fbpx

Nýjar hirslur á snyrtiborðið

Fyrir HeimiliðLífið MittMakeup Artist

Eins og þið sáuð þegar ég sýndi ykkur myndir af nýja snyrtiborðinu þá skortir mig sko ekki vörur en hins vegar þá vantar mig fleiri hirslur. Á öðrum snyrtivörubloggum sér maður rosalega flottar glærar hirslur sem við á Íslandi getum reyndar alveg keypt í gegnum netið og látið senda til okkar en þær eru að mínu mati bara alltof dýrar – alla vega fyrir plast ;)

Þegar ég raðaði í snyrtiborðið voru augnskuggarnir einhvern veginn útum allt og ekkert skipulag í skúffunni sem hélt utan um þá. Það er ekkert mál að stafla upp pallettum en þessir stöku augnskuggar eru aðeins erfiðari og fara einhvern veginn útum allt þegar maður opnar og lokar skúffunum. Ég fékk mér því fleiri glær box í Söstrene Grene eins og ég er með utan um glossin mín í hillueiningunni. Raðaði augnskuggunum í boxin, hlóð þeim ofan á hvert annað og setti svo varalitastandana mína ofan á.

Mér finnst þetta bara koma virkilega vel út og gefur sko ekki flottu makeup hirslunum eftir – svo sparar það ótrúlega mikið pláss að hlaða þeim ofan á hver annan. Ég þyrfti samt helst að eignast nokkur box í viðbót til að koma öllum augnskuggunum fyrir vonandi hættir verslunin ekki með þau alveg á næstunni!

hirslur2 hirslur3

Mér fannst dáldið gaman að geta snúið flottu augnskuggunum svona fram – eins og þið sjáið þá eru hér hin ýmsu merki en ég er rosalega hrifin af mörgum augnskuggum – finnst ekkert endilega neitt merki standa framar en önnur þegar kemur að augnskuggum. Ég er þó alltaf skotin í kremuðum augnskuggum fyrir það helsta að það er svo auðvelt að bera þá á augnlokin!

EH

 

Catwalkið hjá Andreu eftir Aldísi Páls

FallegtFashionÍslensk HönnunlorealMakeup ArtistSS14Trend

Ég fékk leyfi frá Andreu og Aldísi Páls til að birta myndirnar sem sú síðar nefnda tók á tískusýningu þeirra fyrrnefndu. Aldís hefur held ég bara alltaf tekið myndir fyrir lookbookin hennar Andreu og því liggur augum uppi að hún hafi séð um að mynda sýninguna fyrir hana.

Á tískusýningunni var alveg stappað og greinilegt að hönnun Andreu hefur safnað sér sterkum aðdáendahópi. Ég er alla vega meðlimur í aðdáendaklúbbi Andreu og ég var að missa mig úr aðdáun baksviðs fyrir sýninguna. Ég pantaði eitt af öllu hjá Andreu eftir sýninguna!

HFYqnm6sm1Y5YF9b-wyKyVXHwe3Q-A3TyFNiLvJxiKc

Fjaðurermarnar eru aðeins of fallegar!

10402561_10152428805455520_6120416174516715519_n

Ofboðslega fallegur kjóll:)

lRjlJVoExzSJiHe_5EgkSAIa-VYzQlMFYzNvj7fXWck

Ef ég væri aðeins hávaxnari þá myndi ég kaupa þessar buxur strax!! Ég held ég sé aðeins of lítil en það mun ekki stoppa mig frá því að máta þær þegar ég get – og kaupa ef þær passa ;)

 

uWUHbPRemDmjYQ4bczwezUKwXqNpdtBKS-AMNDHLrzQ

Æðislega sumarlegir maxi kjólar!! Finnst þetta munstur alveg æðislegt en þetta er alveg það sama bara í hvítu og svörtu. Hér eru skvísurnar svo með alvöru sólhatta og vintage Christian Dior sólgleraugu sem fást í AndreA Boutique.

5ZXA1VQ6u3bJFb4MX4H1nMDXCCnacftpqwsUcqla794

Þetta er bara of fallegur jakki – ég á svartan og hann er ofnotaður – passar við allt.

u5L_TWMz15KN0vCklgijUpiC0wrX46RxA_z0hSerf_g

Hlébarðamunstur er ómissandi partur af sumarlínunni.

VHPJV1S9OqmiiXoFRFALPcWM6N1JIpBatmCyBjc7bA8

Þessi samfestingur er bara aðeins of fallegur. Fíla líka víðu skálmarnar í botn.

