fbpx

66° í austurrísku Ölpunum

66° NORTHLífiðTíska

Ég er á leið heim frá Austurríki þar sem ég fór í fimm daga brettaferð. Ég kem alltaf jafn endurnærð úr skíðafríum en það er svo dásamlegt að gleyma öllum áhyggjum og renna sér niður brekkurnar, borða góðan mat, slaka á í spa og sofa vel. Toppdagar að baki!

Ég hef verið á skíðum/snjóbretti síðan ég man eftir mér og höfum við fjölskyldan verið dugleg að fara í skíðaferðir í gegnum árin. Það er alveg eins með skíðagallann og önnur föt, það er alltaf jafn gaman að fá sér nýtt dress. Núna eru nokkur ár síðan ég fór síðast í brettaferð og fannst mér því tími til að fá mér nýtt dress. Ég fór í 66° Norður áður en ég fór út og fékk að velja mér jakka.

Ég valdi mér Hólar anorakkinn en hann er vatnsfráhrindandi og mjög léttur en hlýr svo hann hentar vel í brekkurnar. Ég átti erfitt með að velja lit en jakkinn kemur bæði í dökkbláu og appelsínugulu. Ég setti upp kosningu á instagram en endaði á að velja mér þann dökkbláa. Mér finnst appelsínuguli jakkinn líka ótrúlega flottur en þar sem ég sé fyrir mér að nota jakkann einnig hversdags fannst mér dökkblái praktískari kostur.

Ég held að ég hafi verið í 66° frá nánast toppi til táar alla ferðina. 66° föðurlandið var að sjálfsögðu staðalbúnaður en síðan var ég í peysunni Bylur innanundir jakkanum þar sem hún er mjög hlý og nær upp í háls. Hvíta Jökla úlpan var síðan fullkomin í bæjarröltið í kuldanum.

Hólar anorakkinn fær toppeinkunn frá mér hvort sem er hversdags eða á skíðin! Mér varð aldrei kalt og síðan var þægilegt að geta rennt aðeins niður þegar sólin skein. Takk fyrir mig 66° Norður! xx

xx

Birgitta Líf

instagram & snapchat: birgittalif

Collagen heilsudrykkur - uppskrift

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Sigga

  20. March 2018

  Hæhæ mætti ég spyrja hvar þú fékkst skíðagleraugun ?

  • Birgitta Líf

   23. March 2018

   Ég keypti þau fyrir rúmlega ári í útivistarbúð í Þýskalandi. Man ekki hvaða tegund þau eru þarf að tékka á því x