fbpx

Útiæfing: Myndband

ÆfingarHeilsaLífiðNike

Nú er ein stærsta ferðamannahelgi ársins framundan og margir sem leggja leið sína í sumarbústað, útilegu, á útihátíðir o.s.frv. Jafnvel þeir sem ætla að vera heima yfir helgina geta notið þess að vera úti þar sem það spáir mildu og góðu veðri um allt land um helgina! Notalegt x

Ferðalög og frí þýðir ekki endilega að ekki sé hægt að taka æfingu heldur er um að gera að nýta náttúruna og það umhverfi sem við erum í til að æfa úti. Það þarf ekki alltaf tæki og tól til að æfa og finnst mér mjög skemmtilegt að breyta til.

Ég er stödd í Colorado og var mætt upp í Red Rocks, sem er frægt náttúrulegt útitónleikasvæði hér í Denver, klukkan sex í morgun til þess að ná sólarupprásinni. Útsýnið uppi í Red Rocks er stórfenglegt og hef ég nokkrum sinnum farið þangað á æfingu. Á morgnana og yfir daginn er fullt af fólki mætt upp í Klettafjöllin og nýtir tröppurnar þar til þess að taka öðruvísi æfingu. Colorado er mjög hátt uppi og að æfa uppi í Red Rocks tekur mun meira á en að æfa annarsstaðar – enda um 20% minna súrefni í andrúmsloftinu heldur en annarsstaðar vegna hæðarinnar! Ef þið eigið leið til Denver mæli ég með að gera sér ferð upp í Red Rocks, hvort sem það er til þess að æfa eða bara njóta útsýnisins.

xx

Ég setti saman æfingu þar sem engin tæki, tól eða annað þarf til og tók hana upp. Æfinguna er hægt að gera hvar sem er og hvenær sem er, bara að nota hugmyndaflugið ef það er brekka, tröppur, bekkur, steinn eða hvað sem er sem hægt er að nota að auki.

Æfingin byrjar á upphitun og svo gerði ég nokkrar fjölbreyttar æfingar fyrir allan líkamann. Ég mæli með að endurtaka hverja æfingu 10-20x, aðlaga æfingarnar að eigin getu og gera æfingahringinn 2-3x í gegn.

Upphitun:

3 km hlaup

Brekku/tröppusprettur

Æfing:

Framstig

Froskahopp

Dýfur

Armbeygjur; víðar og þröngar

Ganga niður í plankastöðu; miðja, hægri og vinstri hlið

Fótatillur

Kviðkreppur

Toe Touches

Creepdowns

Hnébeygjur

Pistols

Ég hljóp í Nike Zoom Vomero hlaupaskóm og skipti svo yfir í Nike Zoom Strong æfingaskó.

Ég hvet ykkur til að taka létta og skemmtilega æfingu um helgina, hvort sem er uppi í bústað, í ræktinni eða á Þjóðhátíð – manni líður alltaf svo vel af því að fá púlsinn upp og svitna smá.

Það er skemmtilegt verkefni framundan hjá mér í Eyjum um helgina sem ég hlakka til að sýna ykkur frá. Ég vona að þið eigið góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr!

xx

Birgitta Líf

instagram & snapchat: birgittalif

Gjafaleikur: MOROCCANOIL

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1