Aldis Pals. Ljosmyndari

Bleiki liturinn kemur sterkur inn við fallega maxi kjólinn. Munstrið í kjólnum er hannað af Óla manninum hennar Andreu sem er grafískur hönnuður.

Aldis Pals. Ljosmyndari

Hér er svo sama munstur í samfesting. Svona samfestingur er á óskalistanum mínum fyrir sumarið.

Aldis Pals. Ljosmyndari

Hér sjáið þið svo flíkina sem er efst á mínum óskalista úr sýningunni – þessi kimono er auðvitað sjúkur!

Aldis Pals. Ljosmyndari

Svo falleg kápa – sólhatturinn er líka mjög skemmtilegur en því miður sjáið þið hann ekki á hlið hér en
þetta er eiginlega derhúfu sólhattur.

Aldis Pals. Ljosmyndari

Annar trylltur Dianna Ross samfestingur. Gullliturinn kom sterkur inn á sýningunni.

Aldis Pals. Ljosmyndari

Hlébarða maxi kjóll við kimono, gullkeðju og sólhatt – bara flott!

Aldis Pals. Ljosmyndari Aldis Pals. Ljosmyndari Aldis Pals. Ljosmyndari

Þessir kjólar voru auðvitað showstopper kvöldsins. Það sem sést þó ekk nógu vel er að í fellingunum á pilsinu eru gullrandir sem gera rosalega fallega áferð á pilsin.

Aldis Pals. LjosmyndariyXVFWUTGBKf_HPhQQIkZQiHsjj42dVPuvVMEJdTrUYUgy7Z3CxnlI0p2cP6ZR9SjMajNyxPpHfDgwbiaORKK8U

Hér er svo stjarna kvöldsins sem var fagnað svo Hafnarborg nánast skalf! Andrea var svo ásamt öllum fyrirsætunum klöppuð upp aftur – það hef ég aldrei séð áður fyr á tískusýningu. Þá stóð ég baksviðs með tárin í augunum uppfull af stolti fyrir að fá að taka þátt í sýningunni og svo var ég auðvitað að springa úr gleði fyrir hönd Andreu minnar.

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir
Hönnun: Andrea Magnúsdóttir
Förðun: ég með vörum frá L’Oreal ásamt Hafdísi Ingu og Gunnhildi Birnu
Hár: Theodóra Mjöll
Staður: Hafnarborg

HÉR getið þið séð myndir af öllum dressum sýningarinnar!

Allar flíkurnar sem þið sjáið eru partur af sumarlínu Andreu en margar flíkurnar eru nú þegar fáanlegar í verslun hennar á Strandgötunni í HFJ og hinar væntanlegar innan skamms.

EH

Mött Neonlituð naglalökk

Ég Mæli MeðFallegtMakeup TipsneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumOPISS14

Ég missti kjálkann niður í gólf af hrifningu þegar ég sá testerana fyrir nýju naglalakkalínuna frá OPI – neonlituð mött naglalökk!!! Ég tók strax mynd af litunum og setti inná Instagram og þegar sú mynd sló í gegn sá ég að ég yrði nú að gera almennielga færslu með litunum og sýna ykkur það sem er í boði;)

Þetta eru fáránlega flott lökk en það er smá dundur að setja þau á sérstaklega þegar maður notar undirlakkið sem kom út á sama tíma og línan. OPI sendi líka frá sér neon línu í fyrra en mér finnst þessir litir miklu bjartari og hér eru líka nýir litatónar.

neonlökk14

Samtals komu sex mismunandi litir sem eru bæði fánalegir einir í fullri stærð eða allir sama í minilökkum í setti. Ég tók auðvitað settið svo ég gæti sýnt ykkur alla litina. Ég mæli líka með því þar sem allir litirnir eru ótrúlega flottir og þeir komu mér verulega á óvart. Það kom ekki mikið af settum svo hafið hraðar hendur ef þið girnist það;)

neonlökk15

Undirlakkið er skjannahvítt og það gerir neonlitina miklu skærari. Það er auðvitað ekki nauðsynlegt – litirnir eru mjög flottir einir og sér en bara bjartari með lakkinu undir. Ég passaði mig að hafa áferðina á hvíta litnum eins jafna og ég gat svo það yrði auðveldara að ná litnum jöfnum. Eins þarf að passa mótunina á hvíta litnum – hér má ekkert fara úrskeiðis. En það er svo sem hægt að laga það til með asintone leiðréttingarpenna sem allir naglalakkaunendur verða að eiga:)

