds skónna mína í Bianco – það var líka að koma ný sending í vikunni og fullt af fallegum skóm til :)

EH

Hreinsivörur frá Neutrogena

HúðLífið MittMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Ég er alveg sjúk í nýjstu húðhreinsivörurnar sem voru að bætast í safnið mitt. Þær eru frá merkinu Neutrogena sem þið ættuð kannski margar að kannast við en umbúðirnar hafa alltar einkennst af norska fánanum sem er oft áberandi á þeim.

Einn af mínum uppáhalds handáburðum sem ég hef einmitt skrifað um HÉR er frá sama merki og mér hefur lengi langað að prófa fleiri vörur frá þeim en þessar hreinsivörur sem þið sjáið hér neðar hafa verið fáanlegar annars staðar í heiminum. Loksins eru þær nú komnar í vöruúrval hér á Íslandi en ég hef lengi tengt þetta vörumerki við gæði og ég veit að margir eru mér sammála.

hreinsivörurneutrogena

Það komu raunverulega tvær línur af hreinsivörum núna frá Neutrogena. Grapefruit línan sem ég er með er fyrir allar húðtýpur. Ég myndi þó ráðleggja konum með þurra húð að nota Cream Wash hreinsinn og konum með blandaða húð að nota Facial Wash gelið. Ég er búin að prófa báða núna og Cream Wahs hentar minni húð mun betur. Skrúbbinn er ég svo búin að nota núna tvisvar í vikunni sem er að líða og hann hentar fyrir allar húðtýpur en hann er með örfínum kornum sem hjálpa húðinni við að endurnýja sig, fjarlægja dauðar húðfrumur og slíkt. Ef þið eruð með dáldið af bólum þá henta þessir fínu skrúbbar betur – eftir því sem kornin eru stærri því meiri líkur eru á að þið sprengið bólurnar og óhreinindin dreifa úr sér yfir húðina. Grapefruit línan inniheldur Microclear tækni sem felur í sér það að djúphreinsa húðina og losa hana við óhreinindi sem liggja djúpt inní henni og byggja upp varnir í húðinni gegn því að óhreinindi myndist.

Það besta við húðina er dásamlegi ilmurinn af vörunum sem ilma af greipávexti. Þær eru mjög mjúkar og einfaldar í notkun og fjarlægja allan farða og öll óhreindi. Ég nota þær þó ekki á augun en ég nota alltaf augnhreinsi mér finnst það bara alltaf henta mér betur.

Hin línan sem er appelsínugul og heitir Orange er fyrir olíumikla húð – samtals eru sex vörur í þeirri línu en ég ætla að gefa alla línuna á næstu dögum hér inná síðunni. Mig vantar nefninlega endilega lesanda til að prófa þær fyrir mig til að segja hvort vörurnar virki eða ekki.

Mæli með þessum ef ykkur vantar nýjar hreinsivörur þær eru líka svo fallegar á litinn – þrátt fyrir litinn þá er ekkert sem segir að karlmennirnir á heimilinu ættu ekki líka að nota vörurnar ;)

EH

 

Trend: Hyljaraþríhyrningurinn

Ég Mæli MeðHúðHyljariMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumShiseidoTrend

Ég hef tekið eftir því undanfarið að nýtt contouring trend hefur verið að festa sér sess í förðunarheiminum. Með contouring á ég við mótun andlitsins með dökkum og ljósum litum t.d. hyljurum eða hyljara og sólarpúðri. Nýjasta trendið er að draga ljósa litinn sem maður setur venjulega í boga undir augun er farinn að dragast niður í þríhyrning á svæði sem á svona langflestum contouring sýnikennslumyndum er alveg autt.

a101a78013563b929a0ccff892adc492

Nú segja helstu fegurðarmiðlar frá því að við séum búnar að vera að fela dökku baugana okkar vitlaust og það virki í raun mikið betur að fela baugana með því að nýtast einmitt við þennan hyljaraþríhyrning!

