fbpx

Nýjar hirslur á snyrtiborðið

Fyrir HeimiliðLífið MittMakeup Artist

Eins og þið sáuð þegar ég sýndi ykkur myndir af nýja snyrtiborðinu þá skortir mig sko ekki vörur en hins vegar þá vantar mig fleiri hirslur. Á öðrum snyrtivörubloggum sér maður rosalega flottar glærar hirslur sem við á Íslandi getum reyndar alveg keypt í gegnum netið og látið senda til okkar en þær eru að mínu mati bara alltof dýrar – alla vega fyrir plast ;)

Þegar ég raðaði í snyrtiborðið voru augnskuggarnir einhvern veginn útum allt og ekkert skipulag í skúffunni sem hélt utan um þá. Það er ekkert mál að stafla upp pallettum en þessir stöku augnskuggar eru aðeins erfiðari og fara einhvern veginn útum allt þegar maður opnar og lokar skúffunum. Ég fékk mér því fleiri glær box í Söstrene Grene eins og ég er með utan um glossin mín í hillueiningunni. Raðaði augnskuggunum í boxin, hlóð þeim ofan á hvert annað og setti svo varalitastandana mína ofan á.

Mér finnst þetta bara koma virkilega vel út og gefur sko ekki flottu makeup hirslunum eftir – svo sparar það ótrúlega mikið pláss að hlaða þeim ofan á hver annan. Ég þyrfti samt helst að eignast nokkur box í viðbót til að koma öllum augnskuggunum fyrir vonandi hættir verslunin ekki með þau alveg á næstunni!

hirslur2 hirslur3

Mér fannst dáldið gaman að geta snúið flottu augnskuggunum svona fram – eins og þið sjáið þá eru hér hin ýmsu merki en ég er rosalega hrifin af mörgum augnskuggum – finnst ekkert endilega neitt merki standa framar en önnur þegar kemur að augnskuggum. Ég er þó alltaf skotin í kremuðum augnskuggum fyrir það helsta að það er svo auðvelt að bera þá á augnlokin!

EH

 

Catwalkið hjá Andreu eftir Aldísi Páls

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

 1. Helena

  19. May 2014

  Fást varalia hirslurnar líka i Sösterne grene?

 2. Snædís

  19. May 2014

  Fékkstu varalitastandinn líka í Söstrene Grene?

 3. Guðrún

  19. May 2014

  Hvað kostaði skúffurnar ? :)

  • Mig minnir 890kr – en þetta eru ekki skúffur heldur eru þetta hirslur með loki á sem lyftist bara af :)

 4. Alexsandra Bernhard

  19. May 2014

  Ég geymi einmitt snyrtidótið mitt í svona glærum kössum líka og það er mun fallegra þannig x

 5. Helga

  20. May 2014

  áttu marga liti af þessum color tattoos frá maybelline? hvaða litum mælir þú með? :)

  • Já ég á alla enda einlægur aðdáandi merkisins;) En must have liturinn er Timeless Taupe sem er mattur kaldur dökkbrúnn litur. Hann er must have í snyrtibudduna ;)

 6. Halla

  20. May 2014

  Ertu með einhverja þumalputtareglu á fyrningu meik-ups? Hvenær finnst þér það vera orðið svo gamalt að það sé ekki rétt/gott að nota það áfram?

  • Já:) Á umbúðum allra snyrtivara er lítið merki af krukku og við hliðiná henni eða inní henni er tala og stafurinn m. Talan og M-ið standa saman fyrir fjölda mánaða sem er æskilegt að nota snyrtivöruna í frá opnun hennar. Þetta er þó ekki heilög regla en ég reyni að fara eftir henni eftir fremsta megni nema þegar mögulega varan lítur enn út eins og ný. En með því að loka öllu vel og geyma snyrtivörur þar sem hitinn er jafn eykurðu endingu snyrtivaranna. Talan aftan á er mjög góð samt til að hafa til viðmiðunar en allt fer þetta líka eftir því hversu mikið þú notar hverja vöru fyrir sig ;)

 7. Sylvía Atladóttir

  9. July 2014

  Er hægt að taka lokin alveg af hirslunum? Og voru til fleiri stærðir af þeim? :)

  • Nei það er ekki hægt að taka þau af – beygjast samt alveg aftur :) Tók ekki eftir því hvort það voru til fleiri stærðir því miður ég greip bara þessa :)