Undirlakkið ætti líka að virka undir aðra liti en bara þessa neonliti – ég þarf endilega að prófa það sem fyrst. Til að fá litinn ofan á sem jafnastann mæli ég með því að þið hafið mikið af litnum í penslinum – ekki skafa of mikið úr honum. Reynið helst að þekja nöglina alveg með penslinum í einni stroku. Ég er með tvær umferðir af öllum litum yfir undirlakkinu á myndunum hér fyrir neðan.

neonlökk6collage

Appelsínuguli liturinn kom mér skemmtilega á óvart – ég hélt einhvern veginn að hann væri sístur að hann væri of skær en hann kom ótrúlega vel út. Liturinn heitir Juicy Bar Hopping.

neonlökk5collage

Aftur hélt ég að guli væri ekkert spes en ég fýla pasteltóninn sem kemur yfir litinn – virkilega flottur litur sem ég mun nota mikið í sumar. Liturinn heitir Life Gave Me Lemons.

neonlökk4collage

Ég er ótrúlega skotin í þessum græna! Liturinn heitir You Are So Outta Lime!

neonlökk3collage

Fjólublái ilturinn var erfiðastur. Hann er dekkstur og það var smá vesen að ná litnum alveg fullkomlega jöfnum. Hér hedl ég að það skipti miklu máli að undirlakkið sé alveg skraufþurrt. Svo er að sjálfsögðu mun auðveldara að nota þennan einan og sér en ekki með undirlakkinu. Liturinn heitir Push and Purr-Pull.

neonlökk2collage

En nú að flottustu litunum – bleiki liturinn er truflaður! Sanseraða áferðin á honum gerir litinn alveg pörfekt og ég sem er sjaldan eða aldrei með svona bleikt lakk ætla að ofnota þennan í sumar. Liturinn heitir Hotter Than You Pink.

neonlökkcollage

Kóral liturinn greip athygli mína samstundis. Þennan lit og bleika litinn langar mig að eiga í fullri stærð því ég sé framá að klára mini glösin á næstu vikum;) Liturinn heitir Down to the Core-al.

Hvernig líst ykkur á þessa liti – eru þeir ekki alveg fullkomnir fyrir sumarið?

EH

Blake Lively í Cannes á Instagram

FashionFræga FólkiðGUCCIStíll

Ég er smá celeb stalker í mér… og ég viðurkenni það fúslega! Ég dýrka að fylgjast með fræga fólkinu á Instagram og það er ein sem er í miklu uppáhaldi hjá mér – leikkonan Blake Lively.

Það er búið að vera sérstaklega gaman að fylgjast með síðunni hennar síðustu daga þar sem hún er stödd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Blake er eitt af andlitum L’Oreal sem er einn af aðalstyrktaraðilum hátíðarinnar og andlit merkisins eru mjög áberandi á hátíðinni. Auk Blake má nefna Jane Fonda, Julianne Moore, Zoe Saldana og Latitiu Casta sem allar eru staddar á hátíðinni.

Ég stal nokkrum skemmtilegum myndum frá Instagrammi stjörnunnar en hana finnið þið undir @iamblakelivelyy. Uppáhalds myndirnar eru án efa þær af fallegu hjónunum…!

Screen Shot 2014-05-16 at 10.41.17 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.41.31 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.41.38 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.41.46 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.45.13 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.45.22 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.45.36 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.45.52 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.45.58 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.46.06 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.46.17 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.46.51 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.46.59 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.47.06 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.47.15 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.47.25 PM

Hún er búin að klæðast svo mörgum fullkomnum kjólum!! Mér finnst Gucci kjóllinn (sá rauði) eiginlega flottastur. Það er eitthvað svo fallegt, fágað og elegant við hann.

Mæli með að þið kíkið á myndir frá rauða dreglinum í Cannes – mér finnst ómissandi að fylgjast með förðunum og kjólunum á þessari hátið alveg eins og Met Gala, Óskarnum og Golden Globes hátíðinni:)

Óska ykkur góðrar helgar – í dag er sumarið hafið fyrir mér þar sem fyrsta brúðarförðun sumarsins hefst uppúr hádegi. Hlakka mikið til að fá að taka þátt í stóra deginum hjá einni yndislegri. Gerir mig líka enn meira spenntari fyrir mínu eigin brúðkaupi.

EH

Mín förðun hjá Andreu

Ég fékk þann heiður að hanna förðunarlúkkið fyrir SS14 sýninguna hjá Andreu Magnúsdóttur sem var sýnd í Hafnarborg í Hafnafirðinum á fimmtudaginn. Auk þess fór ég fyrir förðunarteyminu en í förðunina notuðum við vörur frá L’Oreal.

