Örlítið jólaskraut

HEIMILIÐ MITT

.. ég er svo sem ekki mikið fyrir að skreyta inni hjá mér en aftur á móti finnst mér æðislegt þegar hús eru skreytt utandyra… Fallegast þykir mér að setja óendanlega mikið af seríu á eitt tré, eins og sést gjarnan í miðbænum. Ég er mjög hrifin af hvítri seríu og finnst fátt jólalegra.

Ég keypti nokkrar greinar í gær og skellti í vasa.. ótrúlega einfalt en minnir mann samt á að jólin eru handan hornsins. Svo kemur í ljós hvor vinni slaginn, meira jólaskraut eða ekki? ..ég vil minna en Davíð meira :)

Efsta mynd

Vasi: Dora Maar
Stórt kerti: Ikea
Jólatré: Söstrene Grene
Salt og piparskálar: Dora Maar
Marmarabakki: Marshalls
Greni: Bónus

Neðsta mynd:

Bakki: VIGT
Kerti: Altariskerti VIGT
Glerkrukka: Undan Yankee Candle kerti


NÝTT: FRÁ SÖSTRENE GRENE

INTERIORNEW IN

  Ég elska að kaupa auka hluti inn í herbergið mitt, og á alveg nóg til af þeim. Um daginn keypti ég mér þennan fallega bolla frá Söstrene Grene, bollinn er 232 kr. Sem er ekki neitt!

Ég er ótrúlega hrifin af bollanum, hann er bæði strílhreinn og fallegur.

Ég hef ákveðið að nota hann undir varaliti. En hægt er að geyma ýmis hluti ofan í bollanum slíkt og skartgripi, naglalökk, og fleira.

x

sigridurr

IMG_2261 IMG_2259 IMG_2254

Endilega að fylgjast með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga 

Nýjar hirslur á snyrtiborðið

Fyrir HeimiliðLífið MittMakeup Artist

Eins og þið sáuð þegar ég sýndi ykkur myndir af nýja snyrtiborðinu þá skortir mig sko ekki vörur en hins vegar þá vantar mig fleiri hirslur. Á öðrum snyrtivörubloggum sér maður rosalega flottar glærar hirslur sem við á Íslandi getum reyndar alveg keypt í gegnum netið og látið senda til okkar en þær eru að mínu mati bara alltof dýrar – alla vega fyrir plast ;)

Þegar ég raðaði í snyrtiborðið voru augnskuggarnir einhvern veginn útum allt og ekkert skipulag í skúffunni sem hélt utan um þá. Það er ekkert mál að stafla upp pallettum en þessir stöku augnskuggar eru aðeins erfiðari og fara einhvern veginn útum allt þegar maður opnar og lokar skúffunum. Ég fékk mér því fleiri glær box í Söstrene Grene eins og ég er með utan um glossin mín í hillueiningunni. Raðaði augnskuggunum í boxin, hlóð þeim ofan á hvert annað og setti svo varalitastandana mína ofan á.

Mér finnst þetta bara koma virkilega vel út og gefur sko ekki flottu makeup hirslunum eftir – svo sparar það ótrúlega mikið pláss að hlaða þeim ofan á hver annan. Ég þyrfti samt helst að eignast nokkur box í viðbót til að koma öllum augnskuggunum fyrir vonandi hættir verslunin ekki með þau alveg á næstunni!

hirslur2 hirslur3

Mér fannst dáldið gaman að geta snúið flottu augnskuggunum svona fram – eins og þið sjáið þá eru hér hin ýmsu merki en ég er rosalega hrifin af mörgum augnskuggum – finnst ekkert endilega neitt merki standa framar en önnur þegar kemur að augnskuggum. Ég er þó alltaf skotin í kremuðum augnskuggum fyrir það helsta að það er svo auðvelt að bera þá á augnlokin!

EH