fbpx

Collagen heilsudrykkur – uppskrift

HeilsaUppskriftir

Það er alltaf gott að skella í grænan, ferskan og ofurhollan smoothie en Heilsudrykkur Dísu – sem er á matseðlinum í Laugar Café – er einn af mínum uppáhalds.

Drykkinn er bæði hægt að gera sjálfur heima eða grípa með sér í Laugum, t.d. eftir æfingu.

Við mamma pöntuðum okkur þennan drykk oft og smökkuðum til en hann fór síðan á matseðilinn undir nafninu Heilsudrykkur Dísu!

Heilsudrykkur Dísu

Spínat

Mangó

Kreist epli

Engifer

Sellerí

Spirulina duft

Feel Iceland; Amino Collagen


Magn/hlutföll fer eftir smekk en spirulina duftinu og Amino Collagen próteininu er bætt við í lokin og hrært létt saman við. En hvað er spirulina og Amino Collagen?

Spirulina: Spirulina er blá-grænþörungur sem er ein næringarmesta fæða sem völ er á. Spirulina hjálpar til við að vernda ónæmiskerfið, hjálpar við upptöku steinefna, jafnar matarlyst og hefur hreinsandi áhrif a líkamann.

Amino Collagen: Amino Collagenduftið frá Feel Iceland er 100% íslenskt fæðubótarefni unnið úr fiskiroði. Duftið hjálpar við kollagenframleiðslu líkamans sem eykur teygjanleika og fegurð húðarinnar og styrkir liðina. Ég hef notað duftið í okkur ár en því er hægt að blanda útí nánast hvað sem er. Mér finnst best að bæta því útí smoothie eða hafragraut einsog ég hef skrifað um hér áður – en það er nánast bragðlaust.

Feel Iceland Amino Marine Collagen er m.a. selt í Laugar Café en alla vörulínuna er núna hægt að kaupa í Hagkaup – meira hér. Vöruna fékk ég að gjöf. 

Njótið vel!

xx

Birgitta Líf

instagram & snapchat: birgittalif

Bestu trixin til að fá heilbrigt og ferskt útlit

Skrifa Innlegg