fbpx

MUST FYRIR FERÐALAGIÐ

SNYRTIVÖRUR

Núna er rúm vika í stærstu ferðamannahelgi ársins hjá okkur Íslendingunum. Það eru eflaust margir að fara á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, útilegu eða bara kósý uppí bústað. Það verða margir á ferðinni og í tjaldi. Mig langaði því að fara yfir með ykkur hvaða snyrtivörur mér finnst algjört must að taka með sér yfir verslunarmannahelgina.

*Færslan er ekki kostuð

1. Blautþurkkur

Ég held að í eina skiptið sem það er í lagi þrífa á sér húðina með blautþurrku er í útleigu. Það er einnig hægt að nota blautþurrkur í margt annað, einsog að þurkka sér um hendurnar. Mér finnst líka gott í útleigu að taka farðann fyrst af með blautþurkku og svo renna yfir með andlitsvatni. Þá er búið að taka það mesta af og húðin verður ekki í jafn slæmu ástandi.

 

2. Ferðaburstar

Ég elska þessa bursta frá Real Techniques! Það er hægt að kaupa minni útgáfu af þeirra vinsælustu burstum. Hausinn á burstanum er alveg í sömu stærð og hefðbundnu burstarnir nema skaftið er minna. Það fer minna fyrir þeim og snilld í ferðalgið.

 

 

3. Andlitsvatn í ferðastærð

Andlitsvatn í ferðaumbúðum – Þetta er mjög þægilegt til þess að taka með sér og einsog ég sagði um blautþurkkurnar, þá er sniðugt að taka farðann af með blautþurkku og renna síðan

 

yfir andlitið með andlitsvatni. Síðan er hægt að fara aftur yfir andlitið með andlitsvatni þegar maður vaknar.

4. Sótthreinsir

Sótthreinsir er algjört must í hvaða ferðalag sem er! Þessi er æði með kókoslykt.

5. Rakasprey

Rakasprey er eintaklega frískandi þegar maður vaknar daginn eftir skemmtilegt kvöld og þarf nauðsynlega góðan raka í húðina. Þetta sprey frá The Body Shop hefur góða eiginleika fyrir húðina, gefur orku og raka.

 

6. Ferðahólkur

Þetta er kannski ekki must fyrir þá sem eru í tjaldi en þetta er algjör snilld ef maður er að gista í húsi eða uppí bústað. Ég get ímyndað mér að þetta sé einstaklega þægilegt þegar margir eru að nota eitt baðherbergið saman til þess að gera sig til og mikið af dóti útum allt. Við vinkonurnar fórum til Berlínar í byrjun sumars og þetta var algjör snilld þegar við vorum að gera okkur til. Mér finnst best að vera með allt fyrir framan mig þegar ég er að gera mig til og þetta kemur líka í veg fyrir að allt dót ruglist saman. Það er hægt að festa þetta á spegla og glugga til dæmis!

 

Vonandi var þetta hjálplegt! Mikilvægast af öllu er þó góða skapið og skemmta sér fallega xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FÖRÐUNARSPJALL: INGUNN SIG

Skrifa Innlegg