IMG_7797

Fyrir myndin – hér er ég ég bara með eina umferð af léttum farða yfir húðinni.

IMG_7800

Þá er komið að ljómapennanum en ég mynda bara þríhyrning með penslinum sem er áfastur við ljómapennann. Það eina sem ég reyni að passa uppá hér er að liturinn sé jafn og ekki hafa of þykkt lag því ég vil ekki að áferðin verði of heavy.

IMG_7835

Með því að dúmpa létt með fingrunum yfir hyljarann þá jafna ég enn betur áferðina á hyljaranum og þá blandast hann um leið saman við farðann og áferðin verður jöfn. Af því ég nota svona ljómapenna í contouringið þá mun húðin í kringum augun ljóma enn frekar þegar sólin eða ljós fer á andlitið því þá endurkastast birtan svo fallega af húðinni. Birtan sem endurkastast dregur líka úr sýnileika bauga og þreytu þar sem húðin verður svo björt.

þríhyrningur

Hér sjáið þið ljómapennann sem ég notaði. Þetta er sá penni sem mér finnst komast næst því að gefa þessa ómóstæðilegu áferð eins og gullpenninn gerir. Sheer Eye Zone Corrector kemur í 6 mismunandi litatónum en það er ekki beint litamunur á þeim öllum þar sem þeir eru misþéttir og gefa því mismikla þekju en þá á móti gefa þeir sem eru léttari meiri ljóma. Þið þurfið bara að velja þann sem hentar ykkur. Ég er með lit nr. 1 sem gefur miðlungsþekju og léttn ljóma.

þríh

Hér sjáið þið svo samsetta mynd af fyrir og eftir með þríhyrningsmótuninnni og húðin fær auðvitað mikið meiri ljóma og þegar ég er í kringum meira ljós þá ljómar húðin svo þreytan í húðinni hverfur. Ég held ég gæti alveg hugsað mér að nota þennan þríhyrning héðan í frá í stað fyrir bogann undir auganum. Þar sem þríhyrningurinn endar svo á kinnunum myndi kinnaliturinn taka við og svo setur maður smá meiri ljóma ofan á kinnbeinin.

EH

Nýtt stofustáss: Dótakarfa

Fyrir HeimiliðLífið Mitt

Hér erum við bara með eitt svefneherbergi og við ákváðum ekki fyrir svo löngu að breyta aðeins til og færðum skrifborðið sem Aðalsteinn var með frammi í stofu inní svefnherbergi þar er ég líka með snyrtiborð. Tinni Snær fær því í staðin að eiga stórt dótasvæði inní stofu. Heima hjá mér flæðir leikföngum útum allt og ég er stöðugt að leita að fallegum hirslum til að koma dótinu fyrir.

Tinni Snær fékk hrikalega flotta dótafötu gefins um daginn úr nýrri vefverslun sem heitir andarunginn.is þar sem er að ofboðslega fallegar vörur fyrir börnin á heimilinu, handklæði, þvottakörfur og dótakörfur svo fátt eitt sé nefnt. Vörurnar eru mikið frá merkinu 3 Sprouts en dótafatan er einmitt þaðan..

dótakarfa2

Mér finnst hún hrikalega krúttleg og hún tekur alveg ótrúlega mikið dót – HÉR – sjáið þið föturnar sem eru í boði en það eru alls konar dýr. Ég væri alveg til í meira frá þessu merki og þá sérstaklega þegar Tinni Snær fær sitt eigið herbergi. Mig er farið að dreyma um að fá að innrétta fyrir hann sitt eigið herbergi – ég er endalaust að safna að mér hugmyndum fyrir hann inná Pinterest uppá síðkastið.

dótakarfa

Ég get ekki annað en mælt með þessari fötu fyrir mæður sem eru í sömu vandræðum og ég með allt of mikið af dóti og kannski ekki alveg nóg af geymsluplássi – ég næ alla vega að troða ótrúlega miklu í þessa. Þetta er líka sniðug gjöf til að gefa í afmælisgjöf – Tinni Snær átti nánast ekkert af dóti fyrr en efti afmælið hans. Í lok dagsins var allt flæðandi í leikföngum og ég átti engar hirslur til að ganga frá þeim í svo tips frá mömmu til þeirra sem gefa gjafirnar – dótafötur eru snilld :)

