fbpx

Heilsuspjallið: Nökkvi Fjalar

ÆfingarHeilsaUppskriftir

Næsti viðmælandi minn í heilsuspjallinu er góðvinur minn hann Nökkvi Fjalar. Nökkva hef ég kannast við síðan úr Verzló en það var ekki fyrren þegar kærastan hans, Anna Lára, vann Ungfrú Ísland að ég kynntist honum betur. Í tengslum við Ungfrú Ísland og för Önnu í Miss World fórum við að vinna svolítið saman og í framhaldinu skapaðist samstarf og vinátta sem er enn að styrkjast og dafna. Nökkvi er einn hressasti, metnaðarfyllsti og duglegasti strákur sem ég þekki. Hann mætir á hverjum degi í ræktina – a.m.k. 1x. Það þurfa allir einn Nökkva í líf sitt sem hvetur mann áfram – ég mæli með að fylgja honum!

Hver er Nökkvi Fjalar?

Ég er 23 ára gamall áhugamaður um heilsu og heilbrigt líferni. Ég er mikið á samfélagsmiðlunum undir mínu eigin nafni og pósta þar reglulega æfingum og mataræði.

Hversu oft æfir þú í viku og hvernig?

Ég æfi alla virka morgna klukkan 06:45. Einnig er ég með fastan æfingatíma klukkan 08:00 á laugardögum. Ég á það til að vinna langt fram eftir á virkum dögum og brýt þá uppá daginn með æfingu í kringum 17:00

Hvað gerir þú til að koma þér í gírinn fyrir æfingu?

Ég hendi í mig góðum koffíndrykk og smelli réttu tónlistinni á.

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Ég hef gaman af flest öllum æfingunum mínum annars myndi ég varla nenna þessu á hverjum degi.

Hversu lengi hefur þú haft áhuga á heilbrigðum lífsstíl og stundað líkamsrækt?

Ég hef verið í gymminu í 5 ár en þetta hófst allt fyrir svona 2 árum síðan.

Viltu deila með okkur einhverju góðu ráði?

Ráðið mitt er einfalt: settu æfingarnar inní rútínu hjá þér og haltu þér við hana eins og þú getur! Svo á maður alltaf að velja hollari kostinn í mataræðinu…. eða svona 90%

Hvaðan færð þú inspo og motivation?

Ef ég hætti að æfa er ég logandi hræddur um að enda eins og ónefndir vini mínir… heldur mér á tánum!

Eru einhverjir á samfélagsmiðlum sem þú mælir með að fylgjast með til að fá hugmyndir að æfingum og hvatningu?

Ofurgísli er einn ljónharður einstaklingur! Mæli með ?

Fylgir þú einhverju sérstöku matarræði?

Ég fasta til hádegis. Vel svo hollari kostinn allan daginn og loka fyrir munninn á mér klukkan 21:00. Minnka kolvetnin þegar líður á daginn.

Notar þú einhver fæðubótarefni?

Nei nota það ekki. Er að borða svo fjölbreytta fæðu. Mæli samt ekkert endilega með því að sleppa. Fer bara eftir því hvað þú vilt gera.

Hvert er þitt guilty pleasure?

Kleinuhringir…

Lumar þú á góðri uppskrift sem þú vilt deila með lesendum?

Ég er lítið í uppskriftunum. Próteinpönsurnar sem ég og Anna (aðallega Anna) gerum er reyndar eitthvað sem ég mæli með. Held það sé bara egg, súkkulaði protein, banani og smá hafrar ?

Lokaorð?

Takk fyrir að leyfa mér að svara þessum spurningum. Gífurlega gaman að fá tækifæri til þess að skjóta á vini sína (sjá spurningu um inspo).

Takk fyrir sömuleiðis!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Heilsuspjallið: Fanney Dóra

Skrifa Innlegg