fbpx

Mín uppáhalds Moët

LífiðSamstarf

Í ár ætla ég að halda áramótapartý heima hjá mér og því er allt á fullu núna í að undirbúa. Þeir sem þekkja mig, eða bara fylgja mér, vita að ég elska kampavín og hef verið í samstarfi með Moët í rúmt ár. Mér finnst alltaf jafn gaman að prófa nýjar týpur af kampavíni og læra meira um hverja flösku og allt sem þessu tengist. Í gær rakst ég svo á skemmtilega færslu um kampavín hér inni á Trendnet: http://trendnet.is/trendnytt/allt-sem-thu-tharft-ad-vita-um-kampavin/  – meira að segja mamma mín hélt að ég hefði skrifað þetta haha.

Kampavín getur verið eins misjafnt og það er margt en að mínu mati er gott kampavín mjööög gott. Það eru margir sem drekka ekki kampavín en vita kannski ekki að það séu til margar týpur. Ég hef oft breytt skoðun vinkvenna minna á kampavíni með því að bjóða þeim uppá hvítu Moët Ice. Hvíta flaskan er klárlega mín uppáhalds enda er ég með mjög sætan smekk þegar kemur að drykkjum (og eftirréttum!!). Ef ég stel örlítið úr færslunni sem ég benti á þá segir þessi listi til um sætustig kampavíns:

Sætustig – Brut, Extra-brut, Sec, Demi-sec, og Doux. Þessar merkingar segja okkur hversu mikill sykur er í víninu, þ.e. hversu sætt kampavínið er.

a.     Brut Nature Brut Zero: 0-3 gr. á líter

b.     Extra Brut : 0-6 g/l

c.      Brut : 0-12 g/l

d.      Extra Sec : 12-17 g/l  Dry17-32 g/l

e.      Demi-Sec : 32-50 g/l

f.       Doux : 50+ g/l

Moët Ice Imperial er demi-sec og því virkilega sæt og fersk.

Kampavín er hugsað að maður eigi að drekka það ískalt en í heitu löndunum í Suður Evrópu var oft erfitt að bera það fram þannig útaf hitanum. Heitt kampavín er já…ekkert sérlega spes. Moët Ice var því framleitt til að bregðast við þessu vandamáli og á að bera það fram í aðeins stærri glösum með klökum, jarðaberjum og myntu. Ég verð með kampavíns”bar” í áramótapartýinu og hlakka til að bera þetta fram á þennan hátt. Maður getur þá ímyndað sér að maður liggi með kampavínsglas við sundlaugabakkann í sól í Grikklandi en ekki hér í kuldanum.

Ég sá þegar ég var að gera þessa færslu að Karen Lind var einnig að blogga um Moët Ice og er ég því ekki ein um að eiga þessa sem uppáhalds. Það hlýtur að vera ágætis gæðastimpill að við skulum báðar setjast niður og skrifa um flöskuna!

Auk Ice verð ég svo að sjálfsögðu einnig með “venjulegar” Moët Imperial í boði, bleikar Moët Rosé Imperial og svarta sem heitir Moët Nectar Imperial. Nectar smakkaði ég í fyrsta sinn í sumar en hún er líka demi-sec og mjög góð.

Það verður nóg af kamapvini hjá mér og mínum einsog þið sjáið en ég mæli með að prófa þessar týpur ef þið hafið ekki smakkað – og hvenær er betra tækifæri fyrir kampavín en einmitt á áramótunum?

Mig langar að skjóta því inní að ég er að gefa smá áramótapartýpakka sem inniheldur Moët Ice Imperial á instagram og dreg út í kvöld xx

https://www.instagram.com/p/Br8nratF0NN/?utm_source=ig_web_copy_link

Það er margt spennandi framundan hjá mér á nýju ári með Moët sem nær meiraðsegja út fyrir landsteinana. Ég hlakka til að segja ykkur betur frá því þegar þar að kemur.

Áramótakveðja

xx

Birgitta Líf
social media: @birgittalif

Multimasking með Laugar Spa

Skrifa Innlegg