fbpx

Multimasking með Laugar Spa

Laugar SpaSnyrtivörurÚtlit

Ég var á leið í langt flug í gær og nýtti því kvöldið áður í að undirbúa húðina með örlitlu extra dekri. Ég reyni að vera dugleg að setja á mig maska og hreinsa og hugsa alltaf vel um húðina en einsog þið eflaust nota ég alltaf Laugar Spa vörurnar sem ég á smá þátt í að hanna og þróa og eeeelska hverja einu og einustu vöru í línunni!

Eftir að ég hafði hreinsað húðina vel setti ég bæði Laugar Spa FACE Mud mask og Laugar Spa FACE Radiant Mask á mig meðan ég pakkaði í töskur. Ég setti hreinsimaskann á T-svæðið og rakamaskann á restina af andlitinu og hálsinn og húðin var einsog ný og stútfull af raka fyrir ferðalagið.

Ein helsta ástæðan fyrir að ég elska vörurnar er hversu hreinar þær eru en þær eru allar lífrænar og ekki prófaðar á dýrum, mæli með xx

xx

Birgitta Líf

socialmedia: @birgittalif

Gestaþjálfari, skemmtileg æfing og nýtt námskeið

Skrifa Innlegg