Þessi stórkostlega sýning er ein sú flottasta tískusýning sem ég hef fengið að taka þátt í og skemmtilegasta verkefni sem ég hef fengið að koma að. Það var svo gott skipulag á öllu og ég hef bara held ég aldrei séð það gerast að allt er reddí og sýningin byrji bara um leið og hún er auglýst – það kemur alltof sjaldan fyrir. Það myndaðist ólýsanleg stemming baksviðs fyrir sýninguna en það var að sjálfsögðu hitað vel upp á rennslinu með skemmtilegu tónlistinni sem Gullfoss og Geysir sáu um og Stella Rósenkranz stjórnaði showinu með glæsibrag. Allt gekk upp og allt var óaðfinnanlegt!

Ég tók því miður ekki nóg af myndum enda vannst alls ekki mikill tími til þess en hér eru þó nokkrar ásamt smá lýsingu á lúkkinu;)

andreabaksviðs11 andreabaksviðs12 andreabaksviðs14 andreabaksviðs15

Því þiður er ekki meira en þetta í boði frá mér en baksviðs voru ljósmyndarar aem mynduðu allt svo é sýni ykkur fleiri myndir síðar. Samtals farðaði ég fimm fyrirsætur frá grunni og fylgdist með öllu sem á gekk:)

Lykilvörur til að ná förðuninni…

Nutri Gold rakakrem:

Þvílíkt dásemdarkrem sem er svo fallegt sem undirstaða undir hvaða förðun sem er. Hér er á ferðinni næringarríkt krem sem inniheldur örfínar olíuagnir en formúla kremsins er innblásin frá fegurðarrútínu asískra kvenna sem eru þekktar fyrir að hugsa sérstaklega vel um húðina sína. Formúla kremsins gefur húðinni samstundis fallegri áferð. Sérstaklega hannað með húð kvenna frá norðurlöndunum í huga. Of mikill þurrkur og stress einkennir oft húðina okkar en olíuvörunum er ætlað að hjálpa húðinni að slaka á og nærast. Alveg bjútifúl og skilur eftir flauelsmjúka og fallega húð – mæli með!

andreabaksviðs3

Infallible farðinn:

Nýji farðinn frá L’Oreal nefnist Infallible og er endurbætt útgáfa af farða sem var til fyrir hjá merkinu. Mér þótti farðinn nú aldrei neitt beint spes – hann var mjög góður og með flotta endingu en fyrir mig vantaði þetta wow factor svo ég notaði hann aldrei í verkefnum fyrir L’Oreal… En þennan elska ég!!! Svo falleg og geislandi áferð frá honum. Ef þið þekkið eitthvað til farðanna hjá L’Oreal þá er þessi mitt á milli þess að vera Lumi Magique og True Match. Þennan farða er ég mikið búin að nota sem undirstöðu í lúkk myndatökur hjá mér og t.d. í sýnikennslu videounum fyrir Real Techniques – þegar það birtist mynd af mér með hann þá er undantekningarlaust einhver sem spyr með hvaða farða ég er með – svo fallegur er hann. Það sem er svo sérstakt við hann er að hann gefur mjög þétta þekju en samt mjög létta áferð svo ljómi húðarinnar nær að koma undan farðanum. Ég veit ekki hvernig ég get lýst þessu betur.

andreabaksviðs4

Lumi Magique hyljarinn:

Hann notaði ég yfir farðann til að lýsa upp svæði húðarinnar. Ég bjó sem sagt contrastinn til með farðanum og lumi hyljaranum og valdi þá bara aðeins dekkri farða sem ég blandaði vel saman við húðina.

Color Riche Le Smoky eyelinerblýantur:

Þetta er alveg lykilvara en hana notaði ég til að grunna augnförðunina. Blýanturinn er mjög kremaður og því ekkert mál að dreifa úr honum. Ég setti þykka línu meðfram efri og neðri augnhárunum og dreifði úr honum. Liturinn á eyelinernum er súkkulaðibrúnn og hann þekur mjög vel. Yfir þetta notaði ég kaldan brúnan augnskugga með silfurögnum úr Color Riche augnskuggapallettu nr E2. Litirnir blönduðust svona rosalega fallega saman!

