fbpx

Les Beiges

ChanelFyrirsæturNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Ég var nú aldrei neitt sérstaklega sterk í frönsku en ég lagði mig alla fram við að ná tökum á henni á skólagöngu minni í Verzló. Ég er ein þeirra sem á létt með að tala erlend tungumál og lesa þau en þegar kemur að því að skrifa á þeim þá er það ekki séns – franska er tungumál sem mér finnst mjög gaman að tala og mér finnst sérstaklega gaman að bera fram nafnið á nýjasta púðrinu frá Chanel – Les Beiges!Púðrið smellpassar inní vorið sem er nú vonandi loksins mætt. Púðrið er innblásið af Gabrielle „Coco“ Chanel sjálfri en það var jú hún sem kom sólarbrúnku í tísku. Áður en hún sást í sumarfríi á snekkjunni sinni með sólkyssta húð var roði í kinnum það eina sem þótti flott á annars fölri húð. Púðrið á að gefa húðinni náttúrulegan ljóma, gera yfirborð hennar flauelsmjúkt og með það á sér á maður að líta út eins og maður hafi eitt deginum úti í sólinni. Púðrið er eitt af síðustu vörunum sem fráfarandi listrænn stjórnandi snyrtivörudeildar tískuhússins, Peter Philips, gerði fyrir merkið.

Það er ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sem situr fyrir í herferðinni fyrir púðrið en hún er andlit þess, það var svo stjörnuljósmyndarinn Mario Testino. Sagan segir að það hafi þó nokkrar frægar konur viljað vera andlit púðursins þeirra á meðal söngkonan Rihanna en Karl Lagerfield sjálfur valdi Gisele úr hópi þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem Gisele situr fyrir í herferð sem talskona fyrir Chanel – skv. mínum heimilidum, sem eru reyndar bara wikipedia… ;)

Þetta er greinilega púður sem maður þarf að prófa fyrir sumarið og vonandi lendir það í minni snyrtibuddu!

EH

Kinnalitur #7

Skrifa Innlegg