fbpx

Alexander Wang fyrir H&M

Fashion

Screen Shot 2014-04-13 at 8.40.09 AMÉg kom eldsnemma fram úr rúmminu með syninum, ég er hálf ringluð ennþá og þegar ég sá að Instagrammið hjá mér var stútfullt af tilkynningum um hver það væri sem H&M ætlaði að vinna næst með sá ég að ég yrði nú að staðfesta það á internetinu.

Jújú þetta er satt og mögulega bestu fréttir sem ég hef fengið úr tískuheiminum í langan tíma!!!! Ég þarf klárlega að panta mér flugmiða í H& M land fyrir þessa dagsetningu;)

Alexander Wang x H&M línan á að koma í þann 6. nóvember næstkomandi. Ég verð nú bara að segja að mér líst þónokkuð vel á þetta. Sjálf á ég nokkrar flíkur úr T by Alexander Wang og ég dýrka þær. Ef línan verðue eitthvað lík henni og á svona góðu verði þá verður þetta algjört æði!!!

“I am honoured to be a part of H&M’s designer collaborations. The work with their team is an exciting, fun process. They are very open to pushing boundaries and to set a platform for creativity. This will be a great way for a wider audience to experience elements of the Alexander Wang brand and lifestyle.”

– Alexandar Wang

Hvernig líst ykkur á?

EH

Góða helgi:)

Skrifa Innlegg