fbpx

Y.A.S. & Selected W2014 Showroom

Á ÓskalistanumFashionLífið MittMakeup ArtistMitt MakeupNýjungar í SnyrtivöruheiminumSmashbox

Á föstudaginn var var ég stödd inní Vero Moda í Smáralind þar sem var búið að setja upp showroom fyrir vetrarlínuna frá merkinu Y.A.S. en einnig eru fullt af nýjum og fallegum flíkum frá þessu undirmerki Vero Moda mætt í verslunina. Ég var að sjálfsögðu vopnuð nýju myndavélinni sem ég er með í láni – Canon EOS 100 D – til að mynda það sem fram fór.

Ég er enn að læra á hana – hvenær á að nota flass og hvenær ekki svo myndirnar verða betri með tímanum vonandi;)

Ein af línunum sem ég er einna mest spennt fyrir er sportfatalínan frá Y.A.S. Einn toppur greip athygli mína strax og ég varð bara að smella af myndum beint uppúr lookbookinu til að sýna ykkur…

yas10

Ofboðslega fallegt bakið á honum – upplagt að vera í íþróttatoppi í áberandi lit sem nýtur sín vel.

Það sama var uppá teningnum hjá Selected en þar var meðal annars til sýnis undursamlega fallegi pelsinn minn sem kemur í haust. Ég er nú þegar kominn niðrá lista fyrir einum í stærð 38 en ég er bókstaflega búin að hugsa um hann síðan ég sá hann fyrst þegar ég fékk að kíkja með í innkaupaferð fyrir búðina í janúar í Kaupmannahöfn.

Ég sá um förðunina á þessum fallegu fyrirsætum með vörum úr sumarlínu Smashbox sem nefnist Santigold. Litir eru alls ráðandi í línunni og það kemur virkilega vel út að blanda þeim saman eins og þið sjáið á myndunum hér fyrir neðan…

yas35 yas34 yas33 yas32 yas31 yas30 yas16 yas22

Æðislegur dagur með frábæru fólki frá Vero Moda og Smashbox – takk fyrir mig eins og alltaf:**

EH

 

Lundi á vegg hjá mér

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Emilía Einarsdóttir

    5. May 2014

    Er ítróttalínan hjáY.A.S komin í verslanir vero moda?