EH

BB krem fyrir líkamann

Ég Mæli MeðHúðMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Já þið lásuð rétt það er komið BB krem fyrir líkamann!! Í stuttu máli þá er hér á ferðinni bodylotion með smá lit í og eins og gengur og gerist um BB kremin þá eru tveir litatónar og þið veljið þann sem hentar ykkur.

Hér sjáið þið brúsana… Ég skrifaði um Masterline húðvörurnar fyrir stuttu HÉR en það sem er svona helsti kosturinn við þær eru að þær eru paraben fríar.

bbhúð3Hér sjáið þið litina tvo sem eru fáanlegir sá ljósi er auðvitað vinstra megin en sá dökki hægra megin. Það lá augum uppi að ég prófaði þann ljósari en hann hentar mínu litarhafti betur. Mögulega myndi ég nota dekkri litinn þegar ég er búin að vera aðein duglegri með sjálfbrúnkukremin fyrir sumarið.

Eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan þá er þetta ekki krem sem er endilega ætlað að dekkja húðina mikið heldur til að jafna litarhaft húðarinnar og gera hana yfirborðsfallegri alveg ein og bb kremin gera fyrir andlitið. Kremin gefa húðinni líka frísklega áferð og ég held að það sé upplagt að nota þau líka til að einmitt fríska uppá húðina þegar hún er aðeins búin að vera útí sólinni og jafna þannig roðann og næra húðina í leiðinni.

bbhúð

Ég elska svona pumpuumbúðir eins og eru með þessum kremum það er bara svo miklu þæginlegra að nota kremin og fínt að stilla þeim upp á snyrtiborði, ná sér í smá krem og bera á líkamann. Kremið er hugsað fyrir allan búkinn og sniðugt til að bera á fótleggina þegar þið eruð í kvartbuxum eða berleggja í léttum kjól eða pilsi. Ég er aðeins búin að vera að prófa mig áfram með kremið og mér finnst það ekki smita út frá sér en svo skolaði ég það bara af húðinni í sturtu. Þetta er auðvitað bara bodylotion með raka í og smá lit svo þetta er næring fyrir húðina um leið og það gefur fallegan lit. Mér finnst liturinn vera ótrúlega raunverulegur þar sem hann leggst svona fallega saman við húðina einhvern veginn allt öðruvísi heldur en sjálfbrúnkukrem gera. Ég held að þessi krem séu líka tilvalin fyrir allar sumarbrúðirnar ;)

Þetta er svona krem sem er möst have til að koma húðinni í gott stand fyrir sumarið – stór færsla tileinkuð þeim vörum er einmitt í bígerð!

Ætli BB krem fyrir húðina sé það sem koma skal… :)

EH

Fataleikur í Esprit

Á ÓskalistanumAnnað DressFallegtLífið MittStíll

Ég er rosalega vanaföst manneskja þegar kemur að því að versla mér föt ég er ekki eins nýjungagjörn og ég var bara fyrir nokkrum árum þegar öll fötin mín voru keypt í gegnum ebay – ég held ég hafi lært af mistökunum og lært að meta kostinn að fá að þreifa á fötum og máta þau :)

Ég elska Smáralindina – ég hef lært að meta hana í gegnum tíðina, mér er farið að finnast mun þægilegra að fara þangað en í Kringluna þar sem allar uppáhalds búðirnar mínar eru. Kringluna vantar hreinlega bara Selected og núna líka Esprit. Við fórum inní Esprit um daginn í leit af léttari jakka fyrir Aðalstein fyrir sumarið. Hann bráðvantaði einhvern sem var ekki jakkafatajakki og ekki úlpa. Eftir að hafa þrætt allar þessar típísku verslanir ákváðum við að kíkja þar inn og viti menn það fyrsta sem við sáum var fullkominn jakki á frábæru verði.