Superliner Blackbuster:

Eyelinerlínuna vildum við hafa ótrúlega þykka og með spíss að sjálfsögðu. Ég nota nánast eingöngu blauta eyelinertússpenna og þessi er svo þykkur og flottur að það er ekkert mál að gera flotta línu með þessum. Hér er lykilatriði að byrja að hafa línuna mjóa og byggja hana smám saman upp og enda á að fullkomna spíssinn.

andreabaksviðs2

So Couture maskarinn:

Að sjálfsögðu kom enginn annar maskari til greina en þessi en allar fyrirsæturnar fengu að sjálfsögðu maskarann og svo var hann í öllum goodie pokunum sem gestir fengu. En af því við vildum hafa aungnhárin löng og því settum við stök augnhár á þær sem þurftu.

andreabaksviðs7

6 Hour Gloss:

Allan þann tíma sem ég hef þekkt Andreu finnst mér hún alltaf hafa verið með ljósar og glossy varir. Hún notar yfirleitt L’Oreal gloss og þessi létti bleiki litur varð fyrir valinu. Svo hlóðun við því bara á til að fá eins mikinn glans og við gátum:)

andreabaksviðs6

Real Techniques:

Fullkomin áferð og fullkomin förðun – ég elska þessa bursta útaf lífinu… – hér sjáið þið settið mitt ;)

andreabaksviðs

Hér er ein af myndunum sem ég tók á meðan ég fylgdist með rennslinu fyrir sýninguna. Förðunarmyndirnar sem þið sjáið hér fyrir ofan eru ekki nákvæmlega lokaútkoman en ég ákvað að það þyrfti að skerpa enn frekar á húðinni með miklu meiri skyggingu undir kinnbeinum og einnig voru augun skerpt enn meira með léttri áferð af svörtum augnskugga. Mér fannst þó mjög mikilbægt að halda í mýktina á skyggingunni og ég held að það hafi tekist nokkuð vel til:)

andreabaksviðs20

Ég hlakka svo til að sýna ykkur fleiri myndir frá sýningunni sjálfri í stað þess að setja inn fleiri myndir frá æfingunni enda gefur sýningin sjálf miklu betri skil á frábærri stemmingu sem var í salnum.

Hér er ein samt sem Aldís Pálsdóttir tók sem birtist á Facebook síðunni hennar Andreu af lokaatriðinu – glimmer, gleði og glamúr!!!

20140517-155938.jpg

Takk fyrir mig kæra Andrea, Óli og allir hinir sem komu að þessari æðislegu sýningu – pant vera með líka næst!

EH

Náðu lúkkinu hennar Emmu

AuguBobbi BrownEstée LauderFræga FólkiðGuerlainInnblásturLancomelorealmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMax FactorMitt MakeupNáðu LúkkinuShiseidoSnyrtibuddan mín

Ég er yfir mig ástfangin af förðuninni hennar Emmu Watson frá The Royal Marsden kvöldverðinum sem var haldinn til heiðurs Ralph Lauren fyrr í vikunni. Margar af þekktustu stjörnum Bretlands mættu í Windsor kastala þar sem Vilhjálmur Bretaprins tók á móti þeim.

Emma er ein af mínum uppáhalds stjörnum en hún er alltaf óaðfinnanlega fallega förðuð og mig langaði að gera smá náðu lúkkinu færslu fyrir áhugasama lesendur – vona að þið hafið gaman af.

Hér sjáið þið fyrst lokaútkomuna hjá mér…

emmawatsonlúkk

Það fyrsta sem maður tekur eftir við förðunina hennar Emmu er varaliturinn sem er best líst sem þéttum, plómurauðum lit. Ég luma að sjálfsögðu á einum slíkum í snyrtiborðinu en þessi litur er úr Creamy Matte línunni frá Bobbi Brown – einn af mínum uppáhalds litum úr uppáhalds varalitalínunni!

Á myndinni fyrir neðan efri myndina af Emmu takið þið vel eftir því að hún er með mikinn ljóma yfir andlitinu sérstaklega yfir kinnbeinunum. Ég notaði því fljótandi highlighter til að fá þessa fallegu áferð. Kinnarnar eru fríklega rauðbleikar – dáldið í stíl við varalitinn og ég notaði aldrei þessu vant púðurkinnalit – glænýr frá Lancome;)

Svo er það húðin sem er gjörsamlega pörfekt en rosalega náttúruleg líka. Til að undirstrika ljómann, fallegu áferðina og náttúrulegu húðina ákvað ég að nota eitt af nýjustu CC kremunum í snyrtibuddunni.

Svo eru það augun – hér er á ferðinni falleg augnförðun með léttri skyggingu og áberandi augnhárum. Ég ákvað að nota Naked 2 pallettuna mína til að gera augnförðunina og ég held ég hafi bara alveg náð litatónunum. Að lokum eru það svo augabrúnirnar sem eru virkilega flottar og náttúrulegar. Ég ákvað að móta mínar bara extra vel með nýjum tvöföldum augabrúnablýanti frá Estée Lauder sem er með lit öðru megin og highlighter hinum megin – ég sýni ykkur betur frá honum eftir helgi, ég hef sjaldan átt jafn auðvelt með að móta augabrúnirnar mínar á fallegan hátt.

