fbpx

Uppáhalds í febrúar

Ég Mæli MeðEstée LauderGoshHúðMACmakeupMaskararMaybellineNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniShiseidoSnyrtibuddan mínVarir

Í febrúar hélt ég áfram að næra húðina mína eins mikið og ég mögulega gat með góðum vörum en inná milli duttu inn spennandi nýjungar úr vorlínum uppáhalds snyrtivörumerkjanna….

Rakakremið:Elska þetta krem frá Shiseido það er svo feitt og gott og lífsnauðsynlegt fyrir húð eins og mína sem er skraufþurr – svo hjálpaði brjóstagjöfin ekkert til því hún virðist þurrka mína húð ennþá meira upp, sem er mjög algengt vandamál hjá konum sem eru með barn á brjósti. Ef þið kannist við þetta vandamál þá er þetta kremið sem bjargar málunum. Það besta við það er að það er svo þykkt og gott að það endist ótrúlega vel, það er varla að sjá á krukkunni sem er nánast stútfull þó svo að ég sé búin að nota það á hverjum degi síðan ég átti Tinna.

BB Kremið:

MAC prep + prime BB kremin koma í tvenns konar formi – fyrir þurra húð sem er það sem þið sjáið hér fyrir ofan og fyrir olíumikla húð sem kemur í túbu. Ég e búin að ofnota þetta BB krem sem sést á því að ég er nánast að verða búin með það – en takið til greina að stundum mála ég mig oft á dag þegar ég er að gera sýnikennslur. Það sem ég kann að meta við þetta krem er að ég get bæði notað það eitt og sér þegar ég vil létta áferð og svo undir farða þegar ég vil fá þéttari áferð á þá – þá nota ég BB kremið sem primer. BB kremið gefur þétta áferð og húðin verður slétt og sérstaklega áferðafalleg.

Varalitirnir:Nýju Vivids varalitirnir eru búnir að vera mikið notaðir í mánuðinum. Varalitir sem eru með sterkum litapigmentum eins og þið sjáið vel á myndinni og gefa vörunum góðan raka og fallega glansandi áferð. Notaði þá einmitt í sýnikennslu um daginn HÉR.

Augnkremið:Ég á það til að mála mig stundum oft og mörgum  sinnum á dag, þegar ég er að gera sýnikennslur og prófa lúkk og vörur til að sýna ykkur. Húðin er viðkvæm og hún höndlar ekki alveg að það sé verið að abbast svona mikið í sér marga daga í röð stundum. Eftir svoleiðis tímabil verða augun mín bólgin og þrútin og ég virðist stundum hafa elst um mörg ár og ekki sofið í jafn langan tíma. Núna hef ég brugðið á það ráð að nota augnkrem af og til og sérstaklega eftir svoleiðis tarnir. Ég hef verið að nota þetta krem frá Estée Lauder sem kælir húðina í kringum augun mín svo vel og dregur mjög hratt úr þrotanum. Kremið hefur líka fyrirbyggjandi áhrif og vinnur að því að seinka öldrunareinkennum í húðinni – ég sé því fyrir mér að ég sé að slá tvær flugur í einu höggi – vinna gegn öldruninni og hlúa að viðkvæmu húðinni minni. Ég ber kremið á mig sirka 2-3 í viku eftir því í hvernig standi hún er.

Ilmurinn:Síðan ég átti Tinna hef ég ekkert mikið verið að setja á mig ilmvatn – sérstaklega ekki fyrstu vikurnar en núna þegar ég er heima nánast allan daginn alla daga þá gerir það mikið fyrir mér bara að spreya á mig smá ilm. Mér finnst ég svo fín og flott og mér finnst ég ennþá meira aðlaðandi sérstaklega þegar maðurinn minn kemur heim og faðmar mig og segir mér hvað ég ilma vel. Þessi ilmur frá Dolce & Gabbana er í uppáhaldi núna en nýlega bættist við samkeppni sem ég fræði ykkur betur um seinna;)

Maskarinn:Ég skal fúslega viðurkenna það að maskarafíkillinn ég hafði aldrei prófað Gosh maskara áður en ég prófaði þennan sem heitir Catchy Eyes núna í febrúar og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Maskarinn er með sveigðri gúmmígreiðu og hárin á greiðunni eru þétt og jafnlöng alls staðar – svo áferðin verður jöfn og flott – oft á sveigðum greiðum eru hárin á greiðunum lengd akkurat í sveigjunni til að halda greiðunni jafnri. Maskarinn fangar hvert augnhár og og sveigir þau upp þar sem greiðan gefur ekki eftir þannig stjórnar hún líka í hvaða átt þið greiðið augnhárin svo það er auðveldlega hægt að færa þau til hliðar til að gefa augunum smá cat look – fullkomið við eyeliner með spíss t.d.

Þetta eru bara örfáar vörur af þeim sem voru í uppáhaldi í þessum mánuði, sumar af vörunum sem ég sagði ykkur frá í byrjun febrúar eru ennþá í mikilli notkun en þetta voru vörurnar sem mér fannst þið verða að fá að vita eitthvað um;)

EH

Cherry In The Air

Skrifa Innlegg