Hvað er í skiptitöskunni?

BARNAVÖRUR

Ég sagði ykkur einhvern tímann frá því að ég keypti bakpoka fyrir skiptitösku (sjá hér, æ úbbs.. eða bleyjutösku). Ég sé ekki eftir því.. en ég reyndar skipti um tösku. Ég átti annan bakpoka fyrir sem okkur þótti hentugri einfaldlega því hann opnast “upp á gátt”… ég áttaði mig ekki á því hve “lokaður” Hunter bakpokinn var. Oft þarf maður að rífa allt upp úr töskunni á núll einni og því var hin taskan málið.

Ég er ekki með neitt sérstaklega mikið í töskunni.. eflaust mjög svipað og aðrir foreldrar.. en þetta er svona það sem mér finnst nauðsynlegt að hafa með mér á ferðinni.

Bakpoki: Galleria Reykjavik Marc by Marc Jacobs

Skiptidýna: Mér finnst allir þurfa að eiga svona.. sérstaklega barnsins vegna en svo líka hreinlætisins vegna. Ég keypti þessa í Target en ég hef séð þessari skiptidýnur í öllum stærðum og gerðum. Fæst í öllum helstu barnavöruverslunum á Íslandi.

Water Wipes: Hands down… þetta eru algjörlega bestu blautþurrkurnar (aukaefnalausar, bara tvö innihaldsefni = vatn og dropi úr grape ávextinum. Kíkið á innihaldslýsinguna, hvernig er ekki hægt að kaupa þetta?). Ljósmæðurnar mæltu með blautþurrkunum við mig.. þær höfðu rétt fyrir sér :) Fást m.a. í Bónus og Nettó.

Bleyjur: Libero bleyjurnar eru þær bestu að mínu mati (ekki skamma mig, ég er með mikið samviskubit yfir því að nota bleyjur). Fást m.a. í Bónus.

Desitin: Ótrúlega gott zink krem fyrir bleyjusvæðið ásamt öðrum stöðum, t.d. handarkrika og fellingar. Fæst m.a. í Target.

Saltvatnsdropar: Algjör nauðsyn að hafa í töskunni ef nebbinn stíflast. Fæst í öllum Apótekum.

Hýdrófíl: Rakakrem sem ljósmæðurnar mæltu með. Lyktarlaust og mjög gott. Fæst í apótekum.

Locoid: Þetta á svo sem ekki við marga.. en þetta er vægt sterakrem við exemi sem ég hef þurft að bera á hana síðastliðna daga. Fæst í öllum apótekum.

Snuddutaska og snuð: hvort tveggja frá MAM.. ég á tvær svona töskur, aðra sem ég nota á vagninn en þessi er í skiptitöskunni. Mjög sniðugt.. bæði upp á að hafa þær á sínum stað og eins heldur þetta þeim hreinum.. eða hreinni sbr. ef þær væru lausar í töskunni. Fæst m.a. í Nettó.

Leikfang: Þessi margfætla eða könguló er heldur betur búin að slá í gegn. Svo virðist samt vera sem miðarnir á leikfanginu séu farnir að vinna vinsældarkeppnina.. hvað er málið með börn og miða?

Naghringir: Frá Life Factory úr sílikoni (sem er kostur því það smitar ekki óæskilegum efnum til barns). Þessir hringir eru æði!

Froskurinn: Frá Mam. Dóttir mín er æst í þennan frosk. Skær liturinn er extra spennandi. Ég er annað hvort með froskinn eða naghringinn í töskunni.

Andlitsklútar: Ég hef verið með þvottapoka eða nýja vöru sem ég hef verið að prófa frá WaterWipes (sama innihaldsefni og í blautþurrkunum frá þeim). Þar sem dóttir mín er svo þurr í framan er ég að elska andlitsklútana frá WW. Þeir veita húðinni raka sem er akkurat sem hún þarf. Reyndar eru þær ætlaðir mér en ég get líka notað þá á hana eftir matartíma :)

Að lokum er ég með taubleyju og líka auka sett af fötum!

