fbpx

Rihanna <3 MAC

Fræga FólkiðMACmakeupNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Rihanna er nýbúin að frumsýna fatalínu sína fyrir River Island en hún ætlar ekkert að taka sér pásu frá tískuheiminum á næstunni því núna nýlega hefur spurst frá samstarfi hennar við snyrtivörumerkið MAC.

Makeup línan nefnist RiRi <3 MAC og yfir árið 2013 munu koma út 4 mismunandi sett af vörum. Fyrsta varan sem mun koma frá merkinu er rauður varalitur sem nefnist Riri Woo sem er mjög svipaður einum vinsælasta varalit sem MAC hefur sent frá sér – Ruby Woo. Varaliturinn verður eina varan sem mun fylgja öllum 4 línunum. Engin lína verður eins – John Demsey talsmaður MAC hafði þetta að segja um línurnar “These four collections are like four tracks on a Rihanna compilation. Each one has its own vibe, look, special makeup packaging and flavour. This is really the convergence of pop culture, fast fashion, and iconic style and makeup.” – Dáldið spennandi!

Hér fáið þið smá sýnishorn:

Umbúðirnar eru ótrúlega flottar finnst ykkur ekki? Rihanna sjálf segir meðal annars um samstarfið að MAC sé fyrsta makeup merkið sem henni dettur í hug. Það sé svo mikið litaúrval merkið býður uppá endalausa möguleika. Hún segist alltaf nota MAC þegar hún er á tónleikaferðalagi – og það hefði ekki komið til greina að fara útí svona samstarf með neinu öðru merki en MAC.

Ég bíð svo bara spennt að fá að heyra hvort þá ef hvenær línurnar mæta til landsins:)

EH

No. 21

Skrifa Innlegg