fbpx

Gullneglur

BourjoisÉg Mæli MeðMakeup TipsneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég fékk að prófa nokkrar nýlar naglavörur frá franska merkinu Bourjois og langaði að sýna ykkur útkomuna. Þetta eru tveir litir af nýjum gelnaglalökkum sem gefa matta og aðeins grófa sandáferð. Á sama tíma sendi merkið líka frá sér mjög sniðuga naglaolíu sem flýtir fyrir þornun naglalakksins og nærir naglaböndin um leið – þið sjáið þetta allt hér neðar í færslunni.

En mig langar að byrja á því að segja ykkur frá smá tilboði sem er í gangi núna en ef þið kaupið tvö naglalökk frá Bourjois núna fáið þið þessa æðislega skemmtilegu naglalakkabók með. Hún er stútfull af skemmtilegum hugmyndum og leiðbeiningum um hvernig er hægt að poppa uppá neglurnar á einfaldan hátt.

bourjoisneglur9

Ég smellti af nokkrum myndum úr bókinni til að gefa ykkur tilfinningu fyrir því hvernig bókin er sett upp. Það er ótrúlega mikið af flottum „uppskriftum“. Það er auðvitað mjög sniðugt ef ykkur vantar t.d. afmælisgjöf fyrir einhverja skvísu að kaupa þá tvö naglalökk og fá bókina með fyrir þær í kaupbæti.

Hér sjáið þið svo hvernig naglalökkin koma út hjá mér – ég er ótrúlega ánægð með báða litina þeir koma hrikalega vel út og eru mjög þéttir í sér og haldast ótrúlega vel á.

bourjoisneglur10 bourjoisneglur7

Gyllti liturinn heitir Oh my gold og er fallega gylltur – dáldið kaldur tónn sem er kannski ástæðan fyrir því að ég er svona skotin í honum. Svo eru stærri silfraðar glimmeragnir í formúlunni sem poppar dáldið uppá neglurnar.

bourjoisneglur11

Þessi lökk eru með flötum og breiðum bursta svo það þarf bara eina stroku til að þekja alla nöglina. Mér finnst þannig burstar alltaf þæginlegastir því áferðin í lakkinu og liturinn verður jafn. Ef burstinn er minni og strokurnar þar af leiðandi margar getur áferðin verið svo leiðinleg. Það eru nú langflest merki með bursta sem þekur alla nöglina með einni stroku – en ég kann alltaf best við þennan flata ;)

bourjoisneglur13

Hér er það svo liturinn I Like to Mauve it – dökkur plómulitur með gylltum glimmerögnum. Lakkið gefur líka sandáferð á neglurnar. Vegna gel áferðarinnar sem það gefur frá sér endist það miklu lengur en venjuleg naglalökk.

bourjoisneglur6 bourjoisneglur12

Báðir litirnir finnst mér æðislegir og ég verð að taka það fram að þetta er í fyrsta sinn sem ég prófa svona naglalakk með sandáferð sem fer af án vandræða. Ég notaði bara asintone svamphreinsi og það fór allt af – það var ekki einu sinni ein glimmerögn eftir á nöglunum!! Það er frábært að mínu mati enda fátt leiðinlegra en að kroppa glimmer af nöglunum.

Á sama tíma og þessi naglalökk komu í sölu kom smá naglalökkunar hjálpartól eða hjálparvökvi í sölu. Þið setjið bara einn dropa af þessari olíu yfir nöglina, hún dreifist jafnt yfir hana og nærir um leið naglaböndin og lakkið þornar á örfáum sekúndum. Það er samt ekki hægt að nota þetta á milli umferða nema þurrka sérstaklega af – en það virkar á öll naglalökk;)

bourjoisneglur5

Instant Dry er svona vara sem ég á eftir að ofnota á næstunni – það sér nú þegar á flöskunni!

Mæli með þessum skemmtilegu naglalakkavörum frá Bourjois – virkilega fallegir og töff litir sem ég er sjúk í í augnablikinu. Ég get ómögulega gert uppvið mig hvor liturinn er flottari. Ég er nú ekki glysgjörn og hélt að gyllti liturinn myndi ekki koma vel út en ég hafði mjög rangt fyrir mér með það.

Kíkið endilega á þessi – maður á aldrei nóg af naglalökkum:)

EH

Rangfærsla í fréttatilkynningu Benefit

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Anonymous

    15. May 2014

    Hvar er hægt að kaupa naglalakkið á tilboðinu?

  2. Sunneva Sól

    15. May 2014

    Hvar er hægt að kaupa naglalakkið á tilboðinu?