fbpx

Aðeins það besta fyrir soninn

Lífið MittTinni & Tumi

Það er ótrúlegt hvað það breytist margt hjá manni þegar maður verður foreldri. Allur hugsunarhátturinn minn hefur gjörsamlega breyst og ég kaupi ekki neitt sem viðkemur barninu mínu án þess að vera búin að pæla vel í því. Það á við um fæðu, hreinsiefni, snyrtivörur, föt og að sjálfsögðu bleyjur.

Ég fæ stundum fyrirspurnir tengdar sæta syni mínum og hvað ég hef verið að nota fyrir hann svo mér datt í hug að barnatengdar vörur geti verið skemmtileg viðbót inná síðuna mína. Fara inní það að vera mömmubloggari – ásamt förðuninni og tískunni.

bleyjur2

Mér fannst það mjög stór ákvörðun þegar kom að því að velja bleyjur fyrir Tinna og ég hef held ég alveg örugglega prófað flestar bleyjurnar sem eru fáanlegar á íslenskum markaði. Sumar eru fínar, aðrar eru hræðilegar en ég geri miklar kröfur um það að bleyjurnar séu með mjög góðum lekavörnum. Ég á lítinn dreng sem ég held að geri stundum í því að kúka sem oftast á dag bara til að hrekkja mömmu sína. Bleyjur eru nú alls ekki ódýrasta varan sem fæst útí búð og þegar maður fer með sirka 4 pakka af bleyjum á mánuði þá fer maður aðeins að pæla meira í hlutunum.

Ég hef sagt ykkur frá mömmuhópnum mínum nokkrum sinnum. Fyrir einhverjum mánuðum síðan varð allt vitlaust í hópnum okkar útaf bleyju tilboði sem var á hópkaup.is. Þá var verið að selja pakka af bleyjum sem við höfðum aldrei á ótrúlega fínu verði. Þær kepptust um að kaupa sem mest af bleyjupökkum en sjálf hafði ég ekki nógu hraðar hendur og missti af tilboðinu. Ég vissi ekkert um bleyjurnar þá og fannst þetta kannski ekki vera mikill missir. Í dag veit ég þó betur.

bleyjur4

Eflaust muna einhverjar mömmur hérna eftir þessu frábæra bleyjutilboði. En bleyjurnar sem ég er að tala um nefnast Bambo og fást t.d. í versluninni Rekstrarland í Skeifunni. Skvísurnar í mömmuhópnum mínum kepptust allar við að lofa þessar blessuðu bleyjur hástert og einhverjum hafði reiknast til að þetta væri það merki sem biði uppá mest magn af bleyjum í pakka og þetta væri ódýrasta stykkjaverðið á bleyjum á Íslandi, alla vega um mitt síðasta ár.

Ég sló til og ákvað að lesa mér meira til um þessar bleyjur. Það fyrsta sem ég sá var að þær eru svansmerktar. Ef þið þekkið til þessarar merkingar þá mega bleyjur sem eru með svansmerkingu ekki innihalda bleikiefni eða ilmefni, það verður að vera lágmörkun óendurnýjanlegs framleiðsluúrgangs í framleiðsluferlinu, þær innihalda engin mýkingarefni og þær verða að inihalda endurnýjanleg hráefni. Fyrir utan svansmerkinguna þá eru Bambo bleyjurnar með FSC merki sem þýðir að fyllingarefnið í framleiðslunni kemur úr sjálfbærum skógi sem þýðir að fleiri tré eru ræktuð en felld. Loks þá eru bleyjurnar ofnæmisprófaðar.

