fbpx

TRENDNÝTT

CHAMPAGNE – ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM KAMPAVÍN

Nú nálgast sá dagur sem fólk skálar gjarnan í kampavíni eða öðru freyðivíni.

Við rákumst á góða kampavíns umfjöllun fyrir byrjendur í danska Costume sem við ætlum að deila með ykkur.

Flestir vita að kampavín inniheldur bubblur og er best ískalt – en vitum við eitthvað meira?

Champagne

Fyrsti punkturinn er kannski sá að nafnið Champagne á miða flöskunnar er trygging fyrir því að vínið komi frá Champagne, sem er lítið vínhérað í Frakklandi. Margir kjósa síðan önnur freyðivín framyfir Champagne þar sem það lækkar oft verðmiðann. Þar má að sjálfsögðu einnig finna gæðavín og má þar nefna Prosecco frá Ítalíu, Cremant frá Frakklandi og Cava frá Spáni.

Hitastig

Kampavín á að vera 6-8 gráður þegar það er borið fram.

Þar sem vínið inniheldur bubblur og sýru þá er drykkurinn mjög ferskur. Bragðið er einnig létt og þægilegt og því er best að drekka vínið kalt. Þegar góð kampavínsflaska er borin fram er mikilvægt að hafa flöskuna ekki of kalda því þá tapar maður hluta af bragðupplifuninni.

Ónýt flaska

Kampavín geymist í mörg ár og mun bragðið þróast og breytast á þessum tíma. Helsti óvinur kampavíns, eins og annarra vína, er súrefni. Ef of mikið súrefni kemst í flöskuna þá verður kampavínið þungt og biturt. Það er þó afar sjaldgæft að þetta eigi sér stað.

Með hvaða mat passar kampavín?

Kampavín er gjarnan boðið fram sem fordrykkur og er góð þumalputtaregla að hafa fordrykkinn í þurrara lagi. Þurrir fordrykkir örva matarlyst á meðan sætari sefa hana.

Eiginleikar kampavíns gera það að verkum að hægt er að drekka það með fjölbreyttum mat.

Sérfræðingurinn Veuve Clicquots talar um að persónulega drekki hann hvítt kampavín með skjaldýrum, fiskréttum og hvítu kjöti á meðan hann drekki rosé kampavín með t.d. humar, rauðu kjöti og rótargrænmeti. Sætt kampavín (demi-sec eða sec) passar síðan betur með t.d. foie gras, sætabrauði eða sterkum mat.

Miðinn á flöskunni

Miðinn á flöskunni gefur mikilvægar upplýsingar. Þar má í fyrsta lagi sjá hvort að flaskan sé frá Champagne héraðinu og þá má sjá sætustigið á kampavíninu.

Ef þið finnið síðan ártal á miða flöskunnar þá er vínið “vintage champagne” og upprunnið frá einungis því ári.

Sætustig – Brut, Extra-brut, Sec, Demi-sec, og Doux. Þessar merkingar segja okkur hversu mikill sykur er í víninu, þ.e. hversu sætt kampavínið er.

a.     Brut Nature Brut Zero: 0-3 gr. á líter

b.     Extra Brut : 0-6 g/l

c.      Brut : 0-12 g/l

d.      Extra Sec : 12-17 g/l  Dry17-32 g/l

e.      Demi-Sec : 32-50 g/l

f.       Doux : 50+ g/l

Vert að vita

Staðsetning Champagne héraðsins, jarðvegsaðstæður og loftslag eru þekkt fyrir að búa til létt og ferskt freyðivín. Á sama tíma þýða þessar aðstæður einnig að gæði uppskeru séu misjafnar ár frá ári. Það er því ekki auðvelt að ná stöðugleika í því hvernig flaskan bragðast þar sem hún framleidd á ári hverju.

Það er því algengt að framleiðendur blandi saman berjum frá mörgu árum (uppskerum) til að halda í sama bragð. Síðan eru það vintage vínin sem innihalda aðeins ber frá einni og sömu uppskerunni, þar er því hægt að nálgast góðar uppskerur frá framleiðendum.

Að lokum

Óháð því hvaða kampavín eða freyðivíni er drukkið, hvort það sé áfengt eða óáfengt þá er mikilvægast að skála með bros á vör og með fólki sem okkur þykir vænt um.

SKÁL!

//
TRENDNET

 

Saga Sig fyrir Apple

Skrifa Innlegg