FÖRÐUNIN MÍN UM HELGINA

FÖRÐUNLÍFIÐSNYRTIVÖRUR

Gleðilegan mánudag! Vonandi var helgin hjá ykkur æðisleg, allir nutu sólarinnar og fylgdust spennt með landsleiknum.

Ég var í útskrift um helgina og mig langaði að deila með ykkur förðuninni sem ég gerði. Ég tók reyndar ekki góðar förðunarmyndir en tók nokkrar (margar) sjálfsmyndir.

Ég er ekkert búin að breyta myndunum, þannig að þið sjáið vonandi vel hvernig förðunin kom út

 

Ég ætla taka ykkur “step by step” ..

Mér finnst mjög mikilvægt að undirbúa húðina vel og nota ég alltaf gott rakakrem áður en ég geri eitthvað annað.

Ég er oft með hreinsiklúta við hönd, ekki til þess að hreinsa húðina heldur til þess að hreinsa undir augunum ef ske kynni að augnskuggi myndi detta niður.

 

 

Varaprepp er mjög mikilvægt. Ég gleymi þessu skrefi samt ansi oft samt en þetta er ótrúlega mikilvægt.

Þetta eru tvær vörur frá Glam Glow og heita Plumpageous Matte Lip Treatment og gera varirnar aðeins stærri. Síðan er það Poutmund Wet Lip Balm Treatment Mini og er varasalvi með lit í.

 

Ég byrja alltaf á augabrúnunum og notaði þetta Urban Decay combo. Ég er búin að vera nota Brow Beater og Brow Tamer í svolítinn tíma núna og elska þetta!

 

Ég notaði bara Coloured Raine augnskugga. Þeir eru ótrúlega litsterkir og blandast ótrúlega vel.

 

Augnskugginn sem ég notaði yfir allt augnlokið heitir “Down Town

 

Síðan notaði ég þennan eyeliner frá Rimmel til þess að gera léttan eyeliner. Oftast nota ég blautan eyeliner en ég vildi ekki hafa eyeliner-inn of áberandi.

 

Ég notaði ekki tvenn augnhár haha en þau sem ég var með eru ekki lengur í pakkningunni en þau heita Allure og eru frá Koko Lashes.

Síðan notaði ég fallegasta pigment í öllum heiminum í innri augnkrók en það heitir Vegas Baby (nr.20) frá Nyx.

 

Ég nota alltaf þetta augnháralím frá Eylure

 

Á húðina þá notaði ég þetta combo, farða frá YSL og hyljara frá Urban Decay. Þessi farði frá YSL er æðislegur, myndast ótrúlega vel og mjög léttur á húðinni.

Síðan notaði ég litaleiðréttandi penna frá YSL til þess að hylja roða.

 

Ég nota alltaf púður yfir allt andlitið því ég er með frekar olíumikla húð og vill að farðinn endist allt kvöldið, sem hann gerði. Ég keypti mér Airspun púðrið í Walgreens um daginn og kom mér skemmtilega á óvart, mæli með.

Síðan notaði ég Beached Bronzer frá Urban Deacy til þess að hlýja húðina, þetta er UPPÁHALDS sólarpúðrið mitt þessa stundina. Á kinnarnar notaði ég After Glow kinnalitinn frá Urban Decay í litnum SCORE og Rodeo Drive frá Ofra á kinnbeinin.

 

Ég er síðan alltaf mjög dugleg að spreyja rakaspreyi á andlitið nokkrum sinnum í gegnum förðunina. Það lætur allt blandast mun betur saman og förðunin endist lengur.

 

Á varirnar notaði ég nýju varalitina mína frá Kylie Þessir komu samt einungis í takmörkuðu magni en vonandi koma þeir aftur því þeir eru æði.

 

Notaði líka Velvet Teddy frá Mac 

 

Ég notaði sem sagt fyrst Velvet Teddy síðan Kimmie og svo Kimberly í miðjuna

 

Svo til þess að toppa look-ið þá spreyjaði ég þessu æðislega ilmvatni á mig frá Lancome

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

Fréttatíminn í dag

Ég Mæli MeðFallegtGarnierHúðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumSnyrtibuddan mínSýnikennsla

Ég fékk smá sjokk þegar ég sá uppsetninguna á smá viðtali sem ég fór í vegna nýjungar frá Garnier sem nefnist Miracle Skin Cream. Ef þið saknið mín einhver tíman þá mæli ég með því að þið kippið út life size myndinni af mér sem birstist í Fréttatímanum í morgun – mér finnst þetta mjög fyndið – en líka mjög skemmtilegt!