Bambo mættar á fleiri staði

Ég Mæli MeðLífið MittTinni & Tumi

Ég sagði í upphafi ársins frá bleyjunum sem við Aðalsteinn völdum eftir miklar pælingar fyrir soninn, Bambo. Á þeim tíma fengust bleyjurnar eingöngu í versluninni Rekstrarlandi í Skeifunni sem er kannski ekki í leiðinni fyrir alla. Alls ekki okkur en ég kaupi bara frekar fleiri pakka í einu og spara mér ferðirnar. Nýlega sá ég þó að þær hafa farið í sölu í verslununum Víði og Fjarðarkaup og varð því að smella inn smá áminningarfærslu um þær hér á síðunni.

Við veljum þessar bleyjur vegna þess að þær eru Svansmerktar og Bambo bleyjurnar eru með FSC merki sem þýðir að fyllingarefnið í framleiðslunni kemur úr sjálfbærum skógi sem þýðir að fleiri tré eru ræktuð en felld. Ég fékk ótrúlega mikið af hvatningu í kjölfar færslunnar um að ég ætti að skipta yfir í taubleyjur. Ég hef því bara því miður ekki tíma til að fást við meiri þvott á heimilinu og þegar maður á son sem skilar að meðal tali 6 kúkableyjum á dag þá finnst mér frábært að það séu til bleyjur sem ég get notað með góðri samvisku gangvart umhverfinu :)

bleyjur3-620x413

HÉR finnið þið upphaflegu færsluna mína um Bambo bleyjurnar – ég hvet ykkur endilega til að kíkja á þær næst þegar krílunum vantar bleyjur. Ég fór bara núna um daginn í Rekstrarland og kippti með mér tveimur pökkum af stærð nr. 4 sem kostar þar 1990kr pakkinn. Ég tel líklegt að verði séu vonandi svipuð í Víði og Fjarðarkaup. Eins langar mig í leiðinni að minna á uppskriftina að heimagerðu blautþurrkunum – snilld fyrir bossana og besti augnfarðahreinsirinn meira um það HÉR.

Eigið góðan laugardag – ég hvet sem flesta til að fara á kjörstað og skila inn sínu atkvæði!

EH

Aðeins það besta fyrir soninn

Lífið MittTinni & Tumi

Það er ótrúlegt hvað það breytist margt hjá manni þegar maður verður foreldri. Allur hugsunarhátturinn minn hefur gjörsamlega breyst og ég kaupi ekki neitt sem viðkemur barninu mínu án þess að vera búin að pæla vel í því. Það á við um fæðu, hreinsiefni, snyrtivörur, föt og að sjálfsögðu bleyjur.

Ég fæ stundum fyrirspurnir tengdar sæta syni mínum og hvað ég hef verið að nota fyrir hann svo mér datt í hug að barnatengdar vörur geti verið skemmtileg viðbót inná síðuna mína. Fara inní það að vera mömmubloggari – ásamt förðuninni og tískunni.

bleyjur2

Mér fannst það mjög stór ákvörðun þegar kom að því að velja bleyjur fyrir Tinna og ég hef held ég alveg örugglega prófað flestar bleyjurnar sem eru fáanlegar á íslenskum markaði. Sumar eru fínar, aðrar eru hræðilegar en ég geri miklar kröfur um það að bleyjurnar séu með mjög góðum lekavörnum. Ég á lítinn dreng sem ég held að geri stundum í því að kúka sem oftast á dag bara til að hrekkja mömmu sína. Bleyjur eru nú alls ekki ódýrasta varan sem fæst útí búð og þegar maður fer með sirka 4 pakka af bleyjum á mánuði þá fer maður aðeins að pæla meira í hlutunum.