Þegar ég var á annað borð komin inní búðina varð ég auðvitað að rölta um dömumegin og kíkja almennilega á úrvalið. Ég hafði þá ekki komið síðan dásamlega gula rúllukragapeysan mín fékk að fylgja mér heim á útsölum í lok síðasta árs. Í kjölfarið fékk ég leyfi til að leika lausum hala í versluninni og setja saman nokkur dress og deili þeim hér með ykkur…

esprit10

Ég elska skyrtur, ég á ógrynni af þeim og ég er ábyggilega í skyrtum í svona 80% tilfella hvort sem þær eru síðar eða styttri, þröngar eða víðar. Ég keypti mér einmitt fallegu pastel bláu skyrtuna sem ég sýndi ykkur fyrst HÉR um daginn – ég bara gat ekki hætt að hugsa um hana… Svo það gefur auga leið að ég hafi samstundis heillast af skyrtunni hér og buxunum við…

esprit11

Buxurnar eru úr léttu ljósbláu gallaefni og eru ábyggilega mjög þægilegar í sumar þar sem það andar nú aðeins um fótleggina;)

esprit12

Þessi samfestingur er efst á óskalistanum hjá mér af öllum flíkunum sem þið sjáið í færslunni. Þvílíkt mjúkur bómull og mér leið svo vel í honum. Þessi er pörfekt í vinnuna þegar ég fer í verkefni og nenni engan veginn að hafa mig sérstaklega til. Mér finnst líka ekkert meira pirrandi en þegar maður þarf að hafa stanslausar áhyggjur af því að vera með bert á milli :)

esprit9

Speglamyndirnar eru ómissandi í svona fataleik svo nokkrar þannig fá að fylgja svona hér og þar…

esprit15

Þið þekkið mig ég elska dragtarbuxur svo ég labbaði beint á einar slíkar aðeins innar í búðinni en þar eru svona collection flíkurnar sem eru örlítið fínni en þessar standard flíkur sem eru aðeins framar. Þessar buxur voru mjög fallegar og mjúkar en því miður sést það kannski ekki nógu vel. Við valdi ég röndóttan topp sem var með mjög sérstakri áferð, úr þéttu efni – ég tók close up í speglinum til að sýna ykkur það betur.

esprit8 esprit7

Það kom mér á óvart hversu þægilegar gallabuxurnar voru – þetta eru svona buxur sem ná vel yfir magann og eru með mjúkum, breiðum streng sem stingst sko ekki inní magann. Hér fann ég svo við þennan ótrúlega flotta og sumarlega jakka :)

esprit5

Dressið hér er svo eitthvað sem var búið að setja saman framan á slánni það sem flíkurnar voru – þið sjáið einmitt glitta í það fyrir aftan mig. Ég kolféll fyrir því um leið og ég sá það og kápan finnst mér dásamleg – ég er að reyna að réttlæta fyrir mér kaupin með því að ákveða að sumarið á Íslandi sé stundum mjög kalt og því er ekkert að því að kaupa sér yfirhöfn í þykkari kantinum í júní:)

esprit14

… og speglamynd!

esprit13

Ég er dolfallin yfir fegurð þessa leðurjakka sem er kannski ekki við fyrstu sýn alveg minn tebolli en hann er bara svo fallegur. Kannski er það líka rósagyllti liturinn í rennilásnum sem heillar en dásamlegur er hann og á góðu verði fyrir ekta leðurjakka. Við er ég svo í svipaðri blússu og þeirri bláu sem ég keypti mér um daginn en eins og jakkinn er hún líka með rósagulli.

esprit16

Ég fékk að vita það þegar ég var komin í þennan kjól að þetta er ein af þessum it flíkum í Esprit sem konur sækjast í að eiga alla liti af. Ég heillaðist mest af þessum kannski af því ég á naglalakk í stíl heima! Þessi er úr svona mjúku bómullarefni eins og samfestingurinn – hrikalega mjúkur og fínn – ég er mjög forvitin með hvernig efnið kemur þó út eftir þvott.