Ég mæli eindregið með því að þið kíkið á þetta viðtal þar sem þetta er alveg stórkostleg nýjung og mér finnst rosalega gaman hvað Garnier er að senda frá sér mikið af æðislegum nýjungum – sérstaklega af því verðið á vörunum er svo gott.

Miracle Skin Cream er sambland af snyrti- og förðunarvörur hér er á ferðinni krem sem gefur léttan lit, geislandi áferð og mikinn raka. Þetta er eina förðunarvaran sem ég hef prófað sem ég myndi hugsa mér að setja á tandurhreina húð án þess að bera rakakrem yfir hana fyrst. Ég nota kremið eitt og sér eða undir farða.

fréttatíminn

 

Í tengslum við aðra umfjöllun um kremið sem þið finnið inná Lífinu á Vísi.is þá gerði ég sýnikennslumyndband fyrir kremið til að sýna hvernig það kemur út á húðinni minni.

 

 

miracleskinkrem

Ef ykkur líst vel á þetta krem þá mæli ég með því að þið kíkið á fréttina um það á Lífinu þar sem það á að gefa nokkrum heppnum lesendum kremið! HÉR finnið þið fréttina.

Þetta er ómissandi í allar snyrtibuddur í sumar og fullkomið til að taka með sér í sólarlandaferðina þar sem kremið gefur létta þekju og það inniheldur SPF 20.

Kremið fáið þið t.d. í Bónus, Hagkaup og Krónunni:)

EH

Uppáhalds primerinn minn

Ég Mæli MeðGarnierHúðmakeupMakeup ArtistMakeup Tips

Ég verð að fá að segja ykkur frá uppáhalds primernum mínum sem þið eruð nú reyndar margar nú þegar búnar að spotta á förðunarmyndunum mínum og senda mér spurningar um.

5 sec Perfect Blur frá Garnier er kannski ekki beint eins og primer – heldur er þetta vara sem er búið að taka skrefinu lengra en primera! Því blur kremið gerir húðina mun áferðafallegri, mattari og það minnkar sýnileika svitaholna. Þessi primer fékk að fylgja mér heim úr Matas leiðangri mínum í Kaupmannahöfn í byrjun ársins og leiðir okkar hafa ekki skilist síðan þá. Blur krem er ný kynslóð snyrtivara en hitt blur kremið sem ég veit um er frá L’Oreal en það er með smá lit þetta er alveg litlaust. Blur kremin eins og þið mögulega getið sagt ykkur til um vegna nafnsins eiga að fullkomna áferð húðarinnar með því að minnka sýnileika t.d. svitaholna og fínna lína. En með blur kreminu þá endast förðunarvörurnar lengur á húðinni.

Þennan primer ber ég á húðina eftir að ég er búin að nota rakakrem. Ég ber hann yfir alla húðina og í kjölfar þess verður hún alveg flauelsmjúk. En samkvæmt nafni kremsins 5 sec – tekur aðeins 5 sekúndur að bera kremið á sig. Ég hef nú ekki tekið tímann á þessu en þetta tekur alla vega ekki mikinn tíma:)

blurgarnier2

Helsti kosturinn við þennan primer er hversu ódýr hann er! Minnir að ég hafi borgað í kringum 100 dk fyrir hann en þessi eina túpa er búin að endast mér síðan í byrjun febrúar. Ég nota hann yfirleitt 4-5 sinnum í viku og ég nota hann í allar farðanir sem ég tek að mér. Ég var einmitt með eina prufubrúðarförðun í gær og notaði þennan í grunninn og húð brúðarinnar varð svo ótrúlega falleg. Það var líka magnað að sjá hvernig húðin mattaðist þegar ég bar primerinn á og fyrir og eftir munurinn á húðinni var mikill.

Garnier primerinn er kominn til Íslands og hann gæti verið kominn í búðir en er mögulega bara rétt ókominn og birtist á í næstu viku í hillum Hagkaupa, Krónunnar og Bónus:)

Önnur töfravara sem var að koma frá Garnier er Miracle Skin Cream – þvílík snilld sem ég segi ykkur betur frá síðar.