Screen Shot 2014-05-14 at 11.23.05 AM

Hér fyrir neðan sjáið þið ásamt Vilhjálmi og Kate Moss fallega og ómótstæðilega ljómann í húðinni hennar Emmu… WOW!

Duke-of-Cambridge-Kate-Moss-Emma-Watson-Vogue-14May14-PA_b_1440x960

Nokkrar fleiri af förðuninni – fyrir neðan sjáið þið svo close up af augnförðuninnni og vörurnar sem ég notaði.

emmawatsoncollage

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði…

emmavörur2

Húð:
Forever Light Creator CC krem frá YSL – Lumi Magique Primer frá L’Oreal – Sheer Eye Zone Corrector frá Shiseido – Blush Subtle frá Lancome í lit nr. 31, Pépite de Corail.

Augu:
Urban Decay Naked 2 palletta (sjáið betri myndir af litunum fyrir neðan) – Perfectly Defined Gel Eyeliner Pen frá Bobbi Brown í litnum Scotch – Double WearStay-in-Place Brow Lift Duo frá Estée Lauder í litnum Midnight/Black Brown – Volume Excess maskarinn frá Max Factor (setti 2 umferðir með maskara 1 og 1 umferð með maskara 2).

Varir:
Crayon de Contour des Lévres varablýantur frá Guerlain í litnum Beige Cendre – Creamy Matte Lipstick frá Bobbi Brown í litnum Crushed Plum nr. 3.

emmevörurcollage

 

Hér sjáið þið svo augnförðunina vel…

emmawatsonlúkk6nakedpallettaemma

Ég byrja á því að setja Suspect yfir innri helming augnloksins og jafna litinn vel yfir svæðið. Á móti set ég litinn Busted yfir ytri helming augnloksins og blanda litnum vel saman til að fá mjúka áferð á augað. Eftir að ég er ánægð með blöndunina set ég litinn YDK yfir innri augnkrók aungloksins til að gefa augunum fallegan ljóma.

emmawatsonlúkk8

Ég er alveg ástfangin af þessari fallegu förðun og ég væri mikið til í að vera með svona brúðarförðun. Liturinn um augun er svo léttur þannig lagað og varirnar tóna virkiega vel saman við litina um augun.

 

Emma-Watson-Vogue-14May14-PA_b_592x888

Emma er að sjálfsögðu klædd í dress frá Ralph Lauren – svo falleg kona og alltaf óaðfinnanleg, eruð þið ekki sammála?

Ef þið eruð jafn hrifnar og ég af förðuninni þá hafið þið nú allar upplýsingar sem þarf til að ná lúkkinu ;)

EH

Fréttatíminn í dag

Ég Mæli MeðFallegtGarnierHúðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumSnyrtibuddan mínSýnikennsla

Ég fékk smá sjokk þegar ég sá uppsetninguna á smá viðtali sem ég fór í vegna nýjungar frá Garnier sem nefnist Miracle Skin Cream. Ef þið saknið mín einhver tíman þá mæli ég með því að þið kippið út life size myndinni af mér sem birstist í Fréttatímanum í morgun – mér finnst þetta mjög fyndið – en líka mjög skemmtilegt!

Ég mæli eindregið með því að þið kíkið á þetta viðtal þar sem þetta er alveg stórkostleg nýjung og mér finnst rosalega gaman hvað Garnier er að senda frá sér mikið af æðislegum nýjungum – sérstaklega af því verðið á vörunum er svo gott.

Miracle Skin Cream er sambland af snyrti- og förðunarvörur hér er á ferðinni krem sem gefur léttan lit, geislandi áferð og mikinn raka. Þetta er eina förðunarvaran sem ég hef prófað sem ég myndi hugsa mér að setja á tandurhreina húð án þess að bera rakakrem yfir hana fyrst. Ég nota kremið eitt og sér eða undir farða.

fréttatíminn

 

Í tengslum við aðra umfjöllun um kremið sem þið finnið inná Lífinu á Vísi.is þá gerði ég sýnikennslumyndband fyrir kremið til að sýna hvernig það kemur út á húðinni minni.

 

 

miracleskinkrem

Ef ykkur líst vel á þetta krem þá mæli ég með því að þið kíkið á fréttina um það á Lífinu þar sem það á að gefa nokkrum heppnum lesendum kremið! HÉR finnið þið fréttina.