esprit4

Þið þekkið mig augun mín fara alltaf beint á flíkur sem eru í matching printum!! Mér finnst svo gaman að geta mögulega notað flíkurnar í sitthvoru lagi og saman – þrjár mögulegar samsetningar – fullt af möguleikum. Mér fannst þetta print dáldið skemmtilegt mikið að gerast á því en mjög sumarlegt. Bolurinn yrði t.d. mjög flottur bara við uppbrettar gallabuxur og sandala í sumar.

esprit6

Þessi kjóll er úr einu af collectionunum og því staðsettur innarlega í búðinni. Ég væri til í að eiga þennan inní skáp – ekta snið fyrir mig og mér finnst skemmtielgt hvernig rendurnar koma ekki alveg yfir allan kjólinn bara hluta hans og móta því líkamann skemmtilega.

esprit2

Ég ákvað að geyma uppáhalds dressið þar til síðast. Ég er ástfangin af þessum fallega hringskorna pilsi, litirirni eru bjartir og efnið er létt og þægilegt – ótrúlega sumarlegt. Svo finnst mér peysan skemmtileg en hún hentar fyrir íslenskt sumar þar sem hún er hlý en götin hleypa lofti í gegn.

esprit3

Hér sjáið þið blómamunstrið enn betur.

Svona í lokin nenniði að kíkja á síðustu mynd aðeins aftur og taka eftir innréttingunum eða þá helst mottunni og borðinu – mig dauðlangar í innréttingarnar í búðinni en eigandi hennar sagði mér einmitt að mjög margir væru forvitnir um hvað húsgögnin fengjust. En þetta er bara innréttingin í Esprit búðunum – ég panta alla vega eitt sett ef innréttingunum verður mögulega skipt einhver tíman út :D

Mæli með heimsókn í Esprit – ein af mínum must see búðum í Smáralindarferðum mínum!

EH

Sigríður Elfa færir okkur Barry M

Ég Mæli MeðMakeup ArtistneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Nýlega opnaði vefverslunin Fotia sem býður uppá vörur frá breska merkinu Barry M. Ég verð nú að viðurkenna að þegar ég heyrði af þessu þá hafði ég ekki hugmynd um hvaða merki væri þar á ferðinni. En ég verð að segja að ég varð alveg heilluð af metnaðinum í fólkinu á bakvið síðuna en það er hún Sigríður Elfa ásamt kærastanum sínum sem tóku sig til, opnuðu vefverslun og selja nú þessar skemmtilegu vörur.

1467350_10152131689846874_2005721952_n

Ég lagði nokkrar spurningar fyrir hana Siggu til að fá að vita aðeins meira um það afhverju hún ákað að fara útí snyrtivörubransann og til að fá að vita meira um vörurnar.

Hvenær kynntist þú fyrst Barry M vörunum? 

Það var fyrir nokkrum árum síðan þegar ég var mikið úti í London þar sem pabbi minn og fjölskylda býr – snyrtivörur Barry M fást í flestum helstu tískuvöruverslunum þar eins og TopShop og rakst ég fyrst á þær þar.

IMG_7263

Afhverju heillaðist þú af merkinu og ákvaðst að byrja að selja það á Íslandi? 

Ég elska naglalökk og allt sem tengist naglaumhirðu og hef gert lengi. Í búðarrápi mínu í London var ég mikið að rekast á þessar vörur og hafði heyrt af gæðum naglalakkana frá þeim á mörgum beauty bloggum. Það hefur lengi verið draumur að hefja minn eigin innflutning og ákvað ég í byrjun mars að láta reyna á þetta ! Sem áhugakona um naglalökk og snyrtivörur fannst mér úrvalið hér á landi ekki nógu gott og vildi ég athuga hvort hægt væri að koma fleirum merkjum hingað í sölu. Ég hafði samband við Barry M og nokkrum vikum og örlitlu ferli seinna settum við vefverslunina www.fotia.is í loftið með fyrstu sendingunni okkar frá þeim.

