fbpx

Fréttatíminn í dag

Ég Mæli MeðFallegtGarnierHúðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumSnyrtibuddan mínSýnikennsla

Ég fékk smá sjokk þegar ég sá uppsetninguna á smá viðtali sem ég fór í vegna nýjungar frá Garnier sem nefnist Miracle Skin Cream. Ef þið saknið mín einhver tíman þá mæli ég með því að þið kippið út life size myndinni af mér sem birstist í Fréttatímanum í morgun – mér finnst þetta mjög fyndið – en líka mjög skemmtilegt!

Ég mæli eindregið með því að þið kíkið á þetta viðtal þar sem þetta er alveg stórkostleg nýjung og mér finnst rosalega gaman hvað Garnier er að senda frá sér mikið af æðislegum nýjungum – sérstaklega af því verðið á vörunum er svo gott.

Miracle Skin Cream er sambland af snyrti- og förðunarvörur hér er á ferðinni krem sem gefur léttan lit, geislandi áferð og mikinn raka. Þetta er eina förðunarvaran sem ég hef prófað sem ég myndi hugsa mér að setja á tandurhreina húð án þess að bera rakakrem yfir hana fyrst. Ég nota kremið eitt og sér eða undir farða.

fréttatíminn

 

Í tengslum við aðra umfjöllun um kremið sem þið finnið inná Lífinu á Vísi.is þá gerði ég sýnikennslumyndband fyrir kremið til að sýna hvernig það kemur út á húðinni minni.

 

 

miracleskinkrem

Ef ykkur líst vel á þetta krem þá mæli ég með því að þið kíkið á fréttina um það á Lífinu þar sem það á að gefa nokkrum heppnum lesendum kremið! HÉR finnið þið fréttina.

Þetta er ómissandi í allar snyrtibuddur í sumar og fullkomið til að taka með sér í sólarlandaferðina þar sem kremið gefur létta þekju og það inniheldur SPF 20.

Kremið fáið þið t.d. í Bónus, Hagkaup og Krónunni:)

EH

Ég verð með kynningu fyrir Smashbox í dag!

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Hera

  16. May 2014

  Hvaða bursta notaru til að bera þennan á ? :)

 2. Helga

  16. May 2014

  er ekki líka bara fínt að setja þetta krem á með puttunum? :)

 3. Anna

  17. May 2014

  Hentar þetta konum með feita húð?