fbpx

Húðvörur án parabena!

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Masterline vörurnar hafa verið til á Íslandi í smá tíma en þá helst hárvörurnar frá merkinu. Þetta er merki sem leggur áherslu á að bjóða uppá gæðamiklar vörur sem eru laus við aukaefni. Hárvörurnar innihalda t.d. ekki efnið SLES sem er það sem gerir það að verkum að sjampó freyða mikið og líkamsvörurnar sem eru nýkomnar í sölu á Íslandi innihalda engin paraben efni.

Ég fékk að prófa húðvörurnar og mig langar að taka smá upplýsingar um þær saman fyrir ykkur til að leiðbeina ykkur um hvaða vara hentar ykkur.masterline

Hér sjáið þið fjórar af fimm húðvörum sem eru til og ef þið rýnið í textann takið þið eftir því að það stendur paraben free á þeim öllum. Annað sem ég hvet ykkur til að líta eftir er magnið í umbúðunum. Allar krukkurnar eru 250 ml og Body Creamið er 400ml. Svo þetta er mikið magn sem maður fær á góðu verði.

masterline2

Fluid Body Cream:

Ekta bodylotion eins og flestir ættu að þekkkja. Ég elska húðvörur sem eru með pumpu það er svo þæginlegt að nota þær maður bara pumpar meira þegar maður þarf þess, maður þarf ekki að taka túbuna upp, kreista og loka og ganga frá. Þetta er rosalega mjúkt krem sem  hentar þeim sem eru með venjulega og kannski aðeins þurra húð. Formúlan inniheldur Shea Butter og Serecin (efni sem gefur mikinn raka).

masterline7

Anti Fatigue Relieving Leg Cream Gel:

Þetta er mjög skemmtileg vara en eins og nafnið gefur til greina þá er þetta krem sérstaklega fyrir fæturnar. Þetta er kælandi krem sem er gott að nota þegar það er komin þreyta í fæturnar. Ég las mér til um það að það væri gott að nota þetta t.d. eftir erfiða æfingu í ræktinni – ég stunda ekki svoleiðis svo ég hef ekki hugmynd um það ég stunda ekki svoliðis en það hljómar rétt;). En ég hef prófað kremið og það kælir húðina samstundis ég hef líka bara prófað að setja það á afmarkað svæði til að prófa hver munurinn er raunverulega. En það kemur svona kælandi stingur og kremið vekur eiginlega fæturnar á morgnanna – ég nota sjálf kælikrem í kringum augun á morgnanna til að vekja húðina og bæði svínvirkar! Kremið inniheldur myntu og Eucalyptus en þetta er ábyggilega varan sem er með sterkustu lyktinni en hún gerir auðvitað líka sitt til að vekja líkamann.

Aftur elska húðvörur sem koma með pumpu!!

masterline5

Firming Body Cream:

Hér er svo Body Cream húðkrem sem hefur stinnandi áhrif á húðina og gefur henni raka þar að auki. Auðvitað erum við allar skeptískar á húðvörur sem segjast ætla að stinna húðina en auðvitað skiptir mestu máli með þær vörur að vera með þær í stöðugri notkun til þess að fá sem mest úr þeim og til að halda húðinni við. En það sem kremið gerir til að stinna húðina er að það inniheldur Elastín og Collagen sem auka teygjanleika húðarinnar. Ung húð er með mikinn teygjanleika en þegar líður á þá slaknar á teygjunni og þessi efni örva teygjanleikann og fá húðina til að taka sig aðeins á og halda teygjanleikanum stöðugum og auka hann aftur. Kremið skilur eftir sig alveg ótrúlega mjúka húð og mér finnst ég finna smá að kremið er að gera eitthvað fyrir húðina mína þegar ég ber það á. En svona stinnandi krem eru venjulega þannig að þau kæla húðina þegar þau eru borin á hana.

masterline4

Supernourishing Body Butter:

Body Butter kremið er mjög þykkt og það er fullkomið fyrir þurra og mjög þurra húð. Það er mjög þétt og þar af leiðandi drjúgt en þess vegna þarg líka að dreifa vel úr því til að nýta það til fulls. Þetta krem nota ég þegar ég kem úr sturtunni og líka bara á morgnanna á þessi sérstaklega þurru svæði eins og á olnbogana og hnéin. Þetta krem inniheldur Argan olíu sem er án efa eitt vinsælasta innihaldsefni snyrtivara í dag og eitt af mínum uppáhalds efnum  – ég fell fyrir öllu sem er með Argan olíu!! Auk þess inniheldur kremið Shea Butter sem er líka mjög algengt í vörum sem eru fyrir mjög þurra húð.

masterline3

Body Exfoliating Scrub:

Líkamsskrúbbur á heima í öllum sturtum eða böðum. Þetta er vara sem er að mínu mati ómissandi fyrir hverja konu að eiga. Það sem húðskrúbbar gera er að þeir hjálpa húðinni að endurnýja sig. Þeir fjarlægja dauðar húðfrumur og slípa húðina svo hún verður mýkri og áferðafallegri. Áður en sjálfbrúnkukrem er notað er alltaf ómissandi að nota húðskrúbb til að koma í veg fyrir misfellur í húðinni. Það er rosalega góður myntuilmur af þessum skrúbbi sem inniheldur ilmolíur úr myntu og sjávarsöltum. Mér finnst líkamsskrúbbar líka hafa frískandi áhrif á líkamann og sérstaklega þegar það er svona frísklegur ilmur af þeim. Eftir að líkamsskrúbburinn er notaður er gott að nota einhvers konar bodylotion eftir sturtuna þið finnið þá bara þá týpu sem hentar ykkur best.

masterline6Mér finnst þetta vera vörur sem eru mjög þæginlegar í notkun, þær munu endast mér töluvert lengi útaf magninu og ég er sérstakelga hrifin af Body Butter kreminu þar sem húðin mín er þur. Stundum fær maður svona kláðatilfinningu í húðina þegar hún er þur en mér finnst Body Butter kremið minnka kláðann og róa húðina.

Annað sem mér finnst gaman við vörurnar eru bara hvað þær eru flottar þetta minnir mig smá á vörur sem ég fell fyrir í útlöndum helst í H&M í Svíþjóð og sanka að mér til að koma með heim:)

Þriðji kosturinn sem mig langar að koma með er sá að það er ekki of mikil og sterk lykt af vörunum. Stundum er svo sterkur ilmur af svona húðvörum en þessi styrkur er bara mjög passlegur – alla vega að mínu mati.

Masterline húðvörurnar fást í Hagkaupum og apótekum :)

EH

Alexander Wang fyrir H&M

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1