fbpx

Dagurinn í dag!

FashionFyrirsæturLífið MittlorealMakeup Artist

Ég er að farast úr tilhlökkun! Deginum í dag mun ég eyða með einni af hæfileikaríkustu konum sem ég þekki – fatahönnuðinum Andreu Magnúsdóttur sem hannar undir sínu eigin nafni. Flottari og yndislegri konu er varla hægt að finna og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í því að setja upp með henni tískusýningu sem fer fram í Hafnarborg í kvöld.

Ég sé um förðunina og hannaði förðunarlúkkið sem fyrirsæturnar munu allar skarta þegar þær labba niður pallinn. Ég lofa að sjálfsögðu myndum og jafnvel myndbandi af því hvernig förðunin verður til. Á sýningunni mun ég nota vörur frá L’Oreal og meðal annars nokkrar af mínum uppáhalds förðunarvörum eins og nýja Infallible farðann og So Couture maskarann. Það er skemmtilegur dagur framundan og ég hvet ykkur til að fylgjast með mér á Instagram @ernahrund til að fá kannski aðeins að skyggnast á bakvið tjöldin. Eftir örstutta stund hefst förðunin svo það er um að gera að koma sér að verki!

Hér fá að fylgja með tvær myndir sem birtust á Instagraminu hjá @andreaboutique fyrr í vikunni þegar förðunartestið var:)

Screen Shot 2014-05-13 at 2.04.09 PM

Prufuförðunin rétt að hefjast!

Screen Shot 2014-05-13 at 2.04.19 PM

Ég sé um förðunina og Theodóra hannar hárið – svo er Andrea Röfn ein af fyrirsætunum svo við á Trendnet komum að sýningunni á öllum sviðum. Fallega fyrirsætan sem sat svo fyrir í prufunni fyrir hár og förðun er systir hennar Ásu Regins hún Sara og hún er jafn gullfalleg og yndisleg og systir sín.

Screen Shot 2014-05-13 at 2.04.28 PM

L’Oreal naglalökk í massavís – neglurnar skipta að sjálfsögðu miklu máli fyrir heildarlúkkið!

10313958_10152400435027398_1752189178411414775_n

Hér er verið að setja upp pallinn fyrir sýninguna – ég er ótrúlega ánægð að sjá að það verði pallur, þá sjá allir svo miklu betur ekki bara fremsta röðin :)

Svo verður þetta stuðlag að fá að fylgja með þar sem það veitti Andreu innblástur fyrir sýninguna og útlitið.

Ef þetta lag kemur manni ekki í gírinn fyrir kvöldið og sýninguna þá veit ég ekki hvað – ég þyrfti helst að redda einhverju til að blasta tónlistinni baksviðs svona áður en gestirnir mæta ;)

Hlakka til að sýna ykkur fleiri myndir strax á morgun!

EH

Gullneglur

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Ása Regins

  15. May 2014

  Glæsilegar eruð þið, allar fjórar !! Góða skemmtun í kvöld, ég verð með í anda !!! :-)

  • Takk mín kæra:* – þetta var stórkostlegt allt saman og systir þín sló öll met í glæsileika!! :D

 2. Alexandra

  15. May 2014

  Reginsdætur eru glæsilegustu systur landsins – allar með tölu!