Síðan ég las mér til um þessa kosti Bambo hef ég reynt að gera það að markmiði að kaupa þær helst. Auðvitað kemur uppá að það vantar bleyjur og það er ekki hægt að kaupa Bambo þar sem þær fást bara á einum stað í Rekstrarlandi í Skeifunni.

bleyjur3Á mínu heimili eru keyptir nokkrir bleyjupakkar í einu…

Svo er annað sem ég er svo ánægð með. Aftur verð ég að minnast á það að ég á dáldið mikinn kúkakall. Ég get ekki talið skiptin þar sem drengurinn hefur klárað allar belyjurnar sem ég hef verið með í bleyjutöskunni hans og svo kemur ein bleyja í viðbót. Svo eru það þessi skipti sem ég hef hreinlega gleymt bleyjutöskunni. Hingað til hefur það endað með því að ég hef þurft að kaupa heilan pakka af bleyjum þrátt fyrir að þær vanti bara alls ekki. Um daginn kom einmitt uppá að bleyjurnar gleymdust heima og kúkableyjan kom. Ég kíkti inná Olís sem var næsta verslun og mér til mikillar hamingju var hægt að kaupa þrjár bleyjur í pakka og vitiði hvað – það voru Bambo bleyjur. Stundum þarf lítið til að gleðja eina mömmu þetta bjargaði alla vega skapinu mínu þá stundina. Ég ákvað einmitt þá að ég þyrfti að segja ykkur bæði frá þessum bleyjum og því að það væri nú loksins hægt að kaupa bara nokkrar bleyjur í einu. Minnir að pakkinn af þessum þremur bleyjum hafi kostað um 250 kr. ég man það þó ekki alveg.

Bleyjurnar halda vel í sér vökva, mér finnst eins og Tinna finnist þær þægilegar, þær eru frekar þunnar og þess vegna kemur á óvart hvað geta haldið miklum vökva, þær eru mjúkar og þær eru voðalega krúttlegar. En á þeim, eða alla veg stærðinni sem Tinni notar þá er stór og sætur brúnn bangsi sem er framan á bleyjunum og svo aftan á þeim sést aftan á bangsann.

bleyjur

Ég og margar af mínum mömmu vinkonum mælum með þessum ;)

EH

Kjólarnir á BAFTA teknir fyrir í Fréttablaðinu

Skrifa Innlegg

17 Skilaboð

  1. Alma Rún

    18. February 2014

    Tinni krúttmoli! mér finnst einmitt bambo bleyjurnar svo krúttaðar með þessum bangsa :) og já algjör snilld með bleyjurnar á olís ;)

  2. Sirra

    18. February 2014

    Klárlega lang bestu bleyjurnar!! Gerði mér einmitt ferð um daginn til að kaupa þær (eftir smá bið, hef ekki nennt að gera mér ferð í smá tíma) og váá hvað ég er glöð að vera aftur komin með þær :) svo skemmir ekki fyrir hvað þær eru óendanlega krúttlegar!

  3. Ragga

    18. February 2014

    Gæti ekki verið meira sammála um ágæti þessara bleyja, mín skvísa getur eiginlega notað aðrar tegundir en þessa vegna viðkvæmni í húð en hún er aldrei rauð undan þessum.
    Svo líður manni vissulega vel að hafa þennan lífræna stimpil á bossanum á þessum elskum :)

  4. lára

    18. February 2014

    mannstu hvað pakkinn kostar?

  5. Fjóla

    19. February 2014

    Hef notað þessar frá því að minn fæddist, keypti einu sinni libero og fannst ég vera að vefja a4 blaði um barnið. Svo verður að bæta við hvað það er alltaf æðisleg þjónusta í rekstrarlandi, stelpurnat þarna þekkja vörurnar svo vel og geta svarað öllu milli himins og jarðar :)

  6. Arna

    19. February 2014

    Fór áðan og keypti. Og vá þær eru svo mjúkar!! Takk fyrir ábendinguns. Svo var stelpan í búðinni svo mikið æði, hag mér prufu af tveimur stærðum því ég var ekki viss hvaða stærð eg ætti að taka.

