fbpx

Fyrsta vikan

HeimiliðLífiðWorld Class

Ég sagði ykkur frá því um daginn að það væri margt nýtt og spennandi framundan hjá mér en eitt af því er ný vinna!

Á mánudaginn tók ég við sem stöðvarstjóri í World Class í Hafnarfirði. Ég viðurkenni að það hafa verið mikil viðbrigði að “mæta” í vinnuna snemma á morgnana alla vikuna en þrátt fyrir að hafa alltaf verið að vinna síðustu ár með skólanum þá hefur það mestmegnis verið í verkefnum og öðru sem ég hef unnið að heiman. Ég hef síðan síðustu fimm sumur verið að fljúga hjá Icelandair en mun ekki gera það núna í sumar. Þegar þessi stöðvarstjóra staða kom upp þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um og er ég ótrúlega spennt fyrir þessu nýja starfi. Ég held samt að sjálfsögðu áfram að vinna í öðrum verkefnum með auk bloggsins og minna miðla. Það er alltaf nóg að gera!

En fyrstu vikunni í nýrri vinnu er ekki einungis að ljúka heldur er í dag akkúrat vika síðan ég flutti (loksins) inn í íbúðina mína. Ég hef lítið verið heima í vikunni sökum anna en VÁ hvað ég er búin að sofa vel og ég finn strax hvað mér líður vel þarna. En það er efni í aðra færslu og mun ég deila meira af flutningunum og breytingunum heima með ykkur á næstu dögum ♡

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

66° í austurrísku Ölpunum

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

    • Birgitta Líf

      23. March 2018

      ♡♡♡