fbpx

Rangfærsla í fréttatilkynningu Benefit

EyelinerMakeup ArtistMaybelline

Ég er búin að vera að fylgjast með mega hæpinu sem er á öllu helstu bjútíbloggum heimsins í dag vegna komu nýjungar hjá vinsæla merkinu Benefit. Nýjunginn er gel eyeliner í pennaformi. Frábær og spennandi nýjung en þegar ég rak augun í það að það væri sérstaklega tekið fram að þetta væri „first ever“ – þ.e. eins og að þessi nýjung væri alveg glæný og gefið í skyn að Benefit hefði fundið uppá þessu þá gapti ég – því það er ekki rétt ;)

Á snyrtiborðinu mínu liggur nefninlega penni sem kom í sölu á Íslandi fyrir nokkrum vikum síðan frá merkinu Maybelline… – ég hef ekki séð hana hjá fleiri merkjum en hver veit kannski leynast fleiri týpur þarna úti.

En hér sjáið þið vörurnar tvær – nákvæmlega sama vara, nákvæmlega sama pæling bara ekki sama vörumerki já og Maybelline penninn er til núna – bara útí verslunum Hagkaupa og Lyfju ;)

751909 summer2014_benefitpushliner001

Bara ef Benefit hefði ekki sagt að þetta væri eyeliner sem væri fyrstur sinnar tegundar þá hefði þetta ekkert farið í taugarnar á mér:) En ég held að Maybelline eyelinerinn sé reyndar bara fáanlegur í Evrópu og ekki einu sinni öllum Evrópulöndunum. En hann kom í síðustu nýjungasendingu hjá Maybelline sem var í mars ef ég man rétt til Íslands.

Svo ég segi ykkur í stuttu máli frá þessari vöru þá er þetta skrúfpenni með gúmmíenda sem er skáskorinn. Uppúr gúmmíinu kemur svo geleyeliner formúla merkjanna (Maybelline gel eyelinerinn er einn sá vinsælasti á Íslandi). Til að fá meiri formúlu þá þarf bara að skrúfa endann á pennanum og þá kemur hún upp.

Ég er ekki enn búin að prófa Maybelline pennann nema bara á handabakinu mínu, ég þarf að þróa með mér einhverja nýja tækni til að nota hann. Maður þarf að vera með alveg á hreinu hversu mikið af formúlunni má vera í pennanum þegar meður beitir honum annars er ég hrædd um að allt fari í klessu. Eins er ég stressuð með að maður þurfi að passa að gúmmíið verði að vera alveg hreint þegar maður notar hann svo ekkert smitist til. En þetta er auðvitað snilldarleið til að nota gel eyeliner án þess að vera með bursta og hann þornar auðvitað síður upp. Svo pirrandi stundum hvað gel eyelinerarnir í krukkunum geta þornað hratt upp ef maður gleymir sér eitt augnablik – reyndar er gott að venja sig á að snúa alltaf krukkunni bara strax á hvolf – þ.e. ef þið eruð ekki búnar að nota hann.

Ég þarf klárlega að sýna ykkur þennan betur – mögulega bara skella í sýnikennsluvideo – væri áhugi fyrir því?

EH

 

Video: Einföld förðun með nýjungum

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Hanna

  14. May 2014

  Veit ekki hvort ég sofi í nótt yfir þessu, vonum það besta þó :)

 2. Eva S.

  14. May 2014

  I dont get it when people are posting negative comments. If you dont have anything nice to say then dont say/write anything!

 3. Hanna

  15. May 2014

  Takk fyrir þetta Erna, þetta gekk þó eins og í sögu.

  Skil ekki hvernig þú færð eitthvað neikvætt úr úr þessu Eva S. Ég var einfaldlega mjög spennt fyrir þessum penna, fattaði þó ekki að það er opið í mörgum Hagkaupsbúðum á nóttunni, hefði betur skellt mér :)

  • Svona er auðvelt að misskilja texta á netinu þegar maður les hann bara – verð að viðurkenna að ég gerði það sjálf :/ en ég er þó mega ánægð að ég hafi misskilið og hlauptu nú útí búð og fáðu þér eyeliner – segðu mér svo hvernig þér finnst hann, þarf að gefa mér tíma til að prófa betur :D

 4. Hrafnhildur

  17. May 2014

  Ég er einmitt lendi alltaf í því að gel eyelnerinn (ég nota þennan frá elf) þornar alltaf upp löngu áður en ég klára hann – svo ég er forvitin að vita hvað þú meinar með að snúa krukkunni á hvolf, minnkar það líkur á þurrk?