fbpx

Augnkrem

Ég Mæli MeðEstée Lauder

Ég var ein þeirra sem var sannfærð um að ég þyrfti sko ekki á augnkremi að halda fyr en eftir þónokkuð mörg ár í viðbót. Eftir að hafa skoðað mörg að þeim kremum sem eru í boði þá komst ég að því að ég get bara alveg farið að nota nokkur þeirra. Svo eru önnur krem sem ég hafði aldrei flokkað sem augnkrem en þegar ég fór að hugsa útí það þá er eiginlega ekki hægt að kalla þau neitt annað en það.

Augun okkar og ásýnd þeirra gefa fólkinu í kringum okkur nokkuð góða vísbendingu um það hvað við höfum verið að gera eða ekki að gera undanfarið. Þreyta sést t.d. lang best á augunum, það og þroti í augunum eftir að hafa þrifið þau of mikið eftir sýnikennslur og makeup test er það sem ég er að berjast við þessa stundina. Reyndar hef ég lesið mér til um líka að það að setja raka, kælda tepoka á augun bjargi miklu varðandi þessi vandamál en ég ákvað þó að fara kremleiðina.

Það eru til margar tegundir af augnkremum sem hafa öll það markmið að gera augnsvæðin okkar fallegri hvort sem það er með því að slétta húðina í kring, gefa henni ljóma, draga úr þreytu, þrota og roða eða jafnvel að byggja upp varnir gegn öldrun húðarinnra. Þau eru tvenn sem ég er að nota til skiptis núna annað þeirra er frá Estée Lauder – talaði einmitt líka um það HÉR. Eins og ég skrifaði um í þessari færslu þá nota ég það nokkrum sinnum í viku og fjöldi skiptanna fer þá eftir ástandi húðarinnar í kringum augun. Um kremið segir að lífið breyti húðinni – breyttu nú húðinni fyrir lífstíð. Kreminu er ætlað að draga sérstaklega vel úr einkennum öldrunar í húðinni. Það er ótrúlega mjúkt, alls ekki feitt eins og sum augnkrem en maður finnur samt að maður fær góðan raka frá því. Þetta krem nota ég þegar ég er búin að vera að nudda augun mikið eins og þegar ég er að þrífa þau oft á dag, þá myndast oft örmjóar fínar línur og þau verða rauð og þrotin. Fyrir jólin þegar ég gerði 2 sýnikennslumyndatökur á dag þá voru þau í sérstaklega slæmu ástandi en eftir að ég byrjaði að nota þetta krem stöku sinnum og eftir þannig tarnir hefur það vandamál ekki látið sjá sig. Kreminu er að sjálfsögðu líka ætla að vinna á fínum línum á eldri húð og hjálpa henni að endurheimta teygjanleika sinn – ég efast ekki um að það gefi ótrúlega góðan árangur í því fyrst það skotvirkar svona á mig – ég er viss um að mamma mín myndi kolfalla fyrir þessu kremi og ætli ég fái ekki símtal frá henni seinna í dag þar sem hún biður um að fá að prófa.

Seinna kremið er frá Garnier – það er ekki langt síðan Garnier snyrtivörurnar fóru að fást hér á landi og eftir að hafa prófað þó nokkrar vörur frá merkinu get ég sagt að þær eru kærkomin viðbót á markaðinn! En kremið sem ég nota er í formi roll og á endanum á því er stálkúla sem einhvern vegin helst alltaf köld og hún ásamt kreminu kæla húðina í kringum augun sem er fullkomin lausn gegn þrota og þreytueinkennum í húðinni. Ég veit um nokkrar sem hafa verið að nota krem svipað og þetta og hafa þá geymt það inní ísskáp til þess að það sé ennþá kaldara. Ég hef reyndar ekki prófað það því mér finnst stálkúlan á þessu alveg ísköld sama þó ég geymi það uppí skáp inná baði. Það er eitthvað við kulda sem fær húðina okkar til að fríska sig upp – ég veit ekki með ykkar húð en mín er eiginlega uppá sitt besta eftir góðan göngutúr úti í kalda vorloftinu.Þessari færslu er ætlað að sýna m.a. fram á það að það er eiginlega ekki hægt að segja að ákveðnar snyrtivörutegundir eru fyrir ákveðna aldurshópa – eins og augnkrem. Ef þið eigið við þessi sömu „vandamál“ að stríða og ég þá hvet ég ykkur til að skoða þau aðeins betur kremin gætu komið ykkur á óvart.

EH

Les Beiges

Skrifa Innlegg