fbpx

Kína: Part II & Hong Kong

66° NORTHLífið

Mikið er dásamlegt að vera komin heim! Ég sit í hægindastólnum mínum heima vafin inn í teppi á þessum kalda sunnudegi. Eins gaman og það er að ferðast og fara á nýja staði þá er alltaf svo gott að koma heim og ég tek kuldanum og vetrinum fagnandi.

Við fórum einn dag í Jinan Wild Life Park sem er eins konar dýragarður nema að þetta er í upprunalegum heimkennum dýranna og búið að girða af og setja veg í gegn. Garðurinn var því risastór og ekki eins og “típískir” dýragarðar en að keyra þarna í gegn minnti mig mikið á þegar ég fór í safari í Suður Afríku og fannst mér þessi dýragarður því (vonandi) örlítið betri en commercial dýragarðar. Ég er algjör dýramanneskja og þessi dagur var einn sá skemmtilegasti í ferðinni!

Síðustu dagarnir í Kína liðu ótrúlega hratt en mestur tíminn fór í æfingar fyrir lokakvöldið sem var skipt í tvennt; galakvöld og svo útishow við Daming Lake, sem er einn af fallegri stöðunum í Jinan.

Ferðalagið okkar heim var yfir 40 tímar en inni í því var 12 tíma millilending í Hong Kong. Við vorum löngu búnar að ákveða að hanga ekki inni á flugvelli í þessa tólf tíma og erum svo heppnar að eiga góða vinkonu sem býr í Hong Kong. Denise, ásamt þeim Gísla og Karitas sem búa líka í Hong Kong, voru svo yndisleg að guide-a okkur um borgina og fara með okkur LOKSINS að borða venjulegan mat. Matur hefur held ég sjaldan bragðast jafn vel og þennan dag haha. Hong Kong fannst mér alveg stórkostleg og ég væri mikið til í að ferðast þangað aftur og kynnast borginni enn betur. Við höfðum auðvitað lítinn tíma en röltum um Soho, fórum upp á The Peak þar sem er sturlað útsýni yfir alla borgina, og borðuðum svo á æðislegum stað með útsýni yfir höfnina og yfir á meginlandið. Virkilega góður endir á skemmtilegri ferð xx

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Kína: Part I

Skrifa Innlegg