IMG_7269

Hvaða vara er í uppáhaldi hjá þér?

Ég á erfitt með að velja bara eina! Ég held mikið upp á naglalökkin frá þeim þar sem þau eru ótrúlega vönduð og af öllum gerðum og litum en svo er ég líka rosalega hrifin af varalitunum. Þeir gefa svo ótrúlega sterkan lit og eru mjúkir og haldast vel á !

Hvaða vörur eru vinsælastar?

Í dag eru það naglalökkin, varalitirnir og dazzle dustin sem eru augnskuggar í duftformi.

IMG_7252

Eru einhverjar nýjungar væntanlegar?

Já ! Við erum ótrúlega spennt fyrir nýju sendingunni sem er væntanleg um miðjan júní en hún mun innihalda um 20 nýja liti af naglalökkum, 10 nýja varaliti og varapenna og 4 ný dazzle dust, ásamt því að nokkrar mismunandi gerðir og litir af eyelinerum og augnskuggapennum koma í sölu. Einnig munum við fá hyljara frá þeim sem hafa reynst afar vel – og auðvitað áfyllingar af þeim vörum sem urðu fljótt uppseldar :)

IMG_7270

Barry M er merki sem eins og Sigríður segir hér fyrir ofan er fáanlegt í TopShop merkið einkennist að mínu mati af mjög skemmtilegum vörum og naglalökkin eru til í ótrúlega mörgum litum og áferðum. Vara sem mér finnst líka mjög skemmtileg eru varalitablýantarnir sem eru svo þæginlegir í notkun og skemmtileg breyting frá hinum hefðbundnu varalitum.

Sigga sagði mér að Gelly lökkin væru ótrúlega vinsæl svo það lá strax fyrir að þau yrði ég að prófa. Það sem er sérstakt við Gelly lökkin er þykka áferðin sem minni helst á gelnaglalakkaáferð. Þegar lakkið þornar þá verður það kannski helst fyrst um sinn gúmmíkennt sem er svolítið skemmtilegt og glansinn sem kemur á neglurnar er rosalega fallegur.

IMG_7513

Hér er ég með Gelly lakk í litnum Papaya ég setti tvær umferðir og liturinn entist pörfekt í þá tvo daga sem ég var með lakkið en þá varð ég að fara að skipta ég skipti mjög ört um naglalökk:) HÉR getið þið keypt litinn.

IMG_7725

Svo heillaðist ég alveg af þessum pastel fjólubláa lit. Þessi er í basic lökkunum sem eru líka mjög fín. Flott litaþekja sem þarf þó að byggja upp með tveimur umferðum. Fyrst er liturinn mjög þunnur en um leið og ég setti umferð tvö var þekjan mun meiri. HÉR fáið þið litinn sem ég er með hér sem heitir Berry.

IMG_7745Svo er möst að poppa aðeins uppá svona heila liti með smá glimmeri. Glimmerlökkin eru vægast sagt mögnuð því hér sjáið þið eina umferð. Hér þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þurfa að plokka nánast glimmerið úr til þess að fá það á neglurnar. Glimmerið sem ég er með hér á baugfingri heitir Pink Silver Glitter og fæst HÉR.

Einnig valdi ég mér tvö Dazzle Dust til að prófa og eitt af því sem ég þarf að gera fyrst er að prófa að gera eyeliner eins og hún Heiðdís Lóa skrifaði um á síðunni sinni í gær – finnið færsluna HÉR – ótrúlega flott!

Þetta eru vörur sem komu mér skemmtilega á óvart og ég er ein af þeim sem fagnar því alltaf þegar það koma ný og spennandi  merki til landsins. Mér finnst líka mjög gaman að sjá allar þessar vefverslanir spretta upp og bjóða okkur sovna frábært úrval á snyrtivörum.

Kíkið á Barry M vörurnar ;)

EH