Þetta er ómissandi í allar snyrtibuddur í sumar og fullkomið til að taka með sér í sólarlandaferðina þar sem kremið gefur létta þekju og það inniheldur SPF 20.

Kremið fáið þið t.d. í Bónus, Hagkaup og Krónunni:)

EH

Ég verð með kynningu fyrir Smashbox í dag!

AugnskuggarAuguLífið MittmakeupMakeup ArtistSmashboxSnyrtibuddan mín

Mikið vona ég að ég sjái sem flestar hjá mér á Smashbox kynningu sem ég verð með eftir hádegi í Smáralindinni í Hagkaup í dag. Þessa daga standa yfir Smashbox dagar í verslunum Hagkaupa sem þýðir að það verða frábærir dílar í boði hjá þessu skemmtilega merki sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Ég fékk nýlega að prófa vörur úr Santigold línunni frá Smahsbox sem er sumarlínan og inniheldur m.a. ótrúlega flottar og litríkar aungskuggapallettur og eyelinerblýanta. Ég skellti að sjálfsögðu í eitt lúkk en þið getið séð fleir lúkk með línunni í færslu sem ég skrifaði um Y.A.S. og Selected eventinn í Smáralind þar sem ég farðaði fyrirsætur sem sýndu fatnaðinn með vörum úr línunni.

smashbox4

Ég er hrikalega ánægð með þessa augnförðun þó ég segi sjálf frá. Nýja vélin sem ég er að testa frá Canon skilar líka svo flottum gæðum og gerir mér kleift að taka góðar nærmyndir af augnförðuninni.

smashbox3

Ég hef sjaldan séð jafn sterk litapigment í eyelinerblýöntum og þessum sem ég notaði úr Santigold línunni. Það eru til tvær týpur af þessum og mig dauðlangar í hina sem er með pastel grænum lit öðrum megin!

smashbox

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði í lúkkið – naglafilmurnar hafið þið séð áður en pallettan heitir The Santigolden Age Eyes Shadow Collage í litunum Earth as We Know it. Ég var reyndar voða pen í litavali þar sem mig langaði að nota eyelinerlitina. Ég gerði smoky með brúna litnum og setti sjmá af ljósa tóninum í innri augnkrókana. Guli eyelinerinn fór svo meðfram efri unghárunum og sá blái inní vatnslínuna…

Á kynningunni verða að sjálfsögðu frábær tilboð en það er 20% afsláttur af BB og CC kremum frá merkinu (eitt af fáum merkjum sem er með fleiri en tvo liti í stafrófskremunum sínum) og það er líka afsláttur af nýju BB hyljurunum frá þeim. Rosalega léttur hyljari með þéttri þekju. Ef verslað er fyrir 6500 eða meira þá fylgir líka Smashbox snyrtitaska með sem inniheldur Photo Finish Primerinn og Under Eye rakaprimerinn auk fallegs gloss – tilboðið gildir auðvitað á meðan birgðir endast:)

Ég mæti um eitt inní Smáralind og verð eins lengi og þið viljið og ég vona að sem flestar geri sér ferð til mín – mér þætti voðalega vænt um að sjá ykkur og að fá að kynna fyrir ykkur þetta flotta merki sem hefur slegið í gegn á Íslandi á stuttum tíma:)

EH

 

Herrailmur til að gleðja strákana

FallegtFyrir HannIlmirYSL

Ég reyni nú að vera eins dugleg og ég get að gefa lesendum margar af snyrtivörunum sem ég fæ í tengslum við síðuna en ég hef aldrei gert neitt fyrir strákana. Auðvitað er fullt af æðislegum snyrtivörum fyrir herra á markaðnum – en það á auðvitað líka við um strákana að þeir eigi að þrífa húðina kvölds og morgna og nota krem ;)

En snyrtivaran sem eflaust langflestir karlmenn nota eru herrailmir – svo mig langar að gefa tvo af nýjustu herrailmunum á markaðnum í dag. Að sjálfsögðu er öllum frjálst að taka þátt – strákum og konum sem langar að gleðja karlana í lífi sínu.

