fbpx

Heilsuspjallið: Fanney Dóra

ÆfingarHeilsaUppskriftir

Mig hefur lengi langað að hafa lið hér á blogginu þar sem ég tek spjall um heilsu og hreyfingu við áhugavert fólk sem ég hef tekið eftir á samfélagsmiðlum að eru dugleg og hvetjandi. Fyrsti viðmælandinn minn er Fanney Dóra en ég hef lengi fylgst með henni bæði á snapchat og instagram og smitar metnaðurinn og dugnaðurinn hennar ekkert smá útfrá sér! Ég hef oftar en einu sinni legið uppí rúmi á morgnana og drifið mig á æfingu eftir að hafa horft á snappið hennar – en hún er venjulega búin með æfingu dagsins þegar ég er rétt að skríða frammúr. Flott fyrirmynd sem ég mæli með að fylgjast með xx

Hver er Fanney Dóra?

Fanney Dóra Veigarsdóttir heiti ég og er 23 ára gömul. Ég vinn sem leiðbeinandi á leikskóla og er stúdent úr Flensborg í Hafnafirði, förðunarfræðingur og kennari í Reykjavík Makeup School. Ásamt því rek ég bloggsíðuna mína fanneydora.com og virk á samfélagsmiðlum eins og snapchat, instagram og youtube.

Þið getið fundið mig á mínum miðlum undir fanneydora.com.

Hversu oft æfir þú í viku og hvernig?

Ég reyni að æfa 5-6 sinnum í viku og það er mjög misjafnt hvernig. Ég er í fjarþjálfun hjá Fitnestic og geri prógram frá þeim á morgnanna, mæti fyrir vinnu til að lyfta og gera æfingu frá þeim. Svo reyni ég að vera dugleg að prófa nýja tíma í World Class, hef verið að fara núna í Spinning hjá Sigga Gunnars, Buttlift hjá Helenu P. Svo eru Foam Flex tímarnir hjá Kristfríði geðveikir! Svo reyni ég að fara á kvöldin og brenna þess á milli.  

Hvað gerir þú til að koma þér í gírinn fyrir æfingu?

Drekk gott preworkout og dansa .. Já eflaust smá skrítið en þegar mig vantar pepp þá set ég á Mister Wifes – Own Home og dansa eins og enginn sé morgundagurinn. Bara passa að draga fyrir og gleyma sér í smá stund.

Hver er uppáhalds æfingin þín?

Ég elska að taka fætur líklega því þar er ég mun sterkari í fótum en höndum, en þessa dagana elska ég allar æfingar með teygjur. Bæti þeim inní margar æfingar og fæ svona fjórfalt meira útur æfingunni.

Hversu lengi hefur þú haft áhuga á heilbrigðum lífsstíl og stundað líkamsrækt?

Hef alltaf haft áhuga en ekki kunnað að nýta mér hann, fannst ég ekki eiga  heima í líkamsrækt en svo fór það hugarfar að breytast og svona seinustu 2 árin hef ég verið á fullu að spá í líkamsrækt og heilbrigðum lífstíl. Svo seinasta árið hef ég verið að spíta mikið í lófana og er á fullu núna.

Viltu deila með okkur einhverju góðu ráði?

Mæli klárlega með því að ef þú átt erfitt með að byrja að vera í þjálfun, fjar- eða einka, því það er svo peppandi að þurfa að skila einhverju inn og hafa skemmtilegt prógram sem er sniðið að þér og hafa einhvern í þínu liði.

Svo er það bara að gera það sem maður hefur gaman af, lífið er alltof stutt fyrir leiðinlegar æfingar og bara njóttu þín! Finndu skemmtilegan ræktarfélaga, góðar uppskriftir og fáðu bara smá þráhyggju fyrir þessu. Það fór ekkert að gerast hjá mér fyrr en að ég fékk þráhyggju fyrir þessu og fór í ræktina því mér fannst það gaman.

Hvaðan færð þú inspo og motivation?

Inspoið mitt kemur mikið af samfélagsmiðlum, við vinkonurnar gerðum t.d snapchat grúppu sem við skírðum ÍFJ Fit þar sem við setjum einungis heilsutengt inn. Það má ekkert fara þangað sem er ekki tengt heilsu og peppum hvor aðra. Svo er ótrúlega hvetjandi allir sem fylgjast með mér á mínum miðlum og eru að senda mér hrós og hvetja mig áfram í því sem ég er að gera.

Það peppar mig að geta peppað aðra!

Eru einhverjir á samfélagsmiðlum sem þú mælir með að fylgjast með til að fá hugmyndir að æfingum og hvatningu?

Seinustu daga hef ég mjög mikið verið að fylgjast með Hönnu Öberg, hún er með sjúklega flottar æfingar og vel gerð myndbönd. Elska að prófa það sem hún setur inn! Svo fylgist ég að sjálfsögðu mikið með RVK Fit og facebook grúppan motivation girls!

Fylgir þú einhverju sérstöku matarræði?

Ég fylgi 16:8, borða þá frá 12:00 – 20:00 sirka flesta daga en auðvitað hliðrast það aðeins til suma. Ég elska þetta mataræði og það hentar mér mjög vel, finn mikinn mun á maganum, svengd og þetta stanslausa nart tilheyrir sögunni. Eina sem er að það verður að passa sig hvað maður borðar á þessum 8 tímum því maður vill ná árangri og þá má ekki borða hvað sem er þarna.

Notar þú einhver fæðubótarefni?

Ég nota viðbótarprótein útí boozt og c4 ( telst það sem fæðubót ?) Ekki meira eiginlega vegna þess að úrvalið er svo fáránlega mikið og finnst ómögulegt að vita hverju ég ætti að byrja á. Ætla að kaupa eitt og enda með að kaupa ekkert því mér finnst ég þurfa allt.. lúxus vandamál ég veit.

Hvert er þitt guilty pleasure?

Að fá mér eðlu uppí rúmmi og horfa á þátt. Einhverjir þrif perrarnir missa allt álit á mér núna en ég elska að borða uppí rúmmi .. það er bara svo notalegt! Þegar ég ætla all in í tríti þá borða ég uppí rúmi.

Lumar þú á góðri uppskrift sem þú vilt deila með lesendum?

2 dósir chilli túnfisk
3 egg
1 lítil létt mayo

Allt saman og ofan á maískex, já þakkið mér bara seinna.

Lokaorð?

Mig langar til að hvetja ykkur sem eruð hrædd við ræktina eða finnst þið ekki eiga heima þar að bara prófa. Það er ekki bara líkamlegi parturinn heldur andlegi,  lengi vel hef ég verið að stríða við kvíða og þunglyndi sem er ekki lengur hluti af mér því ég fór á fullt að rækta mig. Rækta mig líkamlega og andlega, hætti að hugsa um rækt og allt tengt líkamanum sem trít eða sem seinni hugsun ( einhvað ef ég hefði tíma ) heldur er allt annað í öðru sæti og ég í fyrsta. Núna fer ég frekar í ræktina ef ég er kvíðin og losa mig við allt þar heldur en að fá mér einhvað óhollt og líða enn verr!

Takk fyrir viðtalið!

Takk fyrir sömuleiðis!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Æfing sem fær þig til að svitna

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1