    • Reykjavík Fashion Journal

      19. February 2014

      Já ég veit – mann nánast langar að skella einni svona á sig sjálfan :D En frábært að þú fékkst svona góða þjónustu það skiptir miklu máli… Tinni er á sýklalyfjum núna og minn maður fær alltaf smá niður þegar hann fer á svoleiðis. Þessar bleyjur halda öllu þær hafa reynst mér ótrúlega vel – gaman að geta deilt því með öðrum :)

  7. Helga H.

    20. February 2014

    Æi mér leist einmitt svo vel á þessar en minn 5 vikna fékk alveg hræðileg útbrot og blöðrur vegna ofnæmis af þeim :( Ég skipti yfir í libero og hann snarbatnaði. Leiðinlegast að Libero bleyjurnar leka svo auðveldlega.

    Ég var bara svo hissa því þessar eru sérstaklega ofnæmisprófaðar.

    • Reykjavík Fashion Journal

      20. February 2014

      ohh, það er leiðinlegt að heyra, minn hefur aldrei fengið svoleiðis en hann er svo sem ekki með neitt rosalega viðkvæma húð alla vega ekki uppá síðkastið… – ég einmitt get engan vegin verið með libero á Tinna Snæ ég byrjaði með þær en skipti svo fljótt yfir í Huggies en fékk svo mikið samviskubit af því þær eru náttúrulega ekki svansmerktar svo þess vegna ákvað ég að prófa þessar og hef ekki skipt síðan :)

  8. Kolbrún

    24. February 2014

    Hvet ykkur til að kynna ykkur taubleyjur. Miklu flottari, umhverfisvænni og ódýrari… og alls ekki meira mál en bréfbleyjur ;)
    http://reykjalin.wix.com/taubleiur

  9. Ólína

    24. February 2014

    Ég mæli líka eindregið með að kíkja á taubleyju heiminn. Það er það besta sem ég ákvað að gera fyrir mína dömu. Mikið ódýrara yfir bleyjutímabilið, umhverfisvænna og það eru til svo margar tegundir að það er hægt að fá það helsta sem henntar viðkvæmum bossa :)

  10. Birta

    24. February 2014

    Frábært að heyra að þessar bleiur séu að virka vel :) ég get þó ekki ímyndað mér að það sé neitt ódýrara, sætara og betra fyrir litla bossa en taubleiur! :) Hef engin orð til að mæla nógu mikið með þeim! Einfaldar, nettar, sætar og svo skemmtilegar! Ef þú þarft að standa í bleiuskiptum og kaupum næstu 2-3 árin þá getur ekki klikkað að hafa allavega gaman að því ;) Og þær standa sig sko margfalt betur þegar kemur að kúkasprengjum! Hef ekki lent í einu einasta skipti þar sem kúkurinn helst ekki í bleiunni :) allt annað líf að þurfa ekki að skipta alltaf á alklæðnaði á barninu þegar það kemur sprengja!

  11. Þórhildur Löve

    24. February 2014

    Sæl

    Þú talar um trend og þú talar um krúttlegt!
    Hefur þú skoðað úrvalið af taubleyjum?
    Þar eru bleyjur fyrir allan smekk. Töff, hipster, blúdudúllur og einlitar.
    Just name it!

    Ég hvet þig til að skoða þær

  12. Hildur

    24. February 2014

    Ég notaði þessar bleiur þar til ég skipti yfir í taubleiur. Mjög góðar bleiur en taubleiur eru sko algjörlega málið :)

  13. Maarit

    24. February 2014

    Flott hjá þer! :) En ég er sammala dömurnar herna að ofan, taubleiur eru málið, algjörlega! Ticka alla kassana: gott fyrir litla bossan, unhverfisvænt, fallegt og ódyrari en allt annað! :) Og svo litill mál að þvo bleiur, miklu minna en að keyra út i búð að kaupa :)

  14. Elena

    26. February 2014

    Komdu endilega í taubleiukynningu í Þumalínu!
    Það verður event 13. mars, en við getum lika tekið á móti ykkur í einkakynningu á tíma utan opnunartímans – tilvlið að kíkja með vinkonum þínum úr bumbuhópnum eða saumaklúbbnum!
    Margnota bleiur eru einfaldlega snilld – og virkilega trendí!

    https://www.facebook.com/events/1405499206376477/

    Kær kveðja!