En nýlega hóf Yves Saint Laurent samstarf við listamanninn Gardar Eide Einarsson við að hanna limited edition umbúðir utan um L’Homme ilmina frá YSL. Við fáum tvo þeirra til Íslands – dag og kvöld ilminn sem þið sjáið hér fyrir neðan…

yslherrar2

L’Homme:

Toppnótur: Sítrus – Bergamot – Engifer kjarni
Hjarta: Kryddaður Blómailmur
Grunnur: Fjólulauf – Basillika – Hvítur Pipar – Sandalviður

La Nuit De L’Homme:

Toppnótur: Kardemomma – Bergamot
Hjarta: Sedarviður
Grunnur: Coumarin – Vetiver

gardar-eide-einarsson-yves-saint-laurent

 

Gardar er að hluta til Íslendingur sem fæddist í Noregi. Hann er þekktur nútímalistamaður

„For me, YSL’s incredibly strong heritage is a great source of inspiration. The way Mr. Saint Laurent collected art,
for example, is really incredible. When you see the images from his private collection, that’s how every artist wants
his or her art to be collected. So, coming from a brand like Yves Saint Laurent, I felt there was something about the
project that made me 
want to do it.“

„My inspiration for these three fragrances’ artwork, was related mainly to two things. First of all, there was this idea of masculinity. What is masculinity and how it can be portrayed. Secondly, I felt that there was some kind of parallel that could be made between the perfume and painting. Between the way one expresses oneself through scent and the way an artist expresses himself through abstract painting . So I wanted to do something that was quite abstract and painterly in a way.“

Það má eiginlega segja að flaskan sjálf sé listaverk sem myndi sóma sér líka vel sem fallegt stofustáss inná heimili – eða svefnherbergisstáss (maður á nefninlega ekki að geyma ilmvötn inná baði þar sem hitastigið getur verið svo óstabílt).

yslherrar

Til að eiga kost á því að eignast þessa herrailmir hvort sem það er fyrir ykkur sjálfa eða fyrir stelpur til að gefa þá þurfið þið bara að fylgja þessum einföldu leiðbeiningum….

1. Byrjið á því að smella á Like takkann á þessari færslu

2. Farið inná Facebook síðu YSL á Íslandi – YVES SAINT LAURENT ICELAND – og smellið á Like takkann þar

3. Skiljið eftir athugasemd með nafni við þessa færslu ;)

EH

Dagurinn í dag!

FashionFyrirsæturLífið MittlorealMakeup Artist

Ég er að farast úr tilhlökkun! Deginum í dag mun ég eyða með einni af hæfileikaríkustu konum sem ég þekki – fatahönnuðinum Andreu Magnúsdóttur sem hannar undir sínu eigin nafni. Flottari og yndislegri konu er varla hægt að finna og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í því að setja upp með henni tískusýningu sem fer fram í Hafnarborg í kvöld.

Ég sé um förðunina og hannaði förðunarlúkkið sem fyrirsæturnar munu allar skarta þegar þær labba niður pallinn. Ég lofa að sjálfsögðu myndum og jafnvel myndbandi af því hvernig förðunin verður til. Á sýningunni mun ég nota vörur frá L’Oreal og meðal annars nokkrar af mínum uppáhalds förðunarvörum eins og nýja Infallible farðann og So Couture maskarann. Það er skemmtilegur dagur framundan og ég hvet ykkur til að fylgjast með mér á Instagram @ernahrund til að fá kannski aðeins að skyggnast á bakvið tjöldin. Eftir örstutta stund hefst förðunin svo það er um að gera að koma sér að verki!

Hér fá að fylgja með tvær myndir sem birtust á Instagraminu hjá @andreaboutique fyrr í vikunni þegar förðunartestið var:)

Screen Shot 2014-05-13 at 2.04.09 PM

Prufuförðunin rétt að hefjast!

Screen Shot 2014-05-13 at 2.04.19 PM

Ég sé um förðunina og Theodóra hannar hárið – svo er Andrea Röfn ein af fyrirsætunum svo við á Trendnet komum að sýningunni á öllum sviðum. Fallega fyrirsætan sem sat svo fyrir í prufunni fyrir hár og förðun er systir hennar Ásu Regins hún Sara og hún er jafn gullfalleg og yndisleg og systir sín.

Screen Shot 2014-05-13 at 2.04.28 PM

L’Oreal naglalökk í massavís – neglurnar skipta að sjálfsögðu miklu máli fyrir heildarlúkkið!

10313958_10152400435027398_1752189178411414775_n

Hér er verið að setja upp pallinn fyrir sýninguna – ég er ótrúlega ánægð að sjá að það verði pallur, þá sjá allir svo miklu betur ekki bara fremsta röðin :)

Svo verður þetta stuðlag að fá að fylgja með þar sem það veitti Andreu innblástur fyrir sýninguna og útlitið.

Ef þetta lag kemur manni ekki í gírinn fyrir kvöldið og sýninguna þá veit ég ekki hvað – ég þyrfti helst að redda einhverju til að blasta tónlistinni baksviðs svona áður en gestirnir mæta ;)

Hlakka til að sýna ykkur fleiri myndir strax á morgun!

EH