EH

 

Ráð við erfiðri húð – videoumfjöllun

Ég Mæli MeðGarnierSnyrtivörur

Þá er komið að næstu húðvöruumfjöllun. Ég held áfram að tala um Garnier vörurnar en nú er ég að gefa ráð við húðvandamálum sem hrjá oft unglinga húð, olíumikla húð já eða vandamál sem geta komið í kjölfar þess að húðhreinsun er ábótavön. Ég er nú þegar búin að fara yfir basic húðumhirðu HÉR.

Eins og ég hef sagt þá eru vörurnar frá Garnier innblásnar af náttúrunni og ríkar af ávaxtaþykknum og olíum úr náttúrunni. Þær eru á frábæru verði og fást t.d. í Bónus, Krónunni, Hagkaupum og Fjarðarkaupum.

Í myndbandinu fer ég yfir þær vörur úr línu frá Garnier sem Pure Active. Vörurnar henta öllum aldri og bæði konum og körlum – stelpum og strákum.

ATH! ég lofa ég bursta tennurnar mínar að sjálfsögðu aðeins oftar en bara tvisvar í viku :D – smá fljótfærni í mér sem ég tók ekki einu sinni eftir þegar ég var að klippa videoið – þetta á að sjálfsögðu að vera „við burstum tennurnar okkar tvisvar á dag – afhverju ættum við að fara öðruvísi með húðina;)“

Hér sjáið þið vörurnar sem ég fjalla um í myndbandinu:garnierpureNordic Essentials Sensetive Eye Mak-Up Remover – Pure Active 3 in 1 – Pure Active Spot-On – Pure Active ExfoBrusher, Miracle Skin Perfector BB Cream og Pure Pore Purifying Toner.

Mér fannst mjög gaman að sjá hvað Garnier vörurnar komu vel útúr könuninni minni um bestu snyrtivörur ársins – sérstaklega BB kremin. Mig minnir að BB kremn kosti eitthvað um 1200 kr útí búð en verðin fara að sjálfsögðu eftir verslunum. Mér finnst það nú alls ekki mikið :)

EH

Hvernig á að þrífa húðina – video

Ég Mæli MeðHúðMyndböndSnyrtivörurSýnikennsla

Húðumhirða er eitthvað sem ég hef reynt að fjalla reglulega um með því að segja ykkur frá mínum uppáhalds snyrtivörum. Ég hef áður farið létt yfir það bara í texta hvernig á að þrífa húðina – hver eru svona þessi helstu atriði sem þarf að hugsa um. Ég ákvað að gera smá videoumfjöllun um húðumhirðu sem ég vona svo sannarlega að hjálpi ykkur.

Ég valdi það að nota Garnier vörurnar í myndbandið af því þær eru svo einfaldar í notkun. Þær eru líka á ótrúlega góðu verði sem allir ættu að ráða við.

Ég fer yfir þessi grunnatriði í myndbandinu en svo að sjálfsögðu geta ýmsir aðrir hluti bæst við í ferlið eins og serum, augnkrem og fleiri vörur en það fær að bíða betri tíma og það er von á fleiri myndböndum. Ég er líka búin að gera myndband þar sem ég fer yfir nokkrar góðar vörur fyrir þá sem eru með erfiða og olíumikla húð – en það er einmitt sú tegund húðar sem getur verið erfitt og tímafrekt að koma í jafnvægi.

Hér sjáið þið vörurnar sem ég sýndi í myndbandinu:

garnierFrá vinstri eru þetta:

  • Nordic Essentials Sensitive Eye Make-up Remover
  • Nordic Essentials Refreshing Cleansing Milk
  • Nordic Essentials 24h Moisturising Day Cream
  • Nordic Essentials Refreshing Cleansing Gel
  • Miracle Skin Perfector BB Cream
  • Nordic Essentials Refreshing Vitaminized Toner
  • Nordic Essentials 25 Ultra Cleansing Wipes

Ég vona að þið gefið ykkur sem flestar tíma í að horfa á myndbandið – því eins og ég segi í lok þess þá er undirstaða fallegrar förðunar heilbrigð og vel nærð húð.

