fbpx

Sýnikennsla – Ombre Varir!

makeupMakeup TipsMaybellineNýjungar í SnyrtivöruheiminumSýnikennslaVarir

Þið báðuð um hana svo í gær skellti ég í sýnikennslu fyrir einfaldar ombre varir. Ég notaði nýja varaliti frá Maybelline sem heita Color Sensational Vivids – það koma 6 mismunandi litir í sölu frá merkinu í mars hér á landi svo hér fáið þið smá sýnishorn á því hvernig þeir líta út.

Ég notaði litina – Pink Pop (ljósari liturinn) og Hot Plum (dekkri liturinn). Hér sjáið þið útkomuna!

  • Byrjið á því að móta varirnar og lita meðfram útlínum þeirra með dekkri varalitnum.
  • Ég notaði bara varalitapensil til að gera það.

  • Setjið ljósa litinn í miðju varanna, innfyrir rammann sem þið gerðuð með dekkri litnum.

  • Nuddið svo vörunum varlega saman, þannig dofna útlínurnar og litirnir renna saman. Ef ykkur finnst ennþá of mikil skil á milli litanna þá getið þið dreift úr þeim með fingrunum.

  • Svo eruð þið tilbúnar í fjörið!

Ég er líka alveg ástfangin af þessum varalitum, þeir eru með sterkustu litapigmentum sem ég hef nokkurn tíman prófað frá Maybelline <3

Annars stefnir allt í það að fyrsta sýnikennslu videoið verður annað hvort tekið upp í kvöld eða annað kvöld. Allt er tilbúið við fórum og fengum pro ljós í láni í gær svo nú þarf ég bara að ákveða hvað ég ætla að sýna ykkur fyrst. Ég held það verði dökkt smoky – það virðist vera það sem þið viljið flestar sjá;)

EH

Rihanna <3 MAC

Skrifa Innlegg