Ég hef sagt ykkur frá mömmuhópnum mínum nokkrum sinnum. Fyrir einhverjum mánuðum síðan varð allt vitlaust í hópnum okkar útaf bleyju tilboði sem var á hópkaup.is. Þá var verið að selja pakka af bleyjum sem við höfðum aldrei á ótrúlega fínu verði. Þær kepptust um að kaupa sem mest af bleyjupökkum en sjálf hafði ég ekki nógu hraðar hendur og missti af tilboðinu. Ég vissi ekkert um bleyjurnar þá og fannst þetta kannski ekki vera mikill missir. Í dag veit ég þó betur.

bleyjur4

Eflaust muna einhverjar mömmur hérna eftir þessu frábæra bleyjutilboði. En bleyjurnar sem ég er að tala um nefnast Bambo og fást t.d. í versluninni Rekstrarland í Skeifunni. Skvísurnar í mömmuhópnum mínum kepptust allar við að lofa þessar blessuðu bleyjur hástert og einhverjum hafði reiknast til að þetta væri það merki sem biði uppá mest magn af bleyjum í pakka og þetta væri ódýrasta stykkjaverðið á bleyjum á Íslandi, alla vega um mitt síðasta ár.

Ég sló til og ákvað að lesa mér meira til um þessar bleyjur. Það fyrsta sem ég sá var að þær eru svansmerktar. Ef þið þekkið til þessarar merkingar þá mega bleyjur sem eru með svansmerkingu ekki innihalda bleikiefni eða ilmefni, það verður að vera lágmörkun óendurnýjanlegs framleiðsluúrgangs í framleiðsluferlinu, þær innihalda engin mýkingarefni og þær verða að inihalda endurnýjanleg hráefni. Fyrir utan svansmerkinguna þá eru Bambo bleyjurnar með FSC merki sem þýðir að fyllingarefnið í framleiðslunni kemur úr sjálfbærum skógi sem þýðir að fleiri tré eru ræktuð en felld. Loks þá eru bleyjurnar ofnæmisprófaðar.

Síðan ég las mér til um þessa kosti Bambo hef ég reynt að gera það að markmiði að kaupa þær helst. Auðvitað kemur uppá að það vantar bleyjur og það er ekki hægt að kaupa Bambo þar sem þær fást bara á einum stað í Rekstrarlandi í Skeifunni.

bleyjur3Á mínu heimili eru keyptir nokkrir bleyjupakkar í einu…

Svo er annað sem ég er svo ánægð með. Aftur verð ég að minnast á það að ég á dáldið mikinn kúkakall. Ég get ekki talið skiptin þar sem drengurinn hefur klárað allar belyjurnar sem ég hef verið með í bleyjutöskunni hans og svo kemur ein bleyja í viðbót. Svo eru það þessi skipti sem ég hef hreinlega gleymt bleyjutöskunni. Hingað til hefur það endað með því að ég hef þurft að kaupa heilan pakka af bleyjum þrátt fyrir að þær vanti bara alls ekki. Um daginn kom einmitt uppá að bleyjurnar gleymdust heima og kúkableyjan kom. Ég kíkti inná Olís sem var næsta verslun og mér til mikillar hamingju var hægt að kaupa þrjár bleyjur í pakka og vitiði hvað – það voru Bambo bleyjur. Stundum þarf lítið til að gleðja eina mömmu þetta bjargaði alla vega skapinu mínu þá stundina. Ég ákvað einmitt þá að ég þyrfti að segja ykkur bæði frá þessum bleyjum og því að það væri nú loksins hægt að kaupa bara nokkrar bleyjur í einu. Minnir að pakkinn af þessum þremur bleyjum hafi kostað um 250 kr. ég man það þó ekki alveg.

Bleyjurnar halda vel í sér vökva, mér finnst eins og Tinna finnist þær þægilegar, þær eru frekar þunnar og þess vegna kemur á óvart hvað geta haldið miklum vökva, þær eru mjúkar og þær eru voðalega krúttlegar. En á þeim, eða alla veg stærðinni sem Tinni notar þá er stór og sætur brúnn bangsi sem er framan á bleyjunum og svo aftan á þeim sést aftan á bangsann.

bleyjur

Ég og margar af mínum mömmu vinkonum mælum með þessum ;)

EH