EH

 

Augnkrem

Ég Mæli MeðEstée Lauder

Ég var ein þeirra sem var sannfærð um að ég þyrfti sko ekki á augnkremi að halda fyr en eftir þónokkuð mörg ár í viðbót. Eftir að hafa skoðað mörg að þeim kremum sem eru í boði þá komst ég að því að ég get bara alveg farið að nota nokkur þeirra. Svo eru önnur krem sem ég hafði aldrei flokkað sem augnkrem en þegar ég fór að hugsa útí það þá er eiginlega ekki hægt að kalla þau neitt annað en það.

Augun okkar og ásýnd þeirra gefa fólkinu í kringum okkur nokkuð góða vísbendingu um það hvað við höfum verið að gera eða ekki að gera undanfarið. Þreyta sést t.d. lang best á augunum, það og þroti í augunum eftir að hafa þrifið þau of mikið eftir sýnikennslur og makeup test er það sem ég er að berjast við þessa stundina. Reyndar hef ég lesið mér til um líka að það að setja raka, kælda tepoka á augun bjargi miklu varðandi þessi vandamál en ég ákvað þó að fara kremleiðina.

Það eru til margar tegundir af augnkremum sem hafa öll það markmið að gera augnsvæðin okkar fallegri hvort sem það er með því að slétta húðina í kring, gefa henni ljóma, draga úr þreytu, þrota og roða eða jafnvel að byggja upp varnir gegn öldrun húðarinnra. Þau eru tvenn sem ég er að nota til skiptis núna annað þeirra er frá Estée Lauder – talaði einmitt líka um það HÉR. Eins og ég skrifaði um í þessari færslu þá nota ég það nokkrum sinnum í viku og fjöldi skiptanna fer þá eftir ástandi húðarinnar í kringum augun. Um kremið segir að lífið breyti húðinni – breyttu nú húðinni fyrir lífstíð. Kreminu er ætlað að draga sérstaklega vel úr einkennum öldrunar í húðinni. Það er ótrúlega mjúkt, alls ekki feitt eins og sum augnkrem en maður finnur samt að maður fær góðan raka frá því. Þetta krem nota ég þegar ég er búin að vera að nudda augun mikið eins og þegar ég er að þrífa þau oft á dag, þá myndast oft örmjóar fínar línur og þau verða rauð og þrotin. Fyrir jólin þegar ég gerði 2 sýnikennslumyndatökur á dag þá voru þau í sérstaklega slæmu ástandi en eftir að ég byrjaði að nota þetta krem stöku sinnum og eftir þannig tarnir hefur það vandamál ekki látið sjá sig. Kreminu er að sjálfsögðu líka ætla að vinna á fínum línum á eldri húð og hjálpa henni að endurheimta teygjanleika sinn – ég efast ekki um að það gefi ótrúlega góðan árangur í því fyrst það skotvirkar svona á mig – ég er viss um að mamma mín myndi kolfalla fyrir þessu kremi og ætli ég fái ekki símtal frá henni seinna í dag þar sem hún biður um að fá að prófa.

Seinna kremið er frá Garnier – það er ekki langt síðan Garnier snyrtivörurnar fóru að fást hér á landi og eftir að hafa prófað þó nokkrar vörur frá merkinu get ég sagt að þær eru kærkomin viðbót á markaðinn! En kremið sem ég nota er í formi roll og á endanum á því er stálkúla sem einhvern vegin helst alltaf köld og hún ásamt kreminu kæla húðina í kringum augun sem er fullkomin lausn gegn þrota og þreytueinkennum í húðinni. Ég veit um nokkrar sem hafa verið að nota krem svipað og þetta og hafa þá geymt það inní ísskáp til þess að það sé ennþá kaldara. Ég hef reyndar ekki prófað það því mér finnst stálkúlan á þessu alveg ísköld sama þó ég geymi það uppí skáp inná baði. Það er eitthvað við kulda sem fær húðina okkar til að fríska sig upp – ég veit ekki með ykkar húð en mín er eiginlega uppá sitt besta eftir góðan göngutúr úti í kalda vorloftinu.Þessari færslu er ætlað að sýna m.a. fram á það að það er eiginlega ekki hægt að segja að ákveðnar snyrtivörutegundir eru fyrir ákveðna aldurshópa – eins og augnkrem. Ef þið eigið við þessi sömu „vandamál“ að stríða og ég þá hvet ég ykkur til að skoða þau aðeins betur kremin gætu komið ykkur á óvart.

EH