fbpx

Kinnalitur #7

Ég Mæli MeðGuerlainLúkkmakeup

Þetta eru nú orðnir ansi margir kinnalitir – ég get bara ekki hætt. Ætli ég setji ekki hámark 10 færslur áður en ég tek þetta allt saman ;)

Þetta er eini fljótandi kinnaliturinn sem ég hef prófað – ef ég man rétt;). Liturinn er úr Terracotta línunni frá Guerlain sem er lína sem einkennist af vörum sem gera húðina þína brúna og ljómandi eða eins og hún sé búin að vera útí sólinni. Terracotta línan er hrikalega vinsæl en ein vara selst einhver staðar í heiminum á 20 sekúndna fresti.

Ég er ekki frá því að ég fái svona sólbrúnan ljóma í kinnarnar sem ég er frekar mikið skotin í. Einn helsti kosturinn sem ég sé við vöruna er líka sá að það er auðvelt að byggja litinn upp, setur bara nokkrar umferðir þangað til þér líkar liturinn. Ég pumpaði smá af litnum á handabakið og dreifði svo út honum með fingrunum – doppaði honum létt á kinnarnar og fékk þannig jafna áferð. Mér finnst áferðin ekki jöfn ef ég strýk honum á bara alveg eins og með hyljara – ég doppa honum alltaf á og þannig set ég litinn á þann stað sem ég vil að hann sé.

Liturinn sem ég prófaði er Spicy Coral nr 03 (hægra megin á myndinni) en það eru 2 litir fáanlegir hinn er töluvert bleikari og eins og margar sólarvörur þá eru mælt með einum lit fyrir dökkhærðar og hinum fyrir ljóshærðar – ég prófaði þennan fyrir dökkhærðar.

Ég held það gæti líka verið ótrúlega flott að setja hann líka á varirnar í stíl við kinnarnar. Virkilega flottur litur kinnalitur sem highlightar líka í leiðinni!

EH

Trend - Bleikt & Grátt

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Kamilla Jónsdóttir

    24. March 2013

    Ekki veist þú hvar er hægt að fá grænan maskara á viðráðanlegu verði á Íslandi? :)

    • Nei því miður… það eina sem kemur samt uppí hugann er kannski Makeup Store. Það hafa oft fengist nokkrir maskarar í mismunandi lit þar